„Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2016 11:39 Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, viðurkennir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum samningaviðræðanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Nýr kjarasamningur félaganna var undirritaður í nótt. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. „Því miður þá heltust félagar okkar í Grindavík úr lestinni. Þeir töldu sig ekki geta skrifað undir þennan samning og drógu umboð sitt til baka frá Sjómannasambandinu,“ sagði Valmundur í samtali við fréttastofu í nótt. Ástæðan fyrir því hafi verið sú að Grindvíkingarnir töldu sig ekki fá nóg út úr þeim samningum sem undirritaðir voru að sögn Valmundar.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað„Svona er þetta bara. Samninganefndin okkar var samhljóða, nema þeir, um að við gætum sætt okkur við þennan samning,“ segir Valmundur en samningurinn er til næstu tveggja ára. „En því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott.“ Valmundur segist vera þokkalega sáttur við samninginn og að ekki verði komist lengra. „Þetta var niðurstaðan og við erum þokkalega sáttir við þetta,“ segir Valmundur og bætir við að þrátt fyrir að þeir hafi þurft að gefa eitthvað eftir sé á borðinu samningur sem hann geti mælt með. Verkfalli er frestað fram á þriðjudagskvöld og verður tíminn nýttur til að kynna samninginn. Þá hefst rafræn atkvæðagreiðsla sem stendur alveg fram í miðjan desember. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, viðurkennir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum samningaviðræðanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Nýr kjarasamningur félaganna var undirritaður í nótt. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. „Því miður þá heltust félagar okkar í Grindavík úr lestinni. Þeir töldu sig ekki geta skrifað undir þennan samning og drógu umboð sitt til baka frá Sjómannasambandinu,“ sagði Valmundur í samtali við fréttastofu í nótt. Ástæðan fyrir því hafi verið sú að Grindvíkingarnir töldu sig ekki fá nóg út úr þeim samningum sem undirritaðir voru að sögn Valmundar.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað„Svona er þetta bara. Samninganefndin okkar var samhljóða, nema þeir, um að við gætum sætt okkur við þennan samning,“ segir Valmundur en samningurinn er til næstu tveggja ára. „En því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott.“ Valmundur segist vera þokkalega sáttur við samninginn og að ekki verði komist lengra. „Þetta var niðurstaðan og við erum þokkalega sáttir við þetta,“ segir Valmundur og bætir við að þrátt fyrir að þeir hafi þurft að gefa eitthvað eftir sé á borðinu samningur sem hann geti mælt með. Verkfalli er frestað fram á þriðjudagskvöld og verður tíminn nýttur til að kynna samninginn. Þá hefst rafræn atkvæðagreiðsla sem stendur alveg fram í miðjan desember.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37