Körfubolti

Loksins vann Dallas | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dallas Mavericks vann loksins sinn fyrsta leik á nýju tímabili í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en eftir að byrja tímabilið á fimm tapleikjum lagði Dallas lið Milwaukee Bucks á heimavelli, 86-75.

Harrison Barnes, fyrrverandi leikmaður Golden State Warriors, átti stórleik fyrir heimamenn en hann skoraði 34 stig og tók átta fráköst. Hann hitti úr 13 af 26 skotum sínum og gaf þess utan tvær stoðsendingar og varði tvö skot.

C.J. McGollum fór hamförum í sigri Portland á Memphis á útivelli en hann skoraði 37 stig og hitti úr sex af tólf þriggja stiga skotum sínum. Portland er nú búið að vinna fjóra leiki af sjö og er 3-1 á útivelli.

New York Knicks byrjar ekki nógu vel en liðið tapaði í nótt fyrir Utah Jazz á heimavelli, 114-109. Knicks er aðeins búið að vinna tvo af fyrstu sex leikjum sínum. Nýja ofurliðið í New York-borg ekki alveg að smella í byrjun leiktíðar.

Carmelo Anthony og Lettinn Kristaps Porzingis voru stigahæstir heimamanna með 28 stig hvor en Anthony tók níu fráköst að auki, einu fleira heldur en lettneski risinn sem setti niður þrjár þriggja stiga körfur. Melo var núll af sjö fyrir utan þriggja stiga línuna.

Úrslit næturinnar:

NY Knicks - Utah Jazz 109-114

Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 94-1000

Toronto Raptors - Sacramento Kings 91-96

Dallas Mavericks - Milwaukee Bucks 86-75

Boston Celtics - Denver Nuggets 107-123

LA Lakers - Phoenix Suns 119-108

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×