Frá Westworld til Donalds Trump Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. nóvember 2016 11:00 Westworld er einn vinsælasti þátturinn í dag og hérna má sjá aðalleikarana saman komna undir merkjum HBO þar sem þættirnir eru sýndir. Getty HBO-þáttaröðin Westworld er í fullum gangi og hafa sumir gengið svo langt að tala um að þættirnir séu arftaki Game of Thrones-þáttaraðarinnar – hér verður þó ekkert fullyrt um það en Westworld hefur samt vakið mikla athygli enda eru þættirnir uppfullir af spennu, forvitnilegum spurningum, ofbeldi og nekt – allt það sem fólk vill fá út úr HBO-þáttaröð í raun og veru. Árið 1973 kom út kvikmyndin Westworld og eru þættirnir byggðir á henni. Þetta var fyrsta kvikmyndin sem Michael Crichton leikstýrði og hann skrifaði einnig handritið. Michael Crichton er kannski þekktastur fyrir Jurrasic Park-myndirnar sem eru byggðar á skáldsögu Crichtons og mögulega líka þekktur fyrir ofsahræðslu sína við tækni og vísindi, enda virðast allar sögurnar hans fjallar um stórkostleg tækniafrek sem enda svo með að verða algjört stórslys þar sem slatti af fólki fellur í valinn.Westworld frá 1973 var stórskemmtileg mynd og um margt framúrstefnuleg þegar hún kom í bíó á sínum tíma.Westworld er þar engin undantekning. Myndin fjallar um tvo félaga í nálægri framtíð sem skreppa í frí í skemmtigarðinn Delos þar sem vélmenni í mannsmynd eru til í alls konar sprell með gestum garðsins. Garðurinn skiptist í þrennt – heim villta vestursins, miðaldir og Róm til forna. Líkt og í þáttunum er hægt að misþyrma mennsku vélmennunum á margs konar hátt, þar á meðal er hægt að skjóta þau í spað og í Vestragarðinum er til að mynda eitt aðalatriðið Byssumaðurinn (The Gunslinger), sem er leikinn er af Yul Brynner, sem er sérstaklega gerður til að fara í einvígi við gesti sem hann tapar svo auðvitað alltaf. Það er nefnilega þannig að vélmennin í garðinum eru vopnuð byssum sem geta ekki skotið á lífverur með heitt blóð enda eru þær með innbyggðan hitaskynjara. Eins og við er að búast fer auðvitað allt í háaloft í Delos og röð bilana gerir vélmennin gjörsamlega sturluð og þau ganga berserksgang. Margir sem eru að lesa þetta kannast mögulega við þennan söguþráð úr æsku sinni. Það er nú líka út af því að þessi söguþráður hefur verið nýttur í annan vinsælan sjónvarpsþátt. Við erum auðvitað að tala um The Simpsons, en í fjórða þætti í sjöttu seríu The Simpsons er nefnilega þátturinn Itchy & Scratchy Land – þar fer Simpson-fjölskyldan í frí í skemmtigarðinn Itchy & Scratchy Land þar sem Itchy- og Scratchy-róbótarnir sem skemmta gestum þar gjörsamlega sturlast og ganga berserksgang. Punkturinn hér er auðvitað bara einfaldur – allt hefur verið gert í The Simpsons áður. Allar mögulegar tilvísanir í kvikmyndir og sjónvarpsþætti, bókmenntir og viðburði í mannkynssögunni – þetta hefur allt verið notað sem efniviður í þessum ótrúlega langlífa og, leyfist mér að segja, besta sjónvarpsþætti allra tíma. The Simpsons hafa verið í gangi síðan árið 1989 og þættirnir eru orðnir yfir 600. Í viðtali sagði sjálfur Matt Groening að það erfiðasta við að búa til nýja þætti væri að fá hugmyndir sem hafa ekki verið notaðar í The Simpsons áður en það er spurning hvort atburðir í raunheiminum séu ekki farnir að verða full líkir söguþræði einhvers þáttar The Simpsons og hvort það sé í raun eitthvað eftir sem hefur ekki komið þar fram – í þættinum Bart to the Future var Donald Trump forseti Bandaríkjanna og setti þjóðina á hausinn. Bíó og sjónvarp Donald Trump Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
HBO-þáttaröðin Westworld er í fullum gangi og hafa sumir gengið svo langt að tala um að þættirnir séu arftaki Game of Thrones-þáttaraðarinnar – hér verður þó ekkert fullyrt um það en Westworld hefur samt vakið mikla athygli enda eru þættirnir uppfullir af spennu, forvitnilegum spurningum, ofbeldi og nekt – allt það sem fólk vill fá út úr HBO-þáttaröð í raun og veru. Árið 1973 kom út kvikmyndin Westworld og eru þættirnir byggðir á henni. Þetta var fyrsta kvikmyndin sem Michael Crichton leikstýrði og hann skrifaði einnig handritið. Michael Crichton er kannski þekktastur fyrir Jurrasic Park-myndirnar sem eru byggðar á skáldsögu Crichtons og mögulega líka þekktur fyrir ofsahræðslu sína við tækni og vísindi, enda virðast allar sögurnar hans fjallar um stórkostleg tækniafrek sem enda svo með að verða algjört stórslys þar sem slatti af fólki fellur í valinn.Westworld frá 1973 var stórskemmtileg mynd og um margt framúrstefnuleg þegar hún kom í bíó á sínum tíma.Westworld er þar engin undantekning. Myndin fjallar um tvo félaga í nálægri framtíð sem skreppa í frí í skemmtigarðinn Delos þar sem vélmenni í mannsmynd eru til í alls konar sprell með gestum garðsins. Garðurinn skiptist í þrennt – heim villta vestursins, miðaldir og Róm til forna. Líkt og í þáttunum er hægt að misþyrma mennsku vélmennunum á margs konar hátt, þar á meðal er hægt að skjóta þau í spað og í Vestragarðinum er til að mynda eitt aðalatriðið Byssumaðurinn (The Gunslinger), sem er leikinn er af Yul Brynner, sem er sérstaklega gerður til að fara í einvígi við gesti sem hann tapar svo auðvitað alltaf. Það er nefnilega þannig að vélmennin í garðinum eru vopnuð byssum sem geta ekki skotið á lífverur með heitt blóð enda eru þær með innbyggðan hitaskynjara. Eins og við er að búast fer auðvitað allt í háaloft í Delos og röð bilana gerir vélmennin gjörsamlega sturluð og þau ganga berserksgang. Margir sem eru að lesa þetta kannast mögulega við þennan söguþráð úr æsku sinni. Það er nú líka út af því að þessi söguþráður hefur verið nýttur í annan vinsælan sjónvarpsþátt. Við erum auðvitað að tala um The Simpsons, en í fjórða þætti í sjöttu seríu The Simpsons er nefnilega þátturinn Itchy & Scratchy Land – þar fer Simpson-fjölskyldan í frí í skemmtigarðinn Itchy & Scratchy Land þar sem Itchy- og Scratchy-róbótarnir sem skemmta gestum þar gjörsamlega sturlast og ganga berserksgang. Punkturinn hér er auðvitað bara einfaldur – allt hefur verið gert í The Simpsons áður. Allar mögulegar tilvísanir í kvikmyndir og sjónvarpsþætti, bókmenntir og viðburði í mannkynssögunni – þetta hefur allt verið notað sem efniviður í þessum ótrúlega langlífa og, leyfist mér að segja, besta sjónvarpsþætti allra tíma. The Simpsons hafa verið í gangi síðan árið 1989 og þættirnir eru orðnir yfir 600. Í viðtali sagði sjálfur Matt Groening að það erfiðasta við að búa til nýja þætti væri að fá hugmyndir sem hafa ekki verið notaðar í The Simpsons áður en það er spurning hvort atburðir í raunheiminum séu ekki farnir að verða full líkir söguþræði einhvers þáttar The Simpsons og hvort það sé í raun eitthvað eftir sem hefur ekki komið þar fram – í þættinum Bart to the Future var Donald Trump forseti Bandaríkjanna og setti þjóðina á hausinn.
Bíó og sjónvarp Donald Trump Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira