Blatter segir Infantino ekki sýna sér virðingu: „Drukkum rauðvín saman en tölum nú í gegnum lögfræðinga“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2016 09:45 Sepp Blatter var nærri dauður. vísir/getty Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að núverandi forseti, Gianni Infantino, sýni sér enga virðingu. Blatter þurfti að yfirgefa stöðu sína hjá FIFA þegar upp komst um ævintýralega spillingu innan sambandsins en hann var dæmdur í sjö ára bann frá fótbolta. Hann tapaði áfrýjun sinni fyrir íþróttadómstólnum fyrr í þessari viku. Þegar Svisslendingurinn hvarf á braut opnuðust dyrnar fyrir nýjan mann en það var Gianni Infantino, fyrrverandi framkvæmdastjóri UEFA, sem var kjörinn nýr forseti FIFA fyrr á þessu ári. Samband þeirra, sem var áður gott að sögn Blatters, er ekki gott.Gianni Infantino talar ekki persónulega við Blatter lengur.vísir/getty„Ég hef aldrei hjá neinu fyrirtæki séð nýja forsetann sýna gamla forsetanum svona litla virðingu. Eftir að Infantino var kosinn vorum við í góðu sambandi. Hann kom við hema hjá mér þar sem við spjölluðum og drukkum rauðvín saman,“ segir Blatter í viðtali við BBC. „Ég sagði honum að ég væri með spurningalista sem þyrfti að fara yfir innan FIFA og hann sagðist ætla að vinna í þeim málum. En svo kom hann aldrei aftur. Ég hef sent honum bréf og svo er ég með símanúmerið hans því ég hef enn þá sambönd. Hann bara svarar aldrei. Nú tölum við bara saman í gegnum lögfræðinga.“ Blatter segir í viðtali við breska ríkisútvarpið að læknar töldu hann eiga nokkra klukkutíma ólifaða í nóvember á síðasta ári. „Ég brotnaði niður 1. nóvember í fyrra. Ég var við fjölskyldugrafreitinn heima í bænum Visp og var mjög máttlaus. Ég gat ekki hreyft mig þannig farið var með mig á sjúkrahús í Zürich,“ segir Blatter. „Mér var sagt að ég myndi deyja á næstu klukkutímum en síðan kom annar læknir sem sagði mér að salaka á. Ég hafði tíma á spítalanum til að hugsa um eitthvað annað en fótbolta,“ segir Sepp Blatter. FIFA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að núverandi forseti, Gianni Infantino, sýni sér enga virðingu. Blatter þurfti að yfirgefa stöðu sína hjá FIFA þegar upp komst um ævintýralega spillingu innan sambandsins en hann var dæmdur í sjö ára bann frá fótbolta. Hann tapaði áfrýjun sinni fyrir íþróttadómstólnum fyrr í þessari viku. Þegar Svisslendingurinn hvarf á braut opnuðust dyrnar fyrir nýjan mann en það var Gianni Infantino, fyrrverandi framkvæmdastjóri UEFA, sem var kjörinn nýr forseti FIFA fyrr á þessu ári. Samband þeirra, sem var áður gott að sögn Blatters, er ekki gott.Gianni Infantino talar ekki persónulega við Blatter lengur.vísir/getty„Ég hef aldrei hjá neinu fyrirtæki séð nýja forsetann sýna gamla forsetanum svona litla virðingu. Eftir að Infantino var kosinn vorum við í góðu sambandi. Hann kom við hema hjá mér þar sem við spjölluðum og drukkum rauðvín saman,“ segir Blatter í viðtali við BBC. „Ég sagði honum að ég væri með spurningalista sem þyrfti að fara yfir innan FIFA og hann sagðist ætla að vinna í þeim málum. En svo kom hann aldrei aftur. Ég hef sent honum bréf og svo er ég með símanúmerið hans því ég hef enn þá sambönd. Hann bara svarar aldrei. Nú tölum við bara saman í gegnum lögfræðinga.“ Blatter segir í viðtali við breska ríkisútvarpið að læknar töldu hann eiga nokkra klukkutíma ólifaða í nóvember á síðasta ári. „Ég brotnaði niður 1. nóvember í fyrra. Ég var við fjölskyldugrafreitinn heima í bænum Visp og var mjög máttlaus. Ég gat ekki hreyft mig þannig farið var með mig á sjúkrahús í Zürich,“ segir Blatter. „Mér var sagt að ég myndi deyja á næstu klukkutímum en síðan kom annar læknir sem sagði mér að salaka á. Ég hafði tíma á spítalanum til að hugsa um eitthvað annað en fótbolta,“ segir Sepp Blatter.
FIFA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira