Poppstjarnan Nik Kershaw kominn til Reykjavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2016 20:42 Breska poppstjarnan Nik Kershaw kemur fram með Todmobile á stórtónleikum í Hörpu annað kvöld þar sem tekin verða mörg hans þekktustu laga ásamt úrvali laga Todmobile. Hann hlakkar til tónleikanna og segir aldrei að vita nema þessi hópur tónlistarmanna eigi eftir að vinna meira saman í framtíðinni. Nik Kershaw sló fyrst í gegn snemma á níuna áratugnum og átti þá átta lög á topp fjörutíu listanum í Bretlandi. Lög hans hljómuðu einnig árum saman á öldum ljósvakans á Íslandi sem og á dansstöðum landsmanna. Hann hefur gefið út átta stórar plötur, þá síðustu árið 2012 og það styttist í næstu plötu. En nú er hann kominn til Íslands og nú þegar búinn að hljóðrita nýja útgáfu af laginu Riddle með hljómsveitinni sem hann treður upp með í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari Todmobile segir Nik Kershaw í miklu uppáhaldi hjá Eiði bassaleikara hljómsveitarinnar. „Við höfum hlustað mikið á þessa tónlist og hún mótaði okkur heilmikið. Þannig að núna er gaman að fá að vinna með manninum,“ segir Þorvaldur Bjarni. Todmobile hafa áður haldið tónleika með Jon Anderson úr Yes og Steve Hacket gítarleikara Genesis og hafa þeir tónleikar verið birtir á YouTube. Nik Kershaw hlakkar til tónleikanna annað kvöld en hann hitti hljómsveitarmeðlimina í fyrsta skipti í eigin persónu í dag, þótt hann hafi sungið inn á undirleik hennar við The Riddle. „Sameiginlegur vinur okkar, Steve Hackett, hafði samband við mig og spurði hvort mér væri sama hvort maður mætti hafa samband við mig Hann sendi líka hlekk á Youtube-myndband þar sem Steve spilaði með þessum náungum. Þetta var frábært og ég var alveg til í slaginn. Þeir höfðu samband við mig um að spila á þessum tónleikum og hingað er ég kominn,” sagði Kershaw og taldi inn í lag með Todmobile, sem sjá má hér að ofan. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Breska poppstjarnan Nik Kershaw kemur fram með Todmobile á stórtónleikum í Hörpu annað kvöld þar sem tekin verða mörg hans þekktustu laga ásamt úrvali laga Todmobile. Hann hlakkar til tónleikanna og segir aldrei að vita nema þessi hópur tónlistarmanna eigi eftir að vinna meira saman í framtíðinni. Nik Kershaw sló fyrst í gegn snemma á níuna áratugnum og átti þá átta lög á topp fjörutíu listanum í Bretlandi. Lög hans hljómuðu einnig árum saman á öldum ljósvakans á Íslandi sem og á dansstöðum landsmanna. Hann hefur gefið út átta stórar plötur, þá síðustu árið 2012 og það styttist í næstu plötu. En nú er hann kominn til Íslands og nú þegar búinn að hljóðrita nýja útgáfu af laginu Riddle með hljómsveitinni sem hann treður upp með í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari Todmobile segir Nik Kershaw í miklu uppáhaldi hjá Eiði bassaleikara hljómsveitarinnar. „Við höfum hlustað mikið á þessa tónlist og hún mótaði okkur heilmikið. Þannig að núna er gaman að fá að vinna með manninum,“ segir Þorvaldur Bjarni. Todmobile hafa áður haldið tónleika með Jon Anderson úr Yes og Steve Hacket gítarleikara Genesis og hafa þeir tónleikar verið birtir á YouTube. Nik Kershaw hlakkar til tónleikanna annað kvöld en hann hitti hljómsveitarmeðlimina í fyrsta skipti í eigin persónu í dag, þótt hann hafi sungið inn á undirleik hennar við The Riddle. „Sameiginlegur vinur okkar, Steve Hackett, hafði samband við mig og spurði hvort mér væri sama hvort maður mætti hafa samband við mig Hann sendi líka hlekk á Youtube-myndband þar sem Steve spilaði með þessum náungum. Þetta var frábært og ég var alveg til í slaginn. Þeir höfðu samband við mig um að spila á þessum tónleikum og hingað er ég kominn,” sagði Kershaw og taldi inn í lag með Todmobile, sem sjá má hér að ofan.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“