Lagerbäck: Enginn Englendingur tók af skarið gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 12:05 Lars Lagerbäck er hér hugsi á blaðamannafundi íslenska liðsins í Frakklandi í sumar. Vísir/Vilhelm Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er í löngu viðtali við breska dagblaðið Independent þar sem hann lýsir upplifun sinni af enska landsliðinu og leik þess gegn Íslandi. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM í sumar. Leikurinn fór fram í Nice og vann Ísland ótrúlegan 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Englendingar hafa mikið fjallað um leikinn og hrun enska landsliðsins en eftir hann sagði Roy Hodgson starfi sínu lausu. Það fannst Lagerbäck leitt enda hafa þeir lengi þekkst. Þeir hafa þó ekki talað saman eftir leikinn.Ekki venjulegt enskt landslið Lagerbäck hefur aldrei tapað landsleik fyrir Englandi á ferlinum í alls sex viðureignum. En hann segir að liðið sem Ísland mætti í Nice í lok júní sé ólíkt öðrum enskum landsliðum sem Lagerbäck hefur mætt. „Andlega var þetta ekki venjulegt enskt landslið líkt og ég mætti áður fyrr,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/getty„Við óttuðumst þá ekki. Liðið ógnaði ekki með löngum boltum og hlaupum líkt og áður fyrr,“ sagði hann og bendir enn fremur á að leikirnir gegn Englandi áður fyrr hafi einkennst af mikilli baráttu. En í sumar var það öðruvísi. „Englendingar litu út fyrir að vera mjög passívir. Ég tel að stór ástæða þess var að við spiluðum mjög vel og vörðumst líka mjög vel.“ „Eftir því sem leið á leikinn misstu leikmenn Englands einbeitingu og maður sé enga skýra hugmynd um hvað þeir vildu gera. Það jókst eftir að við skoruðum annað markið.“Engin leiðtogahæfni Hann segir að lið Englands samanstandi að stórum hluta af ungum og efnilegum leikmönnum sem skorti þó reynslu og þroska, sem og leiðtogahæfni. „Leikmenn eins og Dele Alli eru afar efnilegir. En þeir hafa ekki tekið út nægilegan þroska til að taka af skarið ef liðið þeirra er ekki að vinna leikinn.“ „Ég þekki ekki þessa leikmenn persónulega og er því að draga ályktanir en þannig leit það út. Það var enginn leikmaður í enska landsliðinu sem tók að sér leiðtogahlutverk eftir að við skoruðum seinna markið.“ Lagerbäck sagði að fyrir utan nokkur hálffæri í lok leiksins hafi Englendingar aldrei náð að ógna marki Íslands að verulegu ráði. Lagerbäck fer um víðan völl í viðtalinu og fjallar meðal annars um vandræði enska landsliðsins og fá tækifæri ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er í löngu viðtali við breska dagblaðið Independent þar sem hann lýsir upplifun sinni af enska landsliðinu og leik þess gegn Íslandi. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM í sumar. Leikurinn fór fram í Nice og vann Ísland ótrúlegan 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Englendingar hafa mikið fjallað um leikinn og hrun enska landsliðsins en eftir hann sagði Roy Hodgson starfi sínu lausu. Það fannst Lagerbäck leitt enda hafa þeir lengi þekkst. Þeir hafa þó ekki talað saman eftir leikinn.Ekki venjulegt enskt landslið Lagerbäck hefur aldrei tapað landsleik fyrir Englandi á ferlinum í alls sex viðureignum. En hann segir að liðið sem Ísland mætti í Nice í lok júní sé ólíkt öðrum enskum landsliðum sem Lagerbäck hefur mætt. „Andlega var þetta ekki venjulegt enskt landslið líkt og ég mætti áður fyrr,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/getty„Við óttuðumst þá ekki. Liðið ógnaði ekki með löngum boltum og hlaupum líkt og áður fyrr,“ sagði hann og bendir enn fremur á að leikirnir gegn Englandi áður fyrr hafi einkennst af mikilli baráttu. En í sumar var það öðruvísi. „Englendingar litu út fyrir að vera mjög passívir. Ég tel að stór ástæða þess var að við spiluðum mjög vel og vörðumst líka mjög vel.“ „Eftir því sem leið á leikinn misstu leikmenn Englands einbeitingu og maður sé enga skýra hugmynd um hvað þeir vildu gera. Það jókst eftir að við skoruðum annað markið.“Engin leiðtogahæfni Hann segir að lið Englands samanstandi að stórum hluta af ungum og efnilegum leikmönnum sem skorti þó reynslu og þroska, sem og leiðtogahæfni. „Leikmenn eins og Dele Alli eru afar efnilegir. En þeir hafa ekki tekið út nægilegan þroska til að taka af skarið ef liðið þeirra er ekki að vinna leikinn.“ „Ég þekki ekki þessa leikmenn persónulega og er því að draga ályktanir en þannig leit það út. Það var enginn leikmaður í enska landsliðinu sem tók að sér leiðtogahlutverk eftir að við skoruðum seinna markið.“ Lagerbäck sagði að fyrir utan nokkur hálffæri í lok leiksins hafi Englendingar aldrei náð að ógna marki Íslands að verulegu ráði. Lagerbäck fer um víðan völl í viðtalinu og fjallar meðal annars um vandræði enska landsliðsins og fá tækifæri ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti