Íslenska liðsheildin sterkari en hjá Króatíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2016 09:00 Þrátt fyrir að Króatar eigi frábæra leikmenn er íslenska liðsheildin sterkari. Þetta segir Króatinn Luka Kostic sem hefur búið hér á landi í 30 ár og bæði spilað og þjálfað í efstu deildum Íslandsmótsins. Luka spilaði lengi í Króatíu áður en hann kom hingað til lands og varð meðal annars Íslandsmeistari með ÍA en hann fylgist vel með króatíska landsliðinu sem strákarnir okkar mæta í fjórðu leikviku undankeppni HM2018.Sjá einnig:Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Króatíska liðið er virkilega gott en það hefur aðeins tapað einum leik af ellefu á árinu. Það var gegn Portúgal í átta liða úrslitum EM í Frakklandi en Portúgal stóð síðar uppi sem Evrópumeistari. „Við erum ekkert að fara til Króatíu til neins annars en að vinna leikinn,“ segir Luka sem þjálfaði síðast Hauka með frábærum árangri í Inkasso-deildinni en hefur nú tekið við starfi yfirþjálfara Víkings. „Við erum með frábæran hóp á frábærum aldri. Strákarnir okkar gætu ekki verið á betri fótboltaaldri. Leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og þá finnst mér Heimir vera að taka skref fram á við með liðið eins og sást með góðu flæði í sókninni á móti Tyrklandi.“Gylfi Þór Sigurðsson situr á hækjum sér, svekktur eftir sigur Króata í nóvember 2013.vísir/gettySama uppskriftin Í annað sinn í undankeppninni spilar íslenska liðið fyrir tómum velli en engir áhorfendur verða á Maksimir-vellinum í Zagreb á laugardaginn. Hefur þetta áhrif á króatíska liðið? „Þessir menn eru atvinnumenn. Þetta hefur held ég ekki mikil áhrif. Hópurinn er mjög hæfileikaríkur með góða einstaklinga. Þarna eru einstaklingar sem geta unnið leikina. Ég held að þetta hafi engin áhrif, nei,“ segir Luka. Ísland tapaði, 2-0, þegar liðið mætti síðast til Zagreb en það var leikurinn frægi í umspili um sæti á HM 2014 sem sat lengi í strákunum okkar. Eiga þeir möguleika að þessu sinni? „Ég held að við séum töluvert sterkari sem lið. Okkar árangur byggist á liðsheildinni en hjá Króötum byggist þetta á einstaklingsframtaki,“ segir Luka. „Þetta verður erfiðasti leikurinn hingað til. Við verðum að vera þéttari, ákveðnari og leggja okkur meira fram en í hinum leikjum. Þetta þarf bara að vera sama uppskriftin og hefur verið,“ segir Luka Kostic. Fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Framherjaparið fyrir leikinn gegn Króatíu er klárt Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir byrja saman í framlínu Íslands gegn Króatíu. 9. nóvember 2016 16:15 Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, stendur frammi fyrir stórri ákvörðun þegar hann velur byrjunarliðið á móti Króötum. Hver verður í framlínunni með Jóni Daða Böðvarssyni? 10. nóvember 2016 06:00 Óvissan algjör hjá Alfreð: Gætu verið þrjár vikur eða fjórir mánuðir Íslenski landsliðsframherjinn er meiddur og veit ekkert hvenær hann getur byrjað aftur að spila. 10. nóvember 2016 08:00 Strákarnir fengu að sjá hvar búningarnir þeirra eru framleiddir | Myndband Íslenska fótboltalandsliðið heimsótti íþróttavöruframleiðandann Errea sem gerir íslenska landsliðsbúninginn. 9. nóvember 2016 12:00 Leikur Möltu og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport 365 hefur tryggt sér sýningarrétt frá vináttulandsleikjum Íslands á næsta ári. 9. nóvember 2016 15:30 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Króatar eigi frábæra leikmenn er íslenska liðsheildin sterkari. Þetta segir Króatinn Luka Kostic sem hefur búið hér á landi í 30 ár og bæði spilað og þjálfað í efstu deildum Íslandsmótsins. Luka spilaði lengi í Króatíu áður en hann kom hingað til lands og varð meðal annars Íslandsmeistari með ÍA en hann fylgist vel með króatíska landsliðinu sem strákarnir okkar mæta í fjórðu leikviku undankeppni HM2018.Sjá einnig:Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Króatíska