Há tveir o Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Líf nútímamannsins einkennist af miklum hraða og flækjustigið er oft á tíðum hátt. Stundum skapast flækjustig upp úr þurru líkt og það eigi sér sjálfstæða tilveru en ekki rætur í raunverulegum aðstæðum. Vegna mikils hraða og vaxandi krafna sem menn gera til sjálfs sín og ekki síst annarra gleymist stundum hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi. The Water Project áætlar að einn milljarð manna skorti aðgang að hreinu drykkjarvatni. Samt sem áður tökum við hreinu drykkjarvatni sem sjálfsögðum hlut á Vesturlöndum, ekki síst á Íslandi. Við höfum gnægð af heitu og köldu vatni. Miklu meira en við þurfum eða munum einhvern tímann þurfa. Heitt vatn hitar allar fasteignir landsins fyrir hóflegt endurgjald án röskunar fyrir umhverfið. Heitir pottar í líkamsræktarstöðvum standa auðir utan álagstíma. Hitaveitukyntir pottar með stöðugum straumi af nýju heitu vatni sem rennur til sjávar. Íslendingar fara í langar sturtur og drekka ískalt vatn til að hressa sig við eins og þá lystir. Hátt í tvær milljónir ferðamanna sem hingað koma geta baðað sig og séð líkamanum fyrir vökva, hreinu íslensku vatni, án viðbótarkostnaðar allan tímann. Nema kannski á einu ómerkilegu gistiheimili í miðbænum sem sækir nafn sitt til sköpunarsögunnar. Þúsundir íslenskra fyrirtækja skapa verðmæti með vatni. Ölgerðin og Vífilfell selja gosdrykki og sódavatn og skapa þannig mikil verðmæti fyrir hluthafa sína og íslenska ríkið með skattgreiðslum. Vífilfell seldi gosdrykki og aðrar vörur fyrir 10,8 milljarða króna á síðasta ári og hagnaðist um 92 milljónir króna. Vörurnar sem gosdrykkjafyrirtækin selja eru í grunninn hreint íslenskt vatn sem allir íbúar landsins hafa aðgang að allan sólarhringinn, allan ársins hring. Tilhugsunin ein dugar næstum því til þess að æra óstöðugan. Landsvirkjun skapar verðmæti með því að framleiða rafmagn úr fallvatni. Raforkusala Landsvirkjunar á árinu 2015 var sú mesta frá upphafi, eða 13,9 teravattstundir. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir var 322 milljónir dollara, jafnvirði 36,3 milljarða króna þegar þetta er ritað. Það er vel rúmlega helmingurinn af því sem kostar að reka Landspítalann á einu ári. Þetta eru verðmæti sem Landsvirkjun skapaði fyrir okkur öll, íslenska skattgreiðendur, meðal annars vegna aðgengis að íslensku vatni. Gengi bandaríkjadollars hefur lækkað mikið frá síðustu áramótum þannig að talan var ennþá fallegri í krónum þegar endurskoðandi Landsvirkjunar sló hana inn í excel fyrr á þessu ári. Þrátt fyrir þessi lífsgæði og þá eymd sem margir glíma við í heiminum vegna skorts á aðgengi að vatni og náttúruauðlindum eru margir Íslendingar óhamingjusamir. Bíllinn er ekki nógu góður, íbúðin er ekki jafn flott og þessi sem er í Húsum og híbýlum, bankainnistæðan er ekki nógu há, börnin eru of frek og dýr í rekstri þrátt fyrir að börn séu lífsins gjafir, vinnufélagarnir eru of leiðinlegir og svo framvegis. Stundum er mikilvægt að setja hlutina í samhengi til að átta sig á að líf í þessu landi er ekki sjálfsagt. Það er heppni og það er gjöf.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Líf nútímamannsins einkennist af miklum hraða og flækjustigið er oft á tíðum hátt. Stundum skapast flækjustig upp úr þurru líkt og það eigi sér sjálfstæða tilveru en ekki rætur í raunverulegum aðstæðum. Vegna mikils hraða og vaxandi krafna sem menn gera til sjálfs sín og ekki síst annarra gleymist stundum hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi. The Water Project áætlar að einn milljarð manna skorti aðgang að hreinu drykkjarvatni. Samt sem áður tökum við hreinu drykkjarvatni sem sjálfsögðum hlut á Vesturlöndum, ekki síst á Íslandi. Við höfum gnægð af heitu og köldu vatni. Miklu meira en við þurfum eða munum einhvern tímann þurfa. Heitt vatn hitar allar fasteignir landsins fyrir hóflegt endurgjald án röskunar fyrir umhverfið. Heitir pottar í líkamsræktarstöðvum standa auðir utan álagstíma. Hitaveitukyntir pottar með stöðugum straumi af nýju heitu vatni sem rennur til sjávar. Íslendingar fara í langar sturtur og drekka ískalt vatn til að hressa sig við eins og þá lystir. Hátt í tvær milljónir ferðamanna sem hingað koma geta baðað sig og séð líkamanum fyrir vökva, hreinu íslensku vatni, án viðbótarkostnaðar allan tímann. Nema kannski á einu ómerkilegu gistiheimili í miðbænum sem sækir nafn sitt til sköpunarsögunnar. Þúsundir íslenskra fyrirtækja skapa verðmæti með vatni. Ölgerðin og Vífilfell selja gosdrykki og sódavatn og skapa þannig mikil verðmæti fyrir hluthafa sína og íslenska ríkið með skattgreiðslum. Vífilfell seldi gosdrykki og aðrar vörur fyrir 10,8 milljarða króna á síðasta ári og hagnaðist um 92 milljónir króna. Vörurnar sem gosdrykkjafyrirtækin selja eru í grunninn hreint íslenskt vatn sem allir íbúar landsins hafa aðgang að allan sólarhringinn, allan ársins hring. Tilhugsunin ein dugar næstum því til þess að æra óstöðugan. Landsvirkjun skapar verðmæti með því að framleiða rafmagn úr fallvatni. Raforkusala Landsvirkjunar á árinu 2015 var sú mesta frá upphafi, eða 13,9 teravattstundir. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir var 322 milljónir dollara, jafnvirði 36,3 milljarða króna þegar þetta er ritað. Það er vel rúmlega helmingurinn af því sem kostar að reka Landspítalann á einu ári. Þetta eru verðmæti sem Landsvirkjun skapaði fyrir okkur öll, íslenska skattgreiðendur, meðal annars vegna aðgengis að íslensku vatni. Gengi bandaríkjadollars hefur lækkað mikið frá síðustu áramótum þannig að talan var ennþá fallegri í krónum þegar endurskoðandi Landsvirkjunar sló hana inn í excel fyrr á þessu ári. Þrátt fyrir þessi lífsgæði og þá eymd sem margir glíma við í heiminum vegna skorts á aðgengi að vatni og náttúruauðlindum eru margir Íslendingar óhamingjusamir. Bíllinn er ekki nógu góður, íbúðin er ekki jafn flott og þessi sem er í Húsum og híbýlum, bankainnistæðan er ekki nógu há, börnin eru of frek og dýr í rekstri þrátt fyrir að börn séu lífsins gjafir, vinnufélagarnir eru of leiðinlegir og svo framvegis. Stundum er mikilvægt að setja hlutina í samhengi til að átta sig á að líf í þessu landi er ekki sjálfsagt. Það er heppni og það er gjöf.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun