Gervigreind Google betri í varalestri en atvinnumenn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Lee Sedol laut í lægra haldi fyrir gervigreind DeepMind í hinu ævaforna og flókna spili Go. Nordicphotos/AFP Fyrirtækið DeepMind, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur í samstarfi við Oxford-háskóla látið gervigreind sína horfa á fimm þúsund klukkutíma af sjónvarpsþáttum til þess að læra varalestur. Um er að ræða sex mismunandi sjónvarpsþáttaraðir sem sýndar voru á árunum 2010 til 2015. Eftir að hafa horft á sjónvarpsefnið gat gervigreindin lesið um helming orða sem tvö hundruð varir, valdar af handahófi, mæltu án þess að gera villu. Til samanburðar réð DeepMind varalesara til þess að lesa sömu orð af sömu vörum og náði hann einungis að lesa 12,4 prósent orðanna án þess að gera villur. Notagildi slíkrar gervigreindar felst til að mynda í því að auka nákvæmni raddstýrðrar tækni sem og að gera notendum kleift að stýra slíkri tækni með varahreyfingunum einum ef aðstæður koma í veg fyrir að notandinn geti talað upphátt. Gervigreindarframfarir Google undanfarið eru eftirtektarverðar en fyrr á árinu tókst sömu gervigreind DeepMind að hafa betur í spilinu Go gegn heimsmeistaranum Lee Sedol. Hafði gervigreindin betur með fjórum sigrum gegn einum. Sá sigur þótti einkar merkilegur þar sem mögulegir leikir í spilinu eru sagðir fleiri en fjöldi atóma í alheiminum. Wired greindi frá öðrum framförum Google á sviði gervigreindar á miðvikudag. Sú gervigreind, sem Google notar til þess að þýða hin ýmsu tungumál með forritinu Google Translate, hefur nú þróað sitt eigið tungumál. Google tók í notkun svokallað tauganet í september til þess að bæta Google Translate og sjálfvirknivæða forritið í stað þess að reiða sig um of á notendur. Tauganetið lærir að þýða með því að líta á setningar í heild sinni fremur en stök orð og kemur það sér vel vegna þess hve málfræði tungumála getur verið frábrugðin. Nú hafa umsjónarmenn tauganetsins tekið eftir því að netið getur þýtt tungumál sem það hefur aldrei lært að þýða úr áður. „Gervigreindin getur þýtt úr kóresku á japönsku þrátt fyrir að hafa aldrei séð dæmi um slíkar þýðingar,“ sagði Mike Schuster, einn umsjónarmanna, í samtali við Wired. Schuster segir það mikilvægasta við framfarir tauganetsins ekki það að það geti þýtt úr málum sem það hafi ekki séð áður heldur aðferðina sem tauganetið notar. Það hefur búið til eigið tungumál, eins konar millitungumál, sem notast er við til að útskýra hvernig sé hægt að þýða orð og setningar úr málum sem tauganetið hefur ekki þýtt úr áður. Því má búast við að þýðingargeta Google Translate muni aukast eftir því sem fram líða stundir og tauganetið að baki forritinu lærir meira.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Kínverjar ætla að skora á gervigreind Google Vilja að gervigreind þeirra keppi við AlphaGo í forna borðspilinu Go. 31. mars 2016 11:58 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fyrirtækið DeepMind, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur í samstarfi við Oxford-háskóla látið gervigreind sína horfa á fimm þúsund klukkutíma af sjónvarpsþáttum til þess að læra varalestur. Um er að ræða sex mismunandi sjónvarpsþáttaraðir sem sýndar voru á árunum 2010 til 2015. Eftir að hafa horft á sjónvarpsefnið gat gervigreindin lesið um helming orða sem tvö hundruð varir, valdar af handahófi, mæltu án þess að gera villu. Til samanburðar réð DeepMind varalesara til þess að lesa sömu orð af sömu vörum og náði hann einungis að lesa 12,4 prósent orðanna án þess að gera villur. Notagildi slíkrar gervigreindar felst til að mynda í því að auka nákvæmni raddstýrðrar tækni sem og að gera notendum kleift að stýra slíkri tækni með varahreyfingunum einum ef aðstæður koma í veg fyrir að notandinn geti talað upphátt. Gervigreindarframfarir Google undanfarið eru eftirtektarverðar en fyrr á árinu tókst sömu gervigreind DeepMind að hafa betur í spilinu Go gegn heimsmeistaranum Lee Sedol. Hafði gervigreindin betur með fjórum sigrum gegn einum. Sá sigur þótti einkar merkilegur þar sem mögulegir leikir í spilinu eru sagðir fleiri en fjöldi atóma í alheiminum. Wired greindi frá öðrum framförum Google á sviði gervigreindar á miðvikudag. Sú gervigreind, sem Google notar til þess að þýða hin ýmsu tungumál með forritinu Google Translate, hefur nú þróað sitt eigið tungumál. Google tók í notkun svokallað tauganet í september til þess að bæta Google Translate og sjálfvirknivæða forritið í stað þess að reiða sig um of á notendur. Tauganetið lærir að þýða með því að líta á setningar í heild sinni fremur en stök orð og kemur það sér vel vegna þess hve málfræði tungumála getur verið frábrugðin. Nú hafa umsjónarmenn tauganetsins tekið eftir því að netið getur þýtt tungumál sem það hefur aldrei lært að þýða úr áður. „Gervigreindin getur þýtt úr kóresku á japönsku þrátt fyrir að hafa aldrei séð dæmi um slíkar þýðingar,“ sagði Mike Schuster, einn umsjónarmanna, í samtali við Wired. Schuster segir það mikilvægasta við framfarir tauganetsins ekki það að það geti þýtt úr málum sem það hafi ekki séð áður heldur aðferðina sem tauganetið notar. Það hefur búið til eigið tungumál, eins konar millitungumál, sem notast er við til að útskýra hvernig sé hægt að þýða orð og setningar úr málum sem tauganetið hefur ekki þýtt úr áður. Því má búast við að þýðingargeta Google Translate muni aukast eftir því sem fram líða stundir og tauganetið að baki forritinu lærir meira.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Kínverjar ætla að skora á gervigreind Google Vilja að gervigreind þeirra keppi við AlphaGo í forna borðspilinu Go. 31. mars 2016 11:58 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kínverjar ætla að skora á gervigreind Google Vilja að gervigreind þeirra keppi við AlphaGo í forna borðspilinu Go. 31. mars 2016 11:58