Erlent

Clinton vill endurtalningu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Jill Stein hefur fengið stuðning frá Clinton við kröfur sínar um endurtalningu.
Jill Stein hefur fengið stuðning frá Clinton við kröfur sínar um endurtalningu. Nordicphotos/AFP
Samstarfsfólk Hillary Clintons ætlar að taka þátt í kröfum um að atkvæði verði endurtalin í Wisconsin, sem forsetaframbjóðandi Græningja, Jill Stein, hefur sett fram.

Græningjaflokkurinn hefur safnað milljónum dala til að ná fram endurtalningu í þremur ríkjum, Wisconsin, Michigan og Pennsylvaníu, og hefur formlega krafist endurtalningar í einu þeirra, Wisconsin.

Donald Trump segir þessa afstöðu samstarfsfólks hennar úr kosningabaráttunni vera hræsni eina. Clinton hafi sjálf óskað honum til hamingju með sigurinn. Endurtalning muni engu breyta.

Kröfur um endurtalningu komu upp eftir að hópur sérfræðinga sagði mögulegt að tölvuþrjótar hafi átt við úrslit rafrænna kosninga, þar sem sú aðferð var notuð. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×