Fidel Castro látinn níræður að aldri Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 09:04 Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu Vísir/Getty Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, lést kl 03:29 í nótt að íslenskum tíma, níræður að aldri. BBC greinir frá. Bróðir hans tilkynnti þjóðinni þetta seint um kvöldið að staðartíma og lýsti yfir þjóðarsorg sem standa ætti í nokkra daga. Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók formlega við stjórn árið 2008 eftir að hafa tímabundið tekið við stjórn landsins árið 2006. Castro er sá pólitískur leiðtogi á 20. öld sem setið hefur hvað lengst á stjórnarstóli án þess að bera konunglegan titil. Hann var bæði dáður og umdeildur þar sem stuðningsmenn hans lofuðu hann fyrir að afhenda Kúbu aftur í hendur íbúanna á meðan að aðrir sökuðu hann um að standa að baki kúgandi stjórnaraðgerðum. Fidel Castro tók við stjórnartaumunum árið 1959 þegar stuðningsmenn hans veltu herstjóranum Fulgencio Batista af valdastóli við ánægjulegar undirtektir margra. Tveimur árum seinna sagði hann í yfirlýsingu að Kúba væri nú kommúnískt ríki sem styddi Sovétríkin en eins og kunnugt er var kalt á milli Fidel Castro og leiðtoga Bandaríkjanna í Washington DC á tímum Kalda stríðsins. Þrátt fyir að á móti blési, meðal annars fyrir tilstilli hótana Bandaríkjanna um innrás og nokkrar morðtilraunir af hendi Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, þá héldu Castro og pólitískar hugmyndir hans velli. Castro hafði haldið sig utan sviðsljóssins í þó nokkurn tíma en skrifaði þó blaðagreinar endrum og eins. Hann kom síðast opinberlega fram í apríl á þessu ári þegar hann hélt ræðu á síðasta þingdegi Kommúnistaflokksins. Þar lagði hann áherslu á að hugmyndir kommúnista væru enn í gildi og skiptu máli fyrir sigur þjóðarinnar. Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa tjáð sig og sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hann hafa verið eina þekktustu persónu 20.aldarinnar og að hans yrði sárt saknað. Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, sagði Castro hafa verið mikinn vin landsins. Ekki virðast þó allir vera miður sín vegna þessa og hafa meðal annars brotist út fagnaðarlæti í Miami en þar búa margir Kúbumenn. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, lést kl 03:29 í nótt að íslenskum tíma, níræður að aldri. BBC greinir frá. Bróðir hans tilkynnti þjóðinni þetta seint um kvöldið að staðartíma og lýsti yfir þjóðarsorg sem standa ætti í nokkra daga. Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók formlega við stjórn árið 2008 eftir að hafa tímabundið tekið við stjórn landsins árið 2006. Castro er sá pólitískur leiðtogi á 20. öld sem setið hefur hvað lengst á stjórnarstóli án þess að bera konunglegan titil. Hann var bæði dáður og umdeildur þar sem stuðningsmenn hans lofuðu hann fyrir að afhenda Kúbu aftur í hendur íbúanna á meðan að aðrir sökuðu hann um að standa að baki kúgandi stjórnaraðgerðum. Fidel Castro tók við stjórnartaumunum árið 1959 þegar stuðningsmenn hans veltu herstjóranum Fulgencio Batista af valdastóli við ánægjulegar undirtektir margra. Tveimur árum seinna sagði hann í yfirlýsingu að Kúba væri nú kommúnískt ríki sem styddi Sovétríkin en eins og kunnugt er var kalt á milli Fidel Castro og leiðtoga Bandaríkjanna í Washington DC á tímum Kalda stríðsins. Þrátt fyir að á móti blési, meðal annars fyrir tilstilli hótana Bandaríkjanna um innrás og nokkrar morðtilraunir af hendi Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, þá héldu Castro og pólitískar hugmyndir hans velli. Castro hafði haldið sig utan sviðsljóssins í þó nokkurn tíma en skrifaði þó blaðagreinar endrum og eins. Hann kom síðast opinberlega fram í apríl á þessu ári þegar hann hélt ræðu á síðasta þingdegi Kommúnistaflokksins. Þar lagði hann áherslu á að hugmyndir kommúnista væru enn í gildi og skiptu máli fyrir sigur þjóðarinnar. Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa tjáð sig og sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hann hafa verið eina þekktustu persónu 20.aldarinnar og að hans yrði sárt saknað. Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, sagði Castro hafa verið mikinn vin landsins. Ekki virðast þó allir vera miður sín vegna þessa og hafa meðal annars brotist út fagnaðarlæti í Miami en þar búa margir Kúbumenn.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira