Olíuverð rýkur upp Sæunn Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2016 15:13 Hráolíuverð hefur hækkað um sjö prósent í dag. Vísir/Getty Samþykkt var á OPEC fundi stærstu olíuframleiðenda heims í dag að draga úr olíuframleiðslu. Samþykkt var að framleiðsla OPEC muni dragast saman um 1,2 milljón tunna á dag í 32,5 milljónir tunnu á dag að því er segir í frétt Bloomberg um málið. Deilt hefur verið um framleiðsluþakið í margar vikur en samkvæmt frétt Bloomberg hafa þrír stærstu framleiðendurnir Sádí Arabía, Írak og Íran náð sáttum um að deila með sér samdrættinum. Fjórtán lönd tilheyra OPEC og framleiða þau einn þriðja af heildarolíu heimsins. Líklega munu olíuframleiðendur sem ekki tilheyra OPEC einnig draga saman framleiðslu sína um 600 þúsund tunnur á dag. Hrávöruverð á olíu snarhækkaði við fregnir af þessu. Brent hráolía hefur í dag hækkað um 7,35 prósent og West Texas hráolía hafði hækkað um 6,85 prósent. Verðið er því að nálgast fimmtíu dollara á ný. Eins og Vísir hefur greint frá hefur olíuverð verið afar sveiflukennt síðastliðið árið, hrávöruverð á olíu hefur lækkað um helming frá síðari hluta árs 2014. Ef OPEC loforðið er efnt er um að ræða fyrsta framleiðslu þak frá árinu 2008. Tengdar fréttir Hagnaður olíurisa dregst verulega saman Lækkandi olíuverð hafði þau áhrif að hagnaður BP dróst saman um tæplega helming. 2. nóvember 2016 10:15 Olíuverð hækkar eftir ákvörðun OPEC-ríkja Olíuverð hækkaði í kvöld á mörkuðum eftir að ríki OPEC, samtök olíuútflutningslanda, ákváðu að minnka framleiðslu á olíu í fyrsta sinn í átta ár. 29. september 2016 00:17 Olíuverð ekki hærra í heilt ár Verð á Brent hráolíu er nú 53,5 dollarar á tunnuna. 10. október 2016 15:23 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samþykkt var á OPEC fundi stærstu olíuframleiðenda heims í dag að draga úr olíuframleiðslu. Samþykkt var að framleiðsla OPEC muni dragast saman um 1,2 milljón tunna á dag í 32,5 milljónir tunnu á dag að því er segir í frétt Bloomberg um málið. Deilt hefur verið um framleiðsluþakið í margar vikur en samkvæmt frétt Bloomberg hafa þrír stærstu framleiðendurnir Sádí Arabía, Írak og Íran náð sáttum um að deila með sér samdrættinum. Fjórtán lönd tilheyra OPEC og framleiða þau einn þriðja af heildarolíu heimsins. Líklega munu olíuframleiðendur sem ekki tilheyra OPEC einnig draga saman framleiðslu sína um 600 þúsund tunnur á dag. Hrávöruverð á olíu snarhækkaði við fregnir af þessu. Brent hráolía hefur í dag hækkað um 7,35 prósent og West Texas hráolía hafði hækkað um 6,85 prósent. Verðið er því að nálgast fimmtíu dollara á ný. Eins og Vísir hefur greint frá hefur olíuverð verið afar sveiflukennt síðastliðið árið, hrávöruverð á olíu hefur lækkað um helming frá síðari hluta árs 2014. Ef OPEC loforðið er efnt er um að ræða fyrsta framleiðslu þak frá árinu 2008.
Tengdar fréttir Hagnaður olíurisa dregst verulega saman Lækkandi olíuverð hafði þau áhrif að hagnaður BP dróst saman um tæplega helming. 2. nóvember 2016 10:15 Olíuverð hækkar eftir ákvörðun OPEC-ríkja Olíuverð hækkaði í kvöld á mörkuðum eftir að ríki OPEC, samtök olíuútflutningslanda, ákváðu að minnka framleiðslu á olíu í fyrsta sinn í átta ár. 29. september 2016 00:17 Olíuverð ekki hærra í heilt ár Verð á Brent hráolíu er nú 53,5 dollarar á tunnuna. 10. október 2016 15:23 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hagnaður olíurisa dregst verulega saman Lækkandi olíuverð hafði þau áhrif að hagnaður BP dróst saman um tæplega helming. 2. nóvember 2016 10:15
Olíuverð hækkar eftir ákvörðun OPEC-ríkja Olíuverð hækkaði í kvöld á mörkuðum eftir að ríki OPEC, samtök olíuútflutningslanda, ákváðu að minnka framleiðslu á olíu í fyrsta sinn í átta ár. 29. september 2016 00:17
Olíuverð ekki hærra í heilt ár Verð á Brent hráolíu er nú 53,5 dollarar á tunnuna. 10. október 2016 15:23