Kunnur kennari krítiserar Skrekk Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2016 11:14 Ragnar Þór hefur eitt og annað út á Skrekk að setja, til að mynda það að börn setji það í samhengi við að koma fram opinberlega þetta að þá fylki að það sé einhver sem sigrar og annar sem tapar. Ragnar Þór Pétursson kennari hefur eitt og annað út Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, að setja. Hann tiltekur sérstaklega þrjú atriði sem hann segist ekki þola við Skrekk og mega heita umhugsunarefni. Ragnar Þór hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir skeleggan málflutning í einu og öðru því sem snýr að kennslu og kjörum kennara. Í gær sigraði Hagaskóli í keppninni sem fram fór í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli var í öðru sæti og Árbæjarskóli í því þriðja. Gríðarlegur fögnuður ungmenna, þá ekki síst þeirra í Vesturbænum, braust út í Borgarleikhúsinu. Hæfileikakeppnin hefur vaxið ár frá ári og vakið verulega og verðskuldaða athygli. Ragnar Þór telur Skrekk hins vegar ekki yfir gagnrýni hafinn. Í fyrsta lagi segir hann: „Keppni í listrænni sköpun. Að reynsla barns af því að stíga á svið (sem getur verið stór persónulegur sigur) fái samhengið: Sigurvegari eða tapari.“ Það sem Ragnar Þór hefur út á Skrekk að setja er í öðru lagi þetta: „Pressa um óeinlægni. Hvort sem menn eru búnir að fatta það eða ekki eru börnin stöðugt að reyna að setja á svið það sem þau halda að fullorðna fólkið vilji sjá og heyra – sem er dauði, drungi og djöfull.“ Í þriðja lagi bendir Ragnar Þór á að ekki sé jafnræði með skólunum: „Slagsíða. Í sumum hverfum eru nærri öll börn í skólunum búin að vera í skapandi námi í áratug þegar kemur að Skrekk. Í öðrum hverfum hefur tuttugasta hvert barn fengið raunverulegt listnám. Peningunum og athyglinni væri betur varið í að efla skapandi nám í vanræktum hverfum.“ Hugleiðingar Ragnars Þórs hafa vakið nokkra athygli og umræðu. Þannig bendir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur á að ef til vill megi nefna það fjórða sem er: „að kenna börnum að listir séu keppnisíþrótt.“ Skrekkur Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44 Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson kennari hefur eitt og annað út Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, að setja. Hann tiltekur sérstaklega þrjú atriði sem hann segist ekki þola við Skrekk og mega heita umhugsunarefni. Ragnar Þór hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir skeleggan málflutning í einu og öðru því sem snýr að kennslu og kjörum kennara. Í gær sigraði Hagaskóli í keppninni sem fram fór í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli var í öðru sæti og Árbæjarskóli í því þriðja. Gríðarlegur fögnuður ungmenna, þá ekki síst þeirra í Vesturbænum, braust út í Borgarleikhúsinu. Hæfileikakeppnin hefur vaxið ár frá ári og vakið verulega og verðskuldaða athygli. Ragnar Þór telur Skrekk hins vegar ekki yfir gagnrýni hafinn. Í fyrsta lagi segir hann: „Keppni í listrænni sköpun. Að reynsla barns af því að stíga á svið (sem getur verið stór persónulegur sigur) fái samhengið: Sigurvegari eða tapari.“ Það sem Ragnar Þór hefur út á Skrekk að setja er í öðru lagi þetta: „Pressa um óeinlægni. Hvort sem menn eru búnir að fatta það eða ekki eru börnin stöðugt að reyna að setja á svið það sem þau halda að fullorðna fólkið vilji sjá og heyra – sem er dauði, drungi og djöfull.“ Í þriðja lagi bendir Ragnar Þór á að ekki sé jafnræði með skólunum: „Slagsíða. Í sumum hverfum eru nærri öll börn í skólunum búin að vera í skapandi námi í áratug þegar kemur að Skrekk. Í öðrum hverfum hefur tuttugasta hvert barn fengið raunverulegt listnám. Peningunum og athyglinni væri betur varið í að efla skapandi nám í vanræktum hverfum.“ Hugleiðingar Ragnars Þórs hafa vakið nokkra athygli og umræðu. Þannig bendir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur á að ef til vill megi nefna það fjórða sem er: „að kenna börnum að listir séu keppnisíþrótt.“
Skrekkur Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44 Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44
Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30