Hafa fundið stærstu olíulind Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2016 10:06 Vísir/Getty Vísindamenn í Bandaríkjunum segjast hafa fundið stærstu olíulind sem fundist hafi í Bandaríkjunum. Hún sé mun stærri en aðrar olíulindir Bandaríkjanna. Talið er að mögulega séu um 20 milljarðar tunna af olíu í lindinni og um 1,6 milljarður tunna af gasi.Samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna fannst olíulindin í Texas og er hún um þrefalt stærri en stærsta olíulindin sem hefur fundist hingað til, sem er í Norður Dakota.Yfirlit yfir olíulindina.Mynd/Jarðvísindastofnun BandaríkjannaÁ vef CNN kemur fram að lengi hafi verið talið að olía væri á svæðinu en umfang hennar hafi ekki verið vitað hingað til. Sérfræðingar telja þó að olían muni liggja þarna um nokkuð skeið þar sem lágt olíuverð hefur dregið verulega úr uppsetningu nýrra dælna í Bandaríkjunum. Olía hefur verið unnin á svæðinu frá níunda áratugi síðustu aldar með hefðbundnum lóðréttum dælum. Hins vegar hafa fyrirtæki farið að snúa sér að bergbroti og hallandi dælum til að ná olíu úr jörðu sem ekki hefur verið hægt að ná í hingað til. Olíuvinnsla hefur aukist gífurlega í Bandaríkjunum á síðustu árum með tilkomu bergbrots. Árið 2000 voru um 23 þúsund bergbrotsdælur notaðar þar í landi og dældu þær um 102 þúsund tunnum af olíu úr jörðu á degi hverjum. Síðasta mars voru 300 þúsund slíkar dælur í notkun og dældu þær um 4,3 milljónum tunna á dag. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vísindamenn í Bandaríkjunum segjast hafa fundið stærstu olíulind sem fundist hafi í Bandaríkjunum. Hún sé mun stærri en aðrar olíulindir Bandaríkjanna. Talið er að mögulega séu um 20 milljarðar tunna af olíu í lindinni og um 1,6 milljarður tunna af gasi.Samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna fannst olíulindin í Texas og er hún um þrefalt stærri en stærsta olíulindin sem hefur fundist hingað til, sem er í Norður Dakota.Yfirlit yfir olíulindina.Mynd/Jarðvísindastofnun BandaríkjannaÁ vef CNN kemur fram að lengi hafi verið talið að olía væri á svæðinu en umfang hennar hafi ekki verið vitað hingað til. Sérfræðingar telja þó að olían muni liggja þarna um nokkuð skeið þar sem lágt olíuverð hefur dregið verulega úr uppsetningu nýrra dælna í Bandaríkjunum. Olía hefur verið unnin á svæðinu frá níunda áratugi síðustu aldar með hefðbundnum lóðréttum dælum. Hins vegar hafa fyrirtæki farið að snúa sér að bergbroti og hallandi dælum til að ná olíu úr jörðu sem ekki hefur verið hægt að ná í hingað til. Olíuvinnsla hefur aukist gífurlega í Bandaríkjunum á síðustu árum með tilkomu bergbrots. Árið 2000 voru um 23 þúsund bergbrotsdælur notaðar þar í landi og dældu þær um 102 þúsund tunnum af olíu úr jörðu á degi hverjum. Síðasta mars voru 300 þúsund slíkar dælur í notkun og dældu þær um 4,3 milljónum tunna á dag.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira