„Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2016 11:39 Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, viðurkennir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum samningaviðræðanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Nýr kjarasamningur félaganna var undirritaður í nótt. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. „Því miður þá heltust félagar okkar í Grindavík úr lestinni. Þeir töldu sig ekki geta skrifað undir þennan samning og drógu umboð sitt til baka frá Sjómannasambandinu,“ sagði Valmundur í samtali við fréttastofu í nótt. Ástæðan fyrir því hafi verið sú að Grindvíkingarnir töldu sig ekki fá nóg út úr þeim samningum sem undirritaðir voru að sögn Valmundar.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað„Svona er þetta bara. Samninganefndin okkar var samhljóða, nema þeir, um að við gætum sætt okkur við þennan samning,“ segir Valmundur en samningurinn er til næstu tveggja ára. „En því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott.“ Valmundur segist vera þokkalega sáttur við samninginn og að ekki verði komist lengra. „Þetta var niðurstaðan og við erum þokkalega sáttir við þetta,“ segir Valmundur og bætir við að þrátt fyrir að þeir hafi þurft að gefa eitthvað eftir sé á borðinu samningur sem hann geti mælt með. Verkfalli er frestað fram á þriðjudagskvöld og verður tíminn nýttur til að kynna samninginn. Þá hefst rafræn atkvæðagreiðsla sem stendur alveg fram í miðjan desember. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, viðurkennir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum samningaviðræðanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Nýr kjarasamningur félaganna var undirritaður í nótt. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. „Því miður þá heltust félagar okkar í Grindavík úr lestinni. Þeir töldu sig ekki geta skrifað undir þennan samning og drógu umboð sitt til baka frá Sjómannasambandinu,“ sagði Valmundur í samtali við fréttastofu í nótt. Ástæðan fyrir því hafi verið sú að Grindvíkingarnir töldu sig ekki fá nóg út úr þeim samningum sem undirritaðir voru að sögn Valmundar.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað„Svona er þetta bara. Samninganefndin okkar var samhljóða, nema þeir, um að við gætum sætt okkur við þennan samning,“ segir Valmundur en samningurinn er til næstu tveggja ára. „En því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott.“ Valmundur segist vera þokkalega sáttur við samninginn og að ekki verði komist lengra. „Þetta var niðurstaðan og við erum þokkalega sáttir við þetta,“ segir Valmundur og bætir við að þrátt fyrir að þeir hafi þurft að gefa eitthvað eftir sé á borðinu samningur sem hann geti mælt með. Verkfalli er frestað fram á þriðjudagskvöld og verður tíminn nýttur til að kynna samninginn. Þá hefst rafræn atkvæðagreiðsla sem stendur alveg fram í miðjan desember.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37