Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2016 07:37 Frá undirrituninni í nótt. Vísir/Jóhann Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasamband Íslands skrifuðu í nótt undir nýja kjarasamninga. Samningarnir eru til næstu tveggja ára. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. Hluti skipaflotans mun því halda aftur til veiða á næstu dögum. Viðræðum verður haldið áfram í dag. „Þrátt fyrir að sjómenn hafi slitið formlegum samningaviðræðum á fimmtudag og verkfall skollið á hið sama kvöld, var ljóst að ekki bar mikið í milli aðila. Óformlegum viðræðum var því fram haldið til að reyna að þoka málum áfram og leysa þá hnúta sem urðu þess valdandi að til verkfalls kom. Sú vinna og góður vilji allra hlutaðeigandi hafa því skilað kjarasamningi sem bæði útgerð og sjómenn geta vel við unað,“ segir í tilkynningu frá SFS. Þá segir að aðilar hafi náð saman um fiskverðsmál sem deilt hafi verið um í mörg ár. „Sú meginregla hefur verið sett, að í viðskiptum á milli skyldra aðila, þ.e. útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila, skuli fiskverð að jafnaði taka mið af 80% af markaðsverði á fiskmarkaði. Að því er viðskipti með uppsjávarfisk varðar, hefur gagnsæi verið aukið, samskipti útgerða og áhafna vegna fiskverðssamninga verið styrkt og upplýsingagjöf til eftirlitsaðila verið formfest.“ Einnig var samið um hækkun kauptryggingar og í þriðja lagið var samið um aukinn orlofsrétt. Þá hafi þar að auki verið samið um 130 prósent aukningu á styrkjum til kaupa á hlífðarfötum og að fram skyldi fara óháð úttekt á öryggi og hvíldartíma sjómanna. Varðandi svokallað nýsmíðaákvæði, sem snýr að því að sjómenn taki þátt í kaupum nýrra skipa, verður það tímabundið frá 1. desember 2023. Sjómenn eiga þó eftir að samþykkja samninginn. Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna Starfsmenn ríkissáttasemjara eru byrjaðir að baka vöfflur og verið er að velja penna til að skrifa undir nýja kjarasamninga útgerðarinnar við sjómenn. 14. nóvember 2016 00:01 Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51 Guðmundur í Brim segir verkfall sjómanna arfavitlaust: „Hann skiptir engu máli“ „Þó einhver einn kall rífi kjaft sem vill fara sjó. Við látum það ekki á okkur fá, hann getur bara verið í landi eins og hinir.“ 12. nóvember 2016 20:21 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasamband Íslands skrifuðu í nótt undir nýja kjarasamninga. Samningarnir eru til næstu tveggja ára. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. Hluti skipaflotans mun því halda aftur til veiða á næstu dögum. Viðræðum verður haldið áfram í dag. „Þrátt fyrir að sjómenn hafi slitið formlegum samningaviðræðum á fimmtudag og verkfall skollið á hið sama kvöld, var ljóst að ekki bar mikið í milli aðila. Óformlegum viðræðum var því fram haldið til að reyna að þoka málum áfram og leysa þá hnúta sem urðu þess valdandi að til verkfalls kom. Sú vinna og góður vilji allra hlutaðeigandi hafa því skilað kjarasamningi sem bæði útgerð og sjómenn geta vel við unað,“ segir í tilkynningu frá SFS. Þá segir að aðilar hafi náð saman um fiskverðsmál sem deilt hafi verið um í mörg ár. „Sú meginregla hefur verið sett, að í viðskiptum á milli skyldra aðila, þ.e. útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila, skuli fiskverð að jafnaði taka mið af 80% af markaðsverði á fiskmarkaði. Að því er viðskipti með uppsjávarfisk varðar, hefur gagnsæi verið aukið, samskipti útgerða og áhafna vegna fiskverðssamninga verið styrkt og upplýsingagjöf til eftirlitsaðila verið formfest.“ Einnig var samið um hækkun kauptryggingar og í þriðja lagið var samið um aukinn orlofsrétt. Þá hafi þar að auki verið samið um 130 prósent aukningu á styrkjum til kaupa á hlífðarfötum og að fram skyldi fara óháð úttekt á öryggi og hvíldartíma sjómanna. Varðandi svokallað nýsmíðaákvæði, sem snýr að því að sjómenn taki þátt í kaupum nýrra skipa, verður það tímabundið frá 1. desember 2023. Sjómenn eiga þó eftir að samþykkja samninginn.
Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna Starfsmenn ríkissáttasemjara eru byrjaðir að baka vöfflur og verið er að velja penna til að skrifa undir nýja kjarasamninga útgerðarinnar við sjómenn. 14. nóvember 2016 00:01 Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51 Guðmundur í Brim segir verkfall sjómanna arfavitlaust: „Hann skiptir engu máli“ „Þó einhver einn kall rífi kjaft sem vill fara sjó. Við látum það ekki á okkur fá, hann getur bara verið í landi eins og hinir.“ 12. nóvember 2016 20:21 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Samkomulag í höfn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna Starfsmenn ríkissáttasemjara eru byrjaðir að baka vöfflur og verið er að velja penna til að skrifa undir nýja kjarasamninga útgerðarinnar við sjómenn. 14. nóvember 2016 00:01
„Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52
Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48
Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51
Guðmundur í Brim segir verkfall sjómanna arfavitlaust: „Hann skiptir engu máli“ „Þó einhver einn kall rífi kjaft sem vill fara sjó. Við látum það ekki á okkur fá, hann getur bara verið í landi eins og hinir.“ 12. nóvember 2016 20:21
Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30