Baldur telur Bjarna dreyma um samstarf við Katrínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2016 20:58 Bjarni Benediktsson var komin í græna peysu þegar hann fundaði með formönnum flokkanna í ráðherrabústaðnum í vikunni. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson er að gefa Vinstri grænum tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hópur forystumanna VG virðist spenntur fyrir því að fara í samstarf og reynir á bak við tjöldin að sannfæra efasemdamenn í flokknum ágæti þess. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Baldurs Þórhallssonar stjórnmálafræðings. Baldur, sem fylgst hefur grannt með gangi mála í aðdraganda kosninga og eftir að niðurstöður lá fyrir hefur tekið saman það sem hann kallar ellefu athyglisverða þætt er varða þreyfingar um stjórnarmyndun. Í dag er vika liðin frá kosningum, Bjarni Benediktsson með stjórnarmyndunarumboð og hefur rætt við alla flokka. Hann ætlaði að nota helgina til að hugsa málið en fyrir liggur að hann ætlaði að tilkynna forseta Íslands um gang mála um helgina eða snemma í næstu viku.Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á leið til fundar við Bjarna Ben í vikunni.vísir/anton brinkMeðal annarra athyglisverðra punkta sem Baldur nefnir er hve Viðreisn sé mun viljugra að leita til hægri en vinstri. Strax eftir að fyrstu tölur voru birtar á laugardag hafi flokkurinn snúið sé til hægri. Vegna þessa ákafa Viðreisnar til að vinna til hægri, eins og Baldur metur stöðuna, hefur Sjálfstæðisflokkurinn flest tromp á hendi í augnablikinu. „Hann notar þau til að reyna að mynda draumastjórn margra Sjálfstæðismanna – samsteypustjórn með VG – þar sem Framsóknarflokkurinn flýtur með.“Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er sagður líta til hægri eins og hann gerir á þessari mynd.Vísir/ErnirNeitar að horfa til XB og XD Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur þó endurtekið sagt að flokkurinn muni ekki fara í ríkisstjórn með fráfarandi stjórnarflokkunum tveimur. Síðast í dag. „Við höfum sagt mjög skýrt að við ætlum ekki að fara í stjórn með þessum tveimur flokkum saman,“ sagði Bendikt í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Björt framtíð og Viðreisn virðast nánir flokkar í þeim viðræðum sem standa yfir en formenn flokkanna tvímenntu á fund með Bjarna í vikunni. Benedikt útilokar að ríkisstjórn með flokkana fjóra, stjórnarflokkana fráfarandi, Viðreisn og Björt framtíð verði mynduð. „Nei, nei og ég held að þau (Björt Framtíð) hafi engan áhuga á því heldur.“ Að neðan má sjá samantekt Baldurs um stöðuna, eins og hún er að hans mati, þegar vika er frá kjördegi. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, telur greiningu Baldurs „spot on“.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor.vísir/hannaFyrirvari Baldurs:Hér er ekki talið upp það sem ljóst var fyrir kosningar eins og vilji forystu Sjálfstæðisflokksins að vinna með VG og Framsóknarflokknum og það að Framsóknarflokkurinn talar bæði til hægri og vinstri.1. Hópur forystumanna VG virðist vera spenntur fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum. Hann reynir bak við tjöldin að sannfæra efasemdamenn í flokknum um ágæti þess. 2. Viðreisn snéru sér umsvifalaust til hægri eftir að fyrstu tölur voru birtar. Fimm flokka ríkisstjórn til vinstri er útilokuð og talað fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. 3. Björt framtíð klauf sig umsvifalaust frá Pírata/vinstriblokkinni. 4. Björt framtíð og Viðreisn mynduðu frjálslyndisbandalag. 5. Forystumenn flestra flokka virðast ekki treysta Pírötum til að sitja í ríkisstjórn eða verja minnihlutastjórn hlutleysi, til þess séu þeir of óútreiknanlegir. 6. Píratar bjóðast til að sitja utan stjórnar og styðja minnihlutstjórn VG, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. 7. Kosninganóttin var vart liðinn þegar Pírata/vinstriblokkinn hrundi. 8. Varla er hægt að túlka þau rólegheit sem eru yfir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum öðru vísi en að formaður Sjálfstæðisflokksins sé að gefa VG tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 9. Varla er hægt að túlka þau rólegheit sem eru yfir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum öðru vísi en að forsetinn sé að gefa VG tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 10. Sjálfstæðisflokkurinn virðist miklu frekar vilja vinna með Framsóknarflokknum og VG en Viðreisn og Bjartri framtíð. 11. Vegna ákafa Viðreisnar að vinna til hægri hefur Sjálfstæðisflokkurinn flest tromp á hendi í augnablikinu. Hann notar þau til að reyna að mynda draumastjórn margra Sjálfstæðismanna – samsteypustjórn með VG – þar sem Framsóknarflokkurinn flýtur með. Þessir atriði fylgja í kjölfarið á 11 atriðum sem voru taldir markverðastir varðandi fylgi flokkanna í alþjóðlegum samanburði þegar vika var til kosninga. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Bjarni Benediktsson er að gefa Vinstri grænum tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hópur forystumanna VG virðist spenntur fyrir því að fara í samstarf og reynir á bak við tjöldin að sannfæra efasemdamenn í flokknum ágæti þess. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Baldurs Þórhallssonar stjórnmálafræðings. Baldur, sem fylgst hefur grannt með gangi mála í aðdraganda kosninga og eftir að niðurstöður lá fyrir hefur tekið saman það sem hann kallar ellefu athyglisverða þætt er varða þreyfingar um stjórnarmyndun. Í dag er vika liðin frá kosningum, Bjarni Benediktsson með stjórnarmyndunarumboð og hefur rætt við alla flokka. Hann ætlaði að nota helgina til að hugsa málið en fyrir liggur að hann ætlaði að tilkynna forseta Íslands um gang mála um helgina eða snemma í næstu viku.Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á leið til fundar við Bjarna Ben í vikunni.vísir/anton brinkMeðal annarra athyglisverðra punkta sem Baldur nefnir er hve Viðreisn sé mun viljugra að leita til hægri en vinstri. Strax eftir að fyrstu tölur voru birtar á laugardag hafi flokkurinn snúið sé til hægri. Vegna þessa ákafa Viðreisnar til að vinna til hægri, eins og Baldur metur stöðuna, hefur Sjálfstæðisflokkurinn flest tromp á hendi í augnablikinu. „Hann notar þau til að reyna að mynda draumastjórn margra Sjálfstæðismanna – samsteypustjórn með VG – þar sem Framsóknarflokkurinn flýtur með.“Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er sagður líta til hægri eins og hann gerir á þessari mynd.Vísir/ErnirNeitar að horfa til XB og XD Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur þó endurtekið sagt að flokkurinn muni ekki fara í ríkisstjórn með fráfarandi stjórnarflokkunum tveimur. Síðast í dag. „Við höfum sagt mjög skýrt að við ætlum ekki að fara í stjórn með þessum tveimur flokkum saman,“ sagði Bendikt í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Björt framtíð og Viðreisn virðast nánir flokkar í þeim viðræðum sem standa yfir en formenn flokkanna tvímenntu á fund með Bjarna í vikunni. Benedikt útilokar að ríkisstjórn með flokkana fjóra, stjórnarflokkana fráfarandi, Viðreisn og Björt framtíð verði mynduð. „Nei, nei og ég held að þau (Björt Framtíð) hafi engan áhuga á því heldur.“ Að neðan má sjá samantekt Baldurs um stöðuna, eins og hún er að hans mati, þegar vika er frá kjördegi. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, telur greiningu Baldurs „spot on“.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor.vísir/hannaFyrirvari Baldurs:Hér er ekki talið upp það sem ljóst var fyrir kosningar eins og vilji forystu Sjálfstæðisflokksins að vinna með VG og Framsóknarflokknum og það að Framsóknarflokkurinn talar bæði til hægri og vinstri.1. Hópur forystumanna VG virðist vera spenntur fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum. Hann reynir bak við tjöldin að sannfæra efasemdamenn í flokknum um ágæti þess. 2. Viðreisn snéru sér umsvifalaust til hægri eftir að fyrstu tölur voru birtar. Fimm flokka ríkisstjórn til vinstri er útilokuð og talað fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. 3. Björt framtíð klauf sig umsvifalaust frá Pírata/vinstriblokkinni. 4. Björt framtíð og Viðreisn mynduðu frjálslyndisbandalag. 5. Forystumenn flestra flokka virðast ekki treysta Pírötum til að sitja í ríkisstjórn eða verja minnihlutastjórn hlutleysi, til þess séu þeir of óútreiknanlegir. 6. Píratar bjóðast til að sitja utan stjórnar og styðja minnihlutstjórn VG, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. 7. Kosninganóttin var vart liðinn þegar Pírata/vinstriblokkinn hrundi. 8. Varla er hægt að túlka þau rólegheit sem eru yfir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum öðru vísi en að formaður Sjálfstæðisflokksins sé að gefa VG tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 9. Varla er hægt að túlka þau rólegheit sem eru yfir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum öðru vísi en að forsetinn sé að gefa VG tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 10. Sjálfstæðisflokkurinn virðist miklu frekar vilja vinna með Framsóknarflokknum og VG en Viðreisn og Bjartri framtíð. 11. Vegna ákafa Viðreisnar að vinna til hægri hefur Sjálfstæðisflokkurinn flest tromp á hendi í augnablikinu. Hann notar þau til að reyna að mynda draumastjórn margra Sjálfstæðismanna – samsteypustjórn með VG – þar sem Framsóknarflokkurinn flýtur með. Þessir atriði fylgja í kjölfarið á 11 atriðum sem voru taldir markverðastir varðandi fylgi flokkanna í alþjóðlegum samanburði þegar vika var til kosninga.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira