Viðskipti erlent

Þorskur, lundi og víkingaskip á nýju norsku peningaseðlunum

Atli Ísleifsson skrifar
200 króna seðlunum verður komið í umferð í maí á næsta ári.
200 króna seðlunum verður komið í umferð í maí á næsta ári. Mynd/Norges bank
Seðlabanki Noregs kynnti í dag útlit nýrra peningaseðla sem verður komið í umferð á næstu árum. Nýju 100 og 200 krónu seðlunum verða teknir í umferð 30. maí á næsta ári en hinir seðlarnir árið 2018 og 2019.

Í frétt NRK segir að hægt verði að nota gömlu seðlana í eitt ár eftir að nýju seðlarnir koma í umferð.

Þemað á nýju seðlunum er hafið og segir seðlabankastjórinn Øystein Olsen að seðlarnir verði öruggir og erfiðir að falsa.

Nýju 50 og 500 krónu seðlarnir verða teknir í umferð á þriðja ársfjórðungi 2018 og nýi 1000 krónu seðillinn á fjórða ársfjórðundi 2019.

Sjá má sýnishorn af nýju seðlunum að neðan.

Á framhlið 50 króna seðilsins er að finna mynd af Utvær-vitanum í Solund.Mynd/Norges bank
Á framhlið 100 krónu seðlisins er að finna víkingaskipið Gokstadskipet frá árinu 900.Mynd/norges bank
Þorskurinn prýðir framhlið 200 króna seðlisins.Mynd/norges bank
Skútan RS 14 «Stavanger» prýðir framhlið 500 króna seðilsins.Mynd/norges bank
Opið haf er að finna á framhlið þússarans.Mynd/norges bank
Mynd af lunda er að finna uppi í hægra horni seðlanna.Mynd/norges bank





Fleiri fréttir

Sjá meira


×