Viðeigandi endir á frábæru ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2016 06:00 Sverrir Ingi hefur nú skorað þrjú mörk í níu landsleikjum. vísir/getty Sögulegu landsliðsári lauk í gær þegar Ísland bar sigurorð af Möltu með tveimur mörkum gegn engu í vináttulandsleik á Ta’Qali-leikvanginum á Möltu. Leikurinn í gær var með þeim auðgleymanlegri á árinu 2016 þar sem íslensku strákarnir skrifuðu nýjan kafla í fótboltasögu þjóðarinnar. En sigur er sigur og það var viðeigandi að enda árið 2016 á einum slíkum. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari gerði tíu breytingar frá tapleiknum gegn Króatíu á laugardaginn. Aðeins Birkir Már Sævarsson hélt stöðu sinni. Leikmenn sem hafa staðið við þröskuldinn á landsliðinu fengu tækifæri og nýttu það misvel. Eins og við mátti búast var Ísland sterkari aðilinn í leiknum enda 157 sætum fyrir ofan Möltu á styrkleikalista FIFA. Íslenska liðið spilaði þó ekki neinn glansbolta og náði of sjaldan að setja Maltverja undir alvöru pressu. Viðar Örn Kjartansson, sem átti að sumra mati að fá tækifæri í byrjunarliðinu gegn Króötum, var nokkuð ágengur upp við mark heimamanna í fyrri hálfleik en hvarf í þeim seinni. Staðan var markalaus í hálfleik en strax á annarri mínútu seinni hálfleiks braut Arnór Ingvi Traustason ísinn. Hann fékk þá boltann vinstra megin í vítateignum og lét vaða, boltinn fór í stöngina, í Andrew Hogg, markvörð Möltu, og inn. Skömmu síðar fékk Arnór Ingvi gott færi til að skora sitt annað mark en hitti ekki boltann. Maltverjar gerðu sig sjaldan líklega til að jafna metin og ógnuðu aðallega með langskotum. Íslendingar sköpuðu sér heldur ekki nein teljandi færi og sá litli botn sem var í leiknum datt úr honum. Ísland bætti öðru marki við áður en yfir lauk. Það gerði miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason með góðum skalla eftir hornspyrnu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Íslenska liðið ógnaði einna helst eftir hornspyrnur í gær en í fyrri hálfleik átti Hólmar Örn Eyjólfsson skalla sem var bjargað á línu. Fátt markvert gerðist eftir þetta og leikurinn fjaraði út. Sigurinn var vel þeginn en frammistaðan var misjöfn. Íslenska liðið lenti þó aldrei í vandræðum og það var kannski erfitt að fara fram á fimm stjörnu frammistöðu hjá liði sem hefur aldrei spilað saman. Sögulegu landsliðsári er nú lokið. EM-ævintýrið stendur að sjálfsögðu upp úr og gleymist seint. Ferðin á næsta stórmót, HM 2018, hófst svo í haust og hefur gengið ágætlega hingað til. Sjö stig eftir fjóra leiki, þar af tvo erfiða útileiki, er fínasta uppskera og möguleikinn á að tryggja sér farseðil til Rússlands er svo sannarlega til staðar. Það hefur reynt á breiddina í íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni HM í haust og það er ljóst að það má ekki mikið út af bera. En ef lykilmenn haldast heilir og leikmenn sem eru við landsliðsþröskuldinn stíga upp er engin ástæða fyrir því að árið 2017 geti ekki orðið gott. Það verður þó aldrei jafn gott og árið 2016 enda samanburðurinn ósanngjarn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ólafur Ingi: Mikill heiður að vera fyrirliði Ólafur Ingi Skúlason bar fyrirliðabandið þegar Ísland vann Möltu með tveimur mörkum gegn engu í vináttulandsleik á Möltu í kvöld. Hann kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu íslenska liðsins. 15. nóvember 2016 21:38 Umfjöllun: Malta - Ísland 0-2 | Strákarnir gerðu það sem til þurfti á Möltu | Sjáðu mörkin Íslands vann 2-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik sem fram fór á Ta'Qali-vellinum í kvöld. 15. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Sögulegu landsliðsári lauk í gær þegar Ísland bar sigurorð af Möltu með tveimur mörkum gegn engu í vináttulandsleik á Ta’Qali-leikvanginum á Möltu. Leikurinn í gær var með þeim auðgleymanlegri á árinu 2016 þar sem íslensku strákarnir skrifuðu nýjan kafla í fótboltasögu þjóðarinnar. En sigur er sigur og það var viðeigandi að enda árið 2016 á einum slíkum. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari gerði tíu breytingar frá tapleiknum gegn Króatíu á laugardaginn. Aðeins Birkir Már Sævarsson hélt stöðu sinni. Leikmenn sem hafa staðið við þröskuldinn á landsliðinu fengu tækifæri og nýttu það misvel. Eins og við mátti búast var Ísland sterkari aðilinn í leiknum enda 157 sætum fyrir ofan Möltu á styrkleikalista FIFA. Íslenska liðið spilaði þó ekki neinn glansbolta og náði of sjaldan að setja Maltverja undir alvöru pressu. Viðar Örn Kjartansson, sem átti að sumra mati að fá tækifæri í byrjunarliðinu gegn Króötum, var nokkuð ágengur upp við mark heimamanna í fyrri hálfleik en hvarf í þeim seinni. Staðan var markalaus í hálfleik en strax á annarri mínútu seinni hálfleiks braut Arnór Ingvi Traustason ísinn. Hann fékk þá boltann vinstra megin í vítateignum og lét vaða, boltinn fór í stöngina, í Andrew Hogg, markvörð Möltu, og inn. Skömmu síðar fékk Arnór Ingvi gott færi til að skora sitt annað mark en hitti ekki boltann. Maltverjar gerðu sig sjaldan líklega til að jafna metin og ógnuðu aðallega með langskotum. Íslendingar sköpuðu sér heldur ekki nein teljandi færi og sá litli botn sem var í leiknum datt úr honum. Ísland bætti öðru marki við áður en yfir lauk. Það gerði miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason með góðum skalla eftir hornspyrnu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Íslenska liðið ógnaði einna helst eftir hornspyrnur í gær en í fyrri hálfleik átti Hólmar Örn Eyjólfsson skalla sem var bjargað á línu. Fátt markvert gerðist eftir þetta og leikurinn fjaraði út. Sigurinn var vel þeginn en frammistaðan var misjöfn. Íslenska liðið lenti þó aldrei í vandræðum og það var kannski erfitt að fara fram á fimm stjörnu frammistöðu hjá liði sem hefur aldrei spilað saman. Sögulegu landsliðsári er nú lokið. EM-ævintýrið stendur að sjálfsögðu upp úr og gleymist seint. Ferðin á næsta stórmót, HM 2018, hófst svo í haust og hefur gengið ágætlega hingað til. Sjö stig eftir fjóra leiki, þar af tvo erfiða útileiki, er fínasta uppskera og möguleikinn á að tryggja sér farseðil til Rússlands er svo sannarlega til staðar. Það hefur reynt á breiddina í íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni HM í haust og það er ljóst að það má ekki mikið út af bera. En ef lykilmenn haldast heilir og leikmenn sem eru við landsliðsþröskuldinn stíga upp er engin ástæða fyrir því að árið 2017 geti ekki orðið gott. Það verður þó aldrei jafn gott og árið 2016 enda samanburðurinn ósanngjarn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ólafur Ingi: Mikill heiður að vera fyrirliði Ólafur Ingi Skúlason bar fyrirliðabandið þegar Ísland vann Möltu með tveimur mörkum gegn engu í vináttulandsleik á Möltu í kvöld. Hann kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu íslenska liðsins. 15. nóvember 2016 21:38 Umfjöllun: Malta - Ísland 0-2 | Strákarnir gerðu það sem til þurfti á Möltu | Sjáðu mörkin Íslands vann 2-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik sem fram fór á Ta'Qali-vellinum í kvöld. 15. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Ólafur Ingi: Mikill heiður að vera fyrirliði Ólafur Ingi Skúlason bar fyrirliðabandið þegar Ísland vann Möltu með tveimur mörkum gegn engu í vináttulandsleik á Möltu í kvöld. Hann kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu íslenska liðsins. 15. nóvember 2016 21:38
Umfjöllun: Malta - Ísland 0-2 | Strákarnir gerðu það sem til þurfti á Möltu | Sjáðu mörkin Íslands vann 2-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik sem fram fór á Ta'Qali-vellinum í kvöld. 15. nóvember 2016 20:00