liðið er virkilega gott en það hefur aðeins tapað einum leik af ellefu á árinu. Það var gegn Portúgal í átta liða úrslitum EM í Frakklandi en Portúgal stóð síðar uppi sem Evrópumeistari. „Við erum ekkert að fara til Króatíu til neins annars en að vinna leikinn,“ segir Luka sem þjálfaði síðast Hauka með frábærum árangri í Inkasso-deildinni en hefur nú tekið við starfi yfirþjálfara Víkings. „Við erum með frábæran hóp á frábærum aldri. Strákarnir okkar gætu ekki verið á betri fótboltaaldri. Leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og þá finnst mér Heimir vera að taka skref fram á við með liðið eins og sást með góðu flæði í sókninni á móti Tyrklandi.“Gylfi Þór Sigurðsson situr á hækjum sér, svekktur eftir sigur Króata í nóvember 2013.vísir/gettySama uppskriftin Í annað sinn í undankeppninni spilar íslenska liðið fyrir tómum velli en engir áhorfendur verða á Maksimir-vellinum í Zagreb á laugardaginn. Hefur þetta áhrif á króatíska liðið? „Þessir menn eru atvinnumenn. Þetta hefur held ég ekki mikil áhrif. Hópurinn er mjög hæfileikaríkur með góða einstaklinga. Þarna eru einstaklingar sem geta unnið leikina. Ég held að þetta hafi engin áhrif, nei,“ segir Luka. Ísland tapaði, 2-0, þegar liðið mætti síðast til Zagreb en það var leikurinn frægi í umspili um sæti á HM 2014 sem sat lengi í strákunum okkar. Eiga þeir möguleika að þessu sinni? „Ég held að við séum töluvert sterkari sem lið. Okkar árangur byggist á liðsheildinni en hjá Króötum byggist þetta á einstaklingsframtaki,“ segir Luka. „Þetta verður erfiðasti leikurinn hingað til. Við verðum að vera þéttari, ákveðnari og leggja okkur meira fram en í hinum leikjum. Þetta þarf bara að vera sama uppskriftin og hefur verið,“ segir Luka Kostic. Fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Framherjaparið fyrir leikinn gegn Króatíu er klárt Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir byrja saman í framlínu Íslands gegn Króatíu. 9. nóvember 2016 16:15 Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, stendur frammi fyrir stórri ákvörðun þegar hann velur byrjunarliðið á móti Króötum. Hver verður í framlínunni með Jóni Daða Böðvarssyni? 10. nóvember 2016 06:00 Óvissan algjör hjá Alfreð: Gætu verið þrjár vikur eða fjórir mánuðir Íslenski landsliðsframherjinn er meiddur og veit ekkert hvenær hann getur byrjað aftur að spila. 10. nóvember 2016 08:00 Strákarnir fengu að sjá hvar búningarnir þeirra eru framleiddir | Myndband Íslenska fótboltalandsliðið heimsótti íþróttavöruframleiðandann Errea sem gerir íslenska landsliðsbúninginn. 9. nóvember 2016 12:00 Leikur Möltu og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport 365 hefur tryggt sér sýningarrétt frá vináttulandsleikjum Íslands á næsta ári. 9. nóvember 2016 15:30 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Sjá meira
Framherjaparið fyrir leikinn gegn Króatíu er klárt Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir byrja saman í framlínu Íslands gegn Króatíu. 9. nóvember 2016 16:15
Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, stendur frammi fyrir stórri ákvörðun þegar hann velur byrjunarliðið á móti Króötum. Hver verður í framlínunni með Jóni Daða Böðvarssyni? 10. nóvember 2016 06:00
Óvissan algjör hjá Alfreð: Gætu verið þrjár vikur eða fjórir mánuðir Íslenski landsliðsframherjinn er meiddur og veit ekkert hvenær hann getur byrjað aftur að spila. 10. nóvember 2016 08:00
Strákarnir fengu að sjá hvar búningarnir þeirra eru framleiddir | Myndband Íslenska fótboltalandsliðið heimsótti íþróttavöruframleiðandann Errea sem gerir íslenska landsliðsbúninginn. 9. nóvember 2016 12:00
Leikur Möltu og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport 365 hefur tryggt sér sýningarrétt frá vináttulandsleikjum Íslands á næsta ári. 9. nóvember 2016 15:30
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn