Sýklalyfjanotkun sem fyrr mest á Íslandi af Norðurlöndunum Svavar Hávarðsson skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Ávísanir á sýklalyf eru áfram hlutfallslega mestar hjá börnum 0-4 ára. vísir/pjetur Sýklalyfjanotkun er sem fyrr hæst á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin, en er um miðbik ef miðað er við öll Evrópulönd. Hins vegar er sýklalyfjanotkun hjá dýrum hér á landi áfram ein sú minnsta í Evrópu og hefur minnkað stöðugt frá 2010. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu sóttvarnalæknis um sýklalyfjanotkun hjá mönnum og dýrum. Kostnaður vegna sýklalyfja á verðlagi ársins 2015 var um milljarður króna, heldur hærri en á árinu 2014 og var hann í fjórða sæti yfir söluverðmæti allra lyfjaflokka á Íslandi. Hins vegar var kostnaður sýkingalyfja hjá dýrum rúmlega 120 milljónir króna, heldur hærri en á árinu 2014. Heildarsala sýklalyfja hjá mönnum jókst um tæp fjögur prósent á milli áranna 2014 og 2015 en salan hafði áður verið minnkandi frá 2010. Þessi aukning 2014-2015 virðist einkum skýrast af aukinni notkun innan heilbrigðisstofnana en á því eru ekki fullnægjandi skýringar, að sögn sóttvarnalæknis. „Af skýrslunni má draga þá ályktun að enn eigum við Íslendingar nokkuð í land með að draga úr notkun sýklalyfja hjá mönnum og draga þannig úr hættunni á útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. […] Til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis þurfa margir aðilar hér á landi að taka höndum saman […] stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja innan sem utan heilbrigðisstofnana, halda sýklalyfjanotkun áfram í lágmarki hjá dýrum, byggja upp viðunandi salernisaðstöðu fyrir ferðamenn og efla eftirlit með bakteríum í innlendum sem erlendum ferskum kjötvörum. Aðeins á þann hátt munum við ná árangri í baráttunni gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis,“ segir í skýrslunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Sýklalyfjanotkun er sem fyrr hæst á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin, en er um miðbik ef miðað er við öll Evrópulönd. Hins vegar er sýklalyfjanotkun hjá dýrum hér á landi áfram ein sú minnsta í Evrópu og hefur minnkað stöðugt frá 2010. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu sóttvarnalæknis um sýklalyfjanotkun hjá mönnum og dýrum. Kostnaður vegna sýklalyfja á verðlagi ársins 2015 var um milljarður króna, heldur hærri en á árinu 2014 og var hann í fjórða sæti yfir söluverðmæti allra lyfjaflokka á Íslandi. Hins vegar var kostnaður sýkingalyfja hjá dýrum rúmlega 120 milljónir króna, heldur hærri en á árinu 2014. Heildarsala sýklalyfja hjá mönnum jókst um tæp fjögur prósent á milli áranna 2014 og 2015 en salan hafði áður verið minnkandi frá 2010. Þessi aukning 2014-2015 virðist einkum skýrast af aukinni notkun innan heilbrigðisstofnana en á því eru ekki fullnægjandi skýringar, að sögn sóttvarnalæknis. „Af skýrslunni má draga þá ályktun að enn eigum við Íslendingar nokkuð í land með að draga úr notkun sýklalyfja hjá mönnum og draga þannig úr hættunni á útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. […] Til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis þurfa margir aðilar hér á landi að taka höndum saman […] stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja innan sem utan heilbrigðisstofnana, halda sýklalyfjanotkun áfram í lágmarki hjá dýrum, byggja upp viðunandi salernisaðstöðu fyrir ferðamenn og efla eftirlit með bakteríum í innlendum sem erlendum ferskum kjötvörum. Aðeins á þann hátt munum við ná árangri í baráttunni gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis,“ segir í skýrslunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira