Katrín: Ekkert launungarmál að Benedikt vill leiða stjórnarmyndunarviðræður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 14:23 Benedikt Jóhannesson og Katrín Jakobsdóttir. vísir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. Greint var frá því á forsíðu Fréttablaðsins í dag að sú hugmynd hafi verið rædd á fundi Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna á fundi flokkanna á miðvikudag að Benedikt myndi verða forsætisráðherra í fjögurra flokka ríkisstjórn þessara flokka og Sjálfstæðisflokksins. Benedikt kannaðist hins vegar ekkert við umræður um slíkt í samtali við Vísi í morgun og þá sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar að pælingar á þessum fundi hefðu ekki verið svo djúpar varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. „Það er ekkert launungarmál að Benedikt hefur lýst því yfir opinberlega að hann vilji leiða þessar viðræður,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Aðspurð hvort að þessi hugmynd hafi verið rædd á fundinum, að Benedikt myndi leiða ríkisstjórn, segist Katrín ekki vilja fara út í það hvað rætt var á fundinum þar sem hann hafi verið óformlegur. Í þessu samhengi liggur beinast við að spyrja hvað Katrínu þykir um ummæli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði að það væri ljóst í viðræðum við Vinstri græna að þar bæri langmest á milli. „En ég hef verið að velta því upp hvort að þau atriði þar sem mest ber í milli séu þau mál sem helst verði á dagskrá á næstu árum. Það er ekki endilega augljóst,“ sagði Bjarni í gær en aðspurð um hvort hún sé sammála formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi þetta segist Katrín ekkert vilja tjá sig um það. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. Greint var frá því á forsíðu Fréttablaðsins í dag að sú hugmynd hafi verið rædd á fundi Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna á fundi flokkanna á miðvikudag að Benedikt myndi verða forsætisráðherra í fjögurra flokka ríkisstjórn þessara flokka og Sjálfstæðisflokksins. Benedikt kannaðist hins vegar ekkert við umræður um slíkt í samtali við Vísi í morgun og þá sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar að pælingar á þessum fundi hefðu ekki verið svo djúpar varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. „Það er ekkert launungarmál að Benedikt hefur lýst því yfir opinberlega að hann vilji leiða þessar viðræður,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Aðspurð hvort að þessi hugmynd hafi verið rædd á fundinum, að Benedikt myndi leiða ríkisstjórn, segist Katrín ekki vilja fara út í það hvað rætt var á fundinum þar sem hann hafi verið óformlegur. Í þessu samhengi liggur beinast við að spyrja hvað Katrínu þykir um ummæli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði að það væri ljóst í viðræðum við Vinstri græna að þar bæri langmest á milli. „En ég hef verið að velta því upp hvort að þau atriði þar sem mest ber í milli séu þau mál sem helst verði á dagskrá á næstu árum. Það er ekki endilega augljóst,“ sagði Bjarni í gær en aðspurð um hvort hún sé sammála formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi þetta segist Katrín ekkert vilja tjá sig um það.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00
Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44
Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13