Framkvæmdastjóri Bónus um Brúnegg: „Í hálfgerðu sjokki“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 19:05 Stærstu verslanir landsins hafa tekið Brúnegg úr sölu. „Í ljósi þessara frétta var tekin sú ákvörðun að láta neytendur njóta vafans,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. Hann gerir ekki ráð fyrir að taka eggin aftur til sölu. „Allar forsendur eru brostnar fyrir þessum viðskiptum. Við keyptum vöruna á ákveðnum forsendum, verðlögðum hana á ákveðnum forsendum og ég verð að segja að sem innkaupamaður er ég í hálfgerðu sjokki yfir þessu máli.“ Hvað með aðrar vörur sem hafa vistvæna merkingu? „Í framhaldi af þessum fréttum höfum við sent póst á alla framleiðendur sem merkja vörur sínar vistvænar. Í ljósi staðreynda er ekkert hægt að treysta á þetta,“ segir Guðmundur og bendir á að undarlegt sé að eftirlitsaðilar hafi ekki upplýst kaupmenn fyrr um stöðuna hjá Brúneggjum. „Þetta er neytendamál og dapurt að maður sé að sjá þetta í fyrsta skipti í fréttum í gær.“ Kristinn á hænsnabúinu á Teigum í Mosfellsbævísir/anton Kristinn Gylfi Jónsson, annar eiganda Brúneggja, segir stöðuna hörmulega. „Flestir stærstu viðskiptavinir okkar hafa lokað á viðskipti. En við viljum að fjölmiðlar og viðskiptamenn komi og sjái að aðstaðan er nú til sóma. Svo sjáum við hvort við getum komið á viðskiptum á ný,“ segir Kristinn og bætir við að ef þeir nái ekki að koma eggjum í búðir þá sé rekstrinum sjálfhætt. Hann skilji aftur á móti viðbrögð neytenda og kaupmanna. „Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og viljum biðjast afsökunar á þessum frávikum í okkar rekstri frá því í fyrra, sem við skömmumst okkar fyrir, og Matvælastofnun þurfti að beita úrræðum til að ljúka og klára. Okkur þykir þetta mjög leitt en þetta lýsir ekki stöðunni hjá okkur í dag.“ Brúneggjamálið Verslun Neytendur Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Stærstu verslanir landsins hafa tekið Brúnegg úr sölu. „Í ljósi þessara frétta var tekin sú ákvörðun að láta neytendur njóta vafans,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. Hann gerir ekki ráð fyrir að taka eggin aftur til sölu. „Allar forsendur eru brostnar fyrir þessum viðskiptum. Við keyptum vöruna á ákveðnum forsendum, verðlögðum hana á ákveðnum forsendum og ég verð að segja að sem innkaupamaður er ég í hálfgerðu sjokki yfir þessu máli.“ Hvað með aðrar vörur sem hafa vistvæna merkingu? „Í framhaldi af þessum fréttum höfum við sent póst á alla framleiðendur sem merkja vörur sínar vistvænar. Í ljósi staðreynda er ekkert hægt að treysta á þetta,“ segir Guðmundur og bendir á að undarlegt sé að eftirlitsaðilar hafi ekki upplýst kaupmenn fyrr um stöðuna hjá Brúneggjum. „Þetta er neytendamál og dapurt að maður sé að sjá þetta í fyrsta skipti í fréttum í gær.“ Kristinn á hænsnabúinu á Teigum í Mosfellsbævísir/anton Kristinn Gylfi Jónsson, annar eiganda Brúneggja, segir stöðuna hörmulega. „Flestir stærstu viðskiptavinir okkar hafa lokað á viðskipti. En við viljum að fjölmiðlar og viðskiptamenn komi og sjái að aðstaðan er nú til sóma. Svo sjáum við hvort við getum komið á viðskiptum á ný,“ segir Kristinn og bætir við að ef þeir nái ekki að koma eggjum í búðir þá sé rekstrinum sjálfhætt. Hann skilji aftur á móti viðbrögð neytenda og kaupmanna. „Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og viljum biðjast afsökunar á þessum frávikum í okkar rekstri frá því í fyrra, sem við skömmumst okkar fyrir, og Matvælastofnun þurfti að beita úrræðum til að ljúka og klára. Okkur þykir þetta mjög leitt en þetta lýsir ekki stöðunni hjá okkur í dag.“
Brúneggjamálið Verslun Neytendur Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15
Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30
Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49
Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09