Dósent í stjórnmálafræði: Í hendi Benedikts hvort það verður mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 17:45 Dósent í stjórnmálafræði segir formann Viðreisnar í lykilstöðu í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. vísir Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar í sterkustu stöðunni varðandi komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir að þó að það séu vissulega breyttir tímar í pólitíkinni þá sé það enn eins og svo gjarnan áður að miðjuflokkur sé í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn. „Þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hér á árum áður verið stór þá var hann ekki í þeirri stöðu að geta myndað ríkisstjórn einn heldur þurfti hann að fara með Framsókn eða Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn rann svo inn í Samfylkinguna sem í langan tíma var mótfallin því að vera í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn allt þar til að hún sá fram á að hún kæmist ekki í stjórn eftir öðrum leiðum því VG var ekki nógu stór á þeim tíma,“ segir Stefanía í samtali við Vísi.Megi gera ráð fyrir að ESB sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn Hún nefnir að Viðreisn hafi byrjað sem klofningur frá Sjálfstæðisflokknum, um eitt tiltekið málefni, það er áframhald viðræðna við ESB og vísar í loforð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 um að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Þannig að það má gera ráð fyrir því að þetta sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn, það er að vita hvort að það sé eitthvað framhaldslíf í þessari ESB-umsókn, og svo eitthvað takmarkað uppboð á aflaheimildum en ég held að það sé ekki neitt sem Sjálfstæðisflokkurinn sé spenntur fyrir. Þannig að ég býst við að nú taki við einhvers konar biðleikur,“ segir Stefanía. Þá bendir hún á að Benedikt geti síðan líka snúið sér til vinstri. Ef að Píratar og Samfylkingin færu ekki inn í slíka stjórn þá yrði um einhvers konar minnihlutastjórn að ræða með stuðningi þeirra en Stefanía bendir á að með sinn þingstyrk gætu Píratar haft slíka stjórn algerlega í hendi sér og stjórnað því hvaða mál færu í gegn og hvaða mál ekki.Afskrifar ekki að Bjarni geti myndað ríkisstjórn „En Benedikt er þarna á miðjunni og það er dálítið í hans hendi hvort það verði mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri.“ Stefanía afskrifar það ekki að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn og bendir á að sterkur meirihluti sé ekki endilega ávísun á það að ríkisstjórn lifi kjörtímabilið af. Í því samhengi bendir hún á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sem hafði ríflegan meirihluta á þingi en hrökklaðist frá í hruninu. Hún segir að staðan muni að öllum líkindum skýrast um helgina eða rétt eftir helgi. „Þá kemur í ljós hvort að einhverjir taka boði Bjarna um að hefja viðræður og ef að það fara formlegar viðræður í gang þá gæti alveg tekið einhvern tíma að ganga frá stjórnarsáttmálanum,“ segir Stefanía. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar í sterkustu stöðunni varðandi komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir að þó að það séu vissulega breyttir tímar í pólitíkinni þá sé það enn eins og svo gjarnan áður að miðjuflokkur sé í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn. „Þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hér á árum áður verið stór þá var hann ekki í þeirri stöðu að geta myndað ríkisstjórn einn heldur þurfti hann að fara með Framsókn eða Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn rann svo inn í Samfylkinguna sem í langan tíma var mótfallin því að vera í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn allt þar til að hún sá fram á að hún kæmist ekki í stjórn eftir öðrum leiðum því VG var ekki nógu stór á þeim tíma,“ segir Stefanía í samtali við Vísi.Megi gera ráð fyrir að ESB sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn Hún nefnir að Viðreisn hafi byrjað sem klofningur frá Sjálfstæðisflokknum, um eitt tiltekið málefni, það er áframhald viðræðna við ESB og vísar í loforð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 um að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Þannig að það má gera ráð fyrir því að þetta sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn, það er að vita hvort að það sé eitthvað framhaldslíf í þessari ESB-umsókn, og svo eitthvað takmarkað uppboð á aflaheimildum en ég held að það sé ekki neitt sem Sjálfstæðisflokkurinn sé spenntur fyrir. Þannig að ég býst við að nú taki við einhvers konar biðleikur,“ segir Stefanía. Þá bendir hún á að Benedikt geti síðan líka snúið sér til vinstri. Ef að Píratar og Samfylkingin færu ekki inn í slíka stjórn þá yrði um einhvers konar minnihlutastjórn að ræða með stuðningi þeirra en Stefanía bendir á að með sinn þingstyrk gætu Píratar haft slíka stjórn algerlega í hendi sér og stjórnað því hvaða mál færu í gegn og hvaða mál ekki.Afskrifar ekki að Bjarni geti myndað ríkisstjórn „En Benedikt er þarna á miðjunni og það er dálítið í hans hendi hvort það verði mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri.“ Stefanía afskrifar það ekki að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn og bendir á að sterkur meirihluti sé ekki endilega ávísun á það að ríkisstjórn lifi kjörtímabilið af. Í því samhengi bendir hún á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sem hafði ríflegan meirihluta á þingi en hrökklaðist frá í hruninu. Hún segir að staðan muni að öllum líkindum skýrast um helgina eða rétt eftir helgi. „Þá kemur í ljós hvort að einhverjir taka boði Bjarna um að hefja viðræður og ef að það fara formlegar viðræður í gang þá gæti alveg tekið einhvern tíma að ganga frá stjórnarsáttmálanum,“ segir Stefanía.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16
Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44
Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00