Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2016 14:51 Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það hafi hvergi komið til tals að setja lög á verkfall sjómanna sem skall á í gær. Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. Verkfall sjómanna, sem nær til um 3.500 sjómanna, hófst klukkan 23 í gær eftir að upp úr slitnaði í samningaviðræðum sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Formaður Sjómannafélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að engin lausn væri í sjónmáli. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað deiluaðila að samningsborðinu á ný. Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár og fóru síðast í verkfall árið 2001. Eftir að verkfallið hafði staðið yfir í sjö vikur greip ríkið inn í deiluna með lagasetningu. Fór kjaradeilan að lokum fyrir gerðardóm. „Ég hugsa að menn fari ekki í að setja lög á þetta verkfall eins og staðan er í dag. Það yrði þá að vera algjör sátt um slíkt og það hefur hreinlega hvergi verið rætt. Þetta hefur bara ekki komið upp á borðið,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi aðspurður hvort að rætt hafi verið um að setja lög á verkfallið.Sjá einnig: Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Sátt náðist í viðræðum á milli deiluaðila um ýmis deilumál á borð við fiskverð, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti en strandaði að lokum á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. Sjómenn segja að of langt hafi verið gengið í fækkun sjómanna á undanförnum árum. Gunnar Bragi segist vonast til þess að deiluaðilar ræði áfram saman, það sé ekki gott þegar einn helsti atvinnuvegur þjóðarinn stöðvist af völdum verkfalls. „Við vonumst til þess að menn haldi áfram að tala saman og finna lausn sem að hentar báðum. Það er aldrei gott þegar einhver fer í verkfall, sérstaklega þegar um er að ræða einn af okkar stærstu atvinnuvegum.“ Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Fleiri fréttir Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það hafi hvergi komið til tals að setja lög á verkfall sjómanna sem skall á í gær. Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. Verkfall sjómanna, sem nær til um 3.500 sjómanna, hófst klukkan 23 í gær eftir að upp úr slitnaði í samningaviðræðum sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Formaður Sjómannafélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að engin lausn væri í sjónmáli. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað deiluaðila að samningsborðinu á ný. Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár og fóru síðast í verkfall árið 2001. Eftir að verkfallið hafði staðið yfir í sjö vikur greip ríkið inn í deiluna með lagasetningu. Fór kjaradeilan að lokum fyrir gerðardóm. „Ég hugsa að menn fari ekki í að setja lög á þetta verkfall eins og staðan er í dag. Það yrði þá að vera algjör sátt um slíkt og það hefur hreinlega hvergi verið rætt. Þetta hefur bara ekki komið upp á borðið,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi aðspurður hvort að rætt hafi verið um að setja lög á verkfallið.Sjá einnig: Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Sátt náðist í viðræðum á milli deiluaðila um ýmis deilumál á borð við fiskverð, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti en strandaði að lokum á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. Sjómenn segja að of langt hafi verið gengið í fækkun sjómanna á undanförnum árum. Gunnar Bragi segist vonast til þess að deiluaðilar ræði áfram saman, það sé ekki gott þegar einn helsti atvinnuvegur þjóðarinn stöðvist af völdum verkfalls. „Við vonumst til þess að menn haldi áfram að tala saman og finna lausn sem að hentar báðum. Það er aldrei gott þegar einhver fer í verkfall, sérstaklega þegar um er að ræða einn af okkar stærstu atvinnuvegum.“
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Fleiri fréttir Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Sjá meira
Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48
Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent