Ljóst er að fjölmargir Íslendingar eru hissa á fréttum sem bárust í kvöld af aðbúnaði fugla á vegum Brúnegg ehf. Þar kom fram að aðbúnaður fugla í eigum fyrirtækisins hefði verið mjög slæmur og að margt mætti betur fara.
Fjölmargir hafa tjáð sig um málið á Twitter undir myllumerkinu #brúnegg og ljóst að mörgum er mikið niðri fyrir.
Hægt er að sjá umræðuna hér að neðan ásamt nokkrum völdum tístum.
Nú ert þú með 10 dauðar hænur í hanskahólfinu þínu.
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) November 28, 2016
'Það má vel vera að gerð hafi verið smávægileg mistök. Ég fagna eftirliti.“ #Brúnegg pic.twitter.com/4w886ur4iI
Slíkt getur komið fyrir!?! Þetta er ekki lagi. Aldrei aftur #brúnegg #kastljós
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) November 28, 2016
Framkvæmdastjóri #Brúnegg talar í kringum hlutina eins og alvöru stjórnmálamaður, beint a þing með þennan snilling #kastljós
— Ingunn Haraldsdóttir (@Ingunnharalds) November 28, 2016
#brunegg TweetsHvernig ég hélt að brúnegg yrðu til og hvernig þau verða til. Já kallið mig barnalega :( #brúnegg pic.twitter.com/bTSSpAYQ4V
— María Björk (@MariaEinars) November 28, 2016