Leitin hefur engan árangur borið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2016 19:23 Um þrjú hundruð og tuttugu björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu hafa leitað án árangurs að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki til baka eftir veiðar í gærkvöldi. Aðstæður til leitar hafa verið erfiðar sökum veðurs og færðar. Áfram verður leitað í kvöld og í nótt og hefur verið kallað eftir fleira björgunarsveitafólki svo hægt verði að leita af krafti þegar birtir í fyrramálið, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir allt frá Eyjafirði suður í Öræfasveit auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi til leitar að rjúpnaskyttu sem fór frá sumarhúsabyggð í landi Einarsstaða á Héraði mitt á milli Egilsstaða og Hallormsstaða. Leitað hefur verið stöðugt frá því í gærkvöldi en á annað hundrað björgunarsveitarmenn auk sporhunda leita í hverri lotu. Leitarskilyrði í gærkvöldi voru nokkuð góð en þegar leið á nóttina urðu skilyrðin erfiðari og gat þyrla Landhelgisgæslunnar ekki getað tekið þátt í leitinni fyrr en nú undir kvöld vegna veðurs. „í dag hafa þeirra bara verið að fókúsera á þessi svæði frá þeim stað þar sem hinn týndi sást síðast,“ sagði Einar Daníelsson, stjórnandi í aðgerðarstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Leitarsvæðið er erfitt yfirferðar og um allnokkurt skóglendi og hafa aðstæður verið þannig að of mikill snjór er fyrir fjór- og sexhjól en of lítill fyrir vélsleða. Leitarfólk hefur því farið um leitarsvæðið fótgangandi eða á þrúgum og skíðum. Rúmlega fimmtíu björgunarsveitarmenn auk fleiri leitarhunda voru um hádegisbil í dag sendir með flugvél frá Flugfélagi Íslands til Egilsstaða þar sem þeir taka þátt í leitinni. Alls hafa um 370 björgunarsveitarmann víðs vegar af landinu komið að leitinni. Í gærkvöldi beindist leitin einkum að Ketilstaðaöxl þar sem ferðafélagar mannsins töldu sig hafa séð hann síðast en það svæði var hraðleitað í gærkvöld og í nótt allt út undir Útnyrðingsstaði. Þá hefur einnig verið leitað austur að Köldikvíslardal. Ekki hefur reynst unnt að notast við miðunarbúnað vegna farsíma mannsins þar sem vitað er að hann er ekki með farsíma meðferðis en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hann að öðru leiti nokkuð vel útbúinn og vel á sig kominn. „Hann er í góðum utan yfir flíkum með og í ull og flís innan undir. Hann er með hund meðferðis. Labrador hund sem virðist vel taminn og vanur veiði hundur,. Það verður leitað alveg fram í dimmu og svo munum við hafa einhvers konar vita. Við munum hafa fólk með ljós að einhverju leiti yfir nóttina“ segir Einar. Veiðimanni á rjúpu bjargað Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Um þrjú hundruð og tuttugu björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu hafa leitað án árangurs að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki til baka eftir veiðar í gærkvöldi. Aðstæður til leitar hafa verið erfiðar sökum veðurs og færðar. Áfram verður leitað í kvöld og í nótt og hefur verið kallað eftir fleira björgunarsveitafólki svo hægt verði að leita af krafti þegar birtir í fyrramálið, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir allt frá Eyjafirði suður í Öræfasveit auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi til leitar að rjúpnaskyttu sem fór frá sumarhúsabyggð í landi Einarsstaða á Héraði mitt á milli Egilsstaða og Hallormsstaða. Leitað hefur verið stöðugt frá því í gærkvöldi en á annað hundrað björgunarsveitarmenn auk sporhunda leita í hverri lotu. Leitarskilyrði í gærkvöldi voru nokkuð góð en þegar leið á nóttina urðu skilyrðin erfiðari og gat þyrla Landhelgisgæslunnar ekki getað tekið þátt í leitinni fyrr en nú undir kvöld vegna veðurs. „í dag hafa þeirra bara verið að fókúsera á þessi svæði frá þeim stað þar sem hinn týndi sást síðast,“ sagði Einar Daníelsson, stjórnandi í aðgerðarstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Leitarsvæðið er erfitt yfirferðar og um allnokkurt skóglendi og hafa aðstæður verið þannig að of mikill snjór er fyrir fjór- og sexhjól en of lítill fyrir vélsleða. Leitarfólk hefur því farið um leitarsvæðið fótgangandi eða á þrúgum og skíðum. Rúmlega fimmtíu björgunarsveitarmenn auk fleiri leitarhunda voru um hádegisbil í dag sendir með flugvél frá Flugfélagi Íslands til Egilsstaða þar sem þeir taka þátt í leitinni. Alls hafa um 370 björgunarsveitarmann víðs vegar af landinu komið að leitinni. Í gærkvöldi beindist leitin einkum að Ketilstaðaöxl þar sem ferðafélagar mannsins töldu sig hafa séð hann síðast en það svæði var hraðleitað í gærkvöld og í nótt allt út undir Útnyrðingsstaði. Þá hefur einnig verið leitað austur að Köldikvíslardal. Ekki hefur reynst unnt að notast við miðunarbúnað vegna farsíma mannsins þar sem vitað er að hann er ekki með farsíma meðferðis en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hann að öðru leiti nokkuð vel útbúinn og vel á sig kominn. „Hann er í góðum utan yfir flíkum með og í ull og flís innan undir. Hann er með hund meðferðis. Labrador hund sem virðist vel taminn og vanur veiði hundur,. Það verður leitað alveg fram í dimmu og svo munum við hafa einhvers konar vita. Við munum hafa fólk með ljós að einhverju leiti yfir nóttina“ segir Einar.
Veiðimanni á rjúpu bjargað Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira