Dave Chappelle og Netflix í eina sæng Anton Egilsson skrifar 21. nóvember 2016 20:59 Dave Chappelle snýr aftur á skjáinn. Vísir/GETTY Aðdáendur Dave Chappelle geta nú beðið spenntur en bandaríska streymiþjónustan Netflix hefur nú tilkynnt um endurkomu uppistandarans á sjónvarpsskjáinn. Greint er frá því á Variety að sérstakir uppistandsþættir með Chappelle, sem verða þrír talsins, muni líta dagsins ljós á Netflix á næsta ári en endanleg dagsetning liggur ekki fyrir. Chappelle sem er 43 ára sló fyrst í gegn í byrjun tíunda áratugarins og lék hann til að mynda í kvikmyndum á borð við The Nutty Professor, Con Air, Half Baked og Undercover Brother. Hann er þekktastur fyrir grínþætti sína Chappelle's Show sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Lokaþáttur Chappelle’s Show fór í loftið árið 2006 en Chappelle hafnaði samningi sem hljóðaði upp á 55 milljónir Bandaríkjadali eða því sem samsvarar rúmlega sjö milljarða íslenskra króna fyrir að halda áfram með þáttinn. Hann ákvað þess í stað að flytjast búferlum til Suður Afríku og hefur lítið sem ekkert verið í sviðsjósinu síðan þá. Netflix hafa að undanförnu lagt mikið kapp á að hasla sér völl á sviði uppistands en fyrir skömmu gerðu þeir samning við Chris Rock um gerð uppistandsþátta sem hljóðaði upp á hvorki meira né minna en 40 milljónir dollara. Með nýlönduðum samningi við Chappelle hefur Netflix því styrkt stöðu sína enn frekar. Netflix Tengdar fréttir Dave Chappelle á landinu: Borðaði á Kol og drakk á Kalda Bandaríski grínistinn Dave Chappelle og leikkonan Tessa Thompson eru stödd saman á landinu en þau snæddu á veitingastaðnum Kol í gærkvöldi. 20. maí 2015 20:50 Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sjá meira
Aðdáendur Dave Chappelle geta nú beðið spenntur en bandaríska streymiþjónustan Netflix hefur nú tilkynnt um endurkomu uppistandarans á sjónvarpsskjáinn. Greint er frá því á Variety að sérstakir uppistandsþættir með Chappelle, sem verða þrír talsins, muni líta dagsins ljós á Netflix á næsta ári en endanleg dagsetning liggur ekki fyrir. Chappelle sem er 43 ára sló fyrst í gegn í byrjun tíunda áratugarins og lék hann til að mynda í kvikmyndum á borð við The Nutty Professor, Con Air, Half Baked og Undercover Brother. Hann er þekktastur fyrir grínþætti sína Chappelle's Show sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Lokaþáttur Chappelle’s Show fór í loftið árið 2006 en Chappelle hafnaði samningi sem hljóðaði upp á 55 milljónir Bandaríkjadali eða því sem samsvarar rúmlega sjö milljarða íslenskra króna fyrir að halda áfram með þáttinn. Hann ákvað þess í stað að flytjast búferlum til Suður Afríku og hefur lítið sem ekkert verið í sviðsjósinu síðan þá. Netflix hafa að undanförnu lagt mikið kapp á að hasla sér völl á sviði uppistands en fyrir skömmu gerðu þeir samning við Chris Rock um gerð uppistandsþátta sem hljóðaði upp á hvorki meira né minna en 40 milljónir dollara. Með nýlönduðum samningi við Chappelle hefur Netflix því styrkt stöðu sína enn frekar.
Netflix Tengdar fréttir Dave Chappelle á landinu: Borðaði á Kol og drakk á Kalda Bandaríski grínistinn Dave Chappelle og leikkonan Tessa Thompson eru stödd saman á landinu en þau snæddu á veitingastaðnum Kol í gærkvöldi. 20. maí 2015 20:50 Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sjá meira
Dave Chappelle á landinu: Borðaði á Kol og drakk á Kalda Bandaríski grínistinn Dave Chappelle og leikkonan Tessa Thompson eru stödd saman á landinu en þau snæddu á veitingastaðnum Kol í gærkvöldi. 20. maí 2015 20:50