NBA: Þrenna Westbrook ekki nóg fyrir OKC í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 07:15 Indiana Pacers vann framlengdan leik á útivelli á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Chicago Bulls fagnaði sigri í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum. New York Knicks hélt sigurgöngu sinni áfram í Madison Square Garden.Jeff Teague skoraði 8 af 30 stigum sínum í framlengingunni þegar Indiana Pacers vann 115-111 útisigur á Oklahoma City Thunder. Þetta var fyrsti útisigur Indiana-liðsins á tímabilinu. Russell Westbrook náði sinni fimmtu þrennu á tímabilinu en það dugði ekki heimamönnum í Oklahoma City Thunder. Westbrook endaði með 31 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en þurfti 34 skot til þess að skora þessi stig sín. Westbrook er með jafnmargar þrennur á þessu tímabili og allir aðrir leikmenn NBA-deildarinnar til samans. Það var einmitt þriggja stiga karfa frá Russell Westbrook sem kom leiknum í framlengingu þegar aðeins 2,4 sekúndur voru eftir. Þristur frá Jeff Teague kom Indiana yfir í framlengingunni og OKC náði aldrei að jafna metin eftir það. Jeff Teague var einn af sex leikmönnum Indiana með tíu stig eða meira. Thaddeus Young skoraði 20 stig og tók 11 fráköst, Glenn Robinson III var með 16 stig og 11 fráköst og Myles Turner bætti við 15 stigum og 9 fráköstum.Jimmy Butler skoraði 40 stig þegar Chicago Bulls vann 118-110 útisigur á Los Angeles Lakers og fagnaði sínum fimmta sigri í sex leikjum. Nikola Mirotic var með 15 stig og 15 fráköst fyrir Chicago sem hvíldi Dwyane Wade í þessum leik. Rajon Rondo skoraði bara 4 stig en var með 12 stoðsendingar og 9 fráköst. Lou Williams skoraði mest fyrir Lakers eða 25 stig og Larry Nance Jr. var með 18 stig.Carmelo Anthony var með 31 stig þegar New York Knicks vann 104-94 sigur á Atlanta Hawks í Maidson Square Garden en þetta var fjórði heimasigur New York liðsins í röð. Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og 11 fráköstum. Dwight Howard var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Atlanta en þýski leikstjórnandinn Dennis Schroder klikkaði aftur á móti á öllum átta skotum sínum.C.J. McCollum var með 33 stig þegar Portland Trail Blazers vann 20 stiga sigur á Brooklyn Nets, 129-109. Evan Turner var með 19 stig fyrir Portland sem endaði þriggja leikja sigurgöngu sína en sá jafnframt til þess að Brooklyn tapaði sínum fjórða leik í röð.Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Sacramento Kings í 102-99 sigri á Toronto Raptors. Terrence Ross skoraði í lokin en þriggja stiga karfa hans kom rétt eftir að leiktíminn rann út. DeMarcus Cousins bætti við 19 stigum og 10 fráköstum fyrir Sacramento. Kyle Lowry var með 25 stig og 8 stoðsendingar fyrir Toronto en DeMar DeRozan, stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar, var bara með 12 stig. Hann var búinn að vera stigahæstur í 19 daga en þessi slaki leikur sá til þess að hann missti sæti sitt á toppnum.Úrslitin í öllum leikjunum í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Chicago Bulls 110-118 Denver Nuggets - Utah Jazz 105-91 Sacramento Kings - Toronto Raptors 102-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 111-115 (103-103) Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers 109-129 New York Knicks - Atlanta Hawks 104-94Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Indiana Pacers vann framlengdan leik á útivelli á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Chicago Bulls fagnaði sigri í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum. New York Knicks hélt sigurgöngu sinni áfram í Madison Square Garden.Jeff Teague skoraði 8 af 30 stigum sínum í framlengingunni þegar Indiana Pacers vann 115-111 útisigur á Oklahoma City Thunder. Þetta var fyrsti útisigur Indiana-liðsins á tímabilinu. Russell Westbrook náði sinni fimmtu þrennu á tímabilinu en það dugði ekki heimamönnum í Oklahoma City Thunder. Westbrook endaði með 31 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en þurfti 34 skot til þess að skora þessi stig sín. Westbrook er með jafnmargar þrennur á þessu tímabili og allir aðrir leikmenn NBA-deildarinnar til samans. Það var einmitt þriggja stiga karfa frá Russell Westbrook sem kom leiknum í framlengingu þegar aðeins 2,4 sekúndur voru eftir. Þristur frá Jeff Teague kom Indiana yfir í framlengingunni og OKC náði aldrei að jafna metin eftir það. Jeff Teague var einn af sex leikmönnum Indiana með tíu stig eða meira. Thaddeus Young skoraði 20 stig og tók 11 fráköst, Glenn Robinson III var með 16 stig og 11 fráköst og Myles Turner bætti við 15 stigum og 9 fráköstum.Jimmy Butler skoraði 40 stig þegar Chicago Bulls vann 118-110 útisigur á Los Angeles Lakers og fagnaði sínum fimmta sigri í sex leikjum. Nikola Mirotic var með 15 stig og 15 fráköst fyrir Chicago sem hvíldi Dwyane Wade í þessum leik. Rajon Rondo skoraði bara 4 stig en var með 12 stoðsendingar og 9 fráköst. Lou Williams skoraði mest fyrir Lakers eða 25 stig og Larry Nance Jr. var með 18 stig.Carmelo Anthony var með 31 stig þegar New York Knicks vann 104-94 sigur á Atlanta Hawks í Maidson Square Garden en þetta var fjórði heimasigur New York liðsins í röð. Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og 11 fráköstum. Dwight Howard var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Atlanta en þýski leikstjórnandinn Dennis Schroder klikkaði aftur á móti á öllum átta skotum sínum.C.J. McCollum var með 33 stig þegar Portland Trail Blazers vann 20 stiga sigur á Brooklyn Nets, 129-109. Evan Turner var með 19 stig fyrir Portland sem endaði þriggja leikja sigurgöngu sína en sá jafnframt til þess að Brooklyn tapaði sínum fjórða leik í röð.Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Sacramento Kings í 102-99 sigri á Toronto Raptors. Terrence Ross skoraði í lokin en þriggja stiga karfa hans kom rétt eftir að leiktíminn rann út. DeMarcus Cousins bætti við 19 stigum og 10 fráköstum fyrir Sacramento. Kyle Lowry var með 25 stig og 8 stoðsendingar fyrir Toronto en DeMar DeRozan, stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar, var bara með 12 stig. Hann var búinn að vera stigahæstur í 19 daga en þessi slaki leikur sá til þess að hann missti sæti sitt á toppnum.Úrslitin í öllum leikjunum í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Chicago Bulls 110-118 Denver Nuggets - Utah Jazz 105-91 Sacramento Kings - Toronto Raptors 102-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 111-115 (103-103) Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers 109-129 New York Knicks - Atlanta Hawks 104-94Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira