Stenson stigameistari evrópsku mótaraðarinnar í annað skiptið Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. nóvember 2016 17:30 Stenson sáttur með sigurverðlaunin sem voru að hætti Dubai, risastór. Vísir/getty Sænski kylfingurinn Henrik Stenson sigraði Race to Dubai, stigakeppni Evrópumótaraðarinnar í golfi en þetta varð ljóst þegar hann hafnaði í 9. sæti á DP World Tour Championship í Dubai. Keppnin í ár stóð aðallega á milli Stenson sem sigraði Opna breska meistaramótið í ár og Danny Willet en Rory McIlroy átti enn veika von fyrir lokamótið. Rory sem hafði titil að verja þurfti að standa uppi sem sigurvegari í Dubai ásamt því að treysta á að Stenson hafnaði í sæti 46. eða neðar. Stenson lék lokahringinn á 65. höggum sem dugði honum til þess að ná níunda sæti og gulltryggja titilinn en þetta er í annað skiptið sem hann hampar þessum titli. Var Rory búinn að bera sigur úr býtum undanfarin tvö ár en þeir tveir hafa skipt þessu sín á milli undanfarin fimm ár. „Þetta hefur verið frábært ár, það besta á ferlinum. Það var erfitt að toppa 2013 þegar ég sigraði stigakeppnina síðast en mér tókst það með þessu,“ sagði Stenson sáttur í viðtali eftir mótið. Enski kylfingurinn Matt Fitzpatrick sigraði á mótinu í Dubai á 17. höggum undir pari en landi hans Tyrrell Hatton hafnaði í öðru sæti, einu höggi á eftir Fitzpatrick. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson sigraði Race to Dubai, stigakeppni Evrópumótaraðarinnar í golfi en þetta varð ljóst þegar hann hafnaði í 9. sæti á DP World Tour Championship í Dubai. Keppnin í ár stóð aðallega á milli Stenson sem sigraði Opna breska meistaramótið í ár og Danny Willet en Rory McIlroy átti enn veika von fyrir lokamótið. Rory sem hafði titil að verja þurfti að standa uppi sem sigurvegari í Dubai ásamt því að treysta á að Stenson hafnaði í sæti 46. eða neðar. Stenson lék lokahringinn á 65. höggum sem dugði honum til þess að ná níunda sæti og gulltryggja titilinn en þetta er í annað skiptið sem hann hampar þessum titli. Var Rory búinn að bera sigur úr býtum undanfarin tvö ár en þeir tveir hafa skipt þessu sín á milli undanfarin fimm ár. „Þetta hefur verið frábært ár, það besta á ferlinum. Það var erfitt að toppa 2013 þegar ég sigraði stigakeppnina síðast en mér tókst það með þessu,“ sagði Stenson sáttur í viðtali eftir mótið. Enski kylfingurinn Matt Fitzpatrick sigraði á mótinu í Dubai á 17. höggum undir pari en landi hans Tyrrell Hatton hafnaði í öðru sæti, einu höggi á eftir Fitzpatrick.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti