Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2016 12:00 Fjármálaráðherra segir að mikið sé undir. Vísir/Anton Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. Ýmis þenslumerki séu í þjóðfélaginu og ekki megi við því að friður verði úti á vinnumarkaði vegna lífeyrismálanna. Fráfarandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði og hugðist greiða tugi milljarða inn á uppsafnaðar skuldbindingar ríkissjóðs vegna lífeyris opinberra starfsmanna. Frumvarpið var lagt til hliðar þegar nokkur félög opinberra starfsmanna felldu samkomulag um breytingar á lífeyrismálunum. Breytingarnar tengjast einnig heildarsamkomulagi á vinnumarkaði og því eru kjarasamningar sem koma til endurskoðunar í upphafi næsta árs í óvissu. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra sagði þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar á Alþingi í gær að ágætis jafnvægi væri nú í efnahagsmálum en blikur væru á lofti.Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra.vísir/gva„Efnahagsleg endurreisn Íslands eftir fall bankakerfisins haustið 2008 er vel á veg komin og eru hagspár fyrir næstu ár afar hagfelldar. Hagvöxtur hefur verið byggður á traustum grunni undanfarin ár og það er ágætis jafnvægi í þjóðarbúskapnum um þessar mundir. Verðbólga er lítil, kaupmáttur vex, atvinnustig er hátt og atvinnuleysi með því minnsta sem við höfum séð,“ sagði Bjarni. Ágætis vöxtur væri í fjárfestingu atvinnuvega samhliða aukningu í einkaneyslu og heimili og fyrirtæki hafi nýtt hagstæðar aðstæður til að draga úr skuldsetningu. „En það er ekki hægt að horfa framhjá því að það eru vaxandi líkur á því að þensla kunni að ógna jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setur viðvarandi þrýsting á krónuna. Laun hafa hækkað verulega umfram framleiðnivöxt og gera má ráð fyrir að framleiðsluspennan nái hámarki í byrjun næsta árs. Breytt umgjörð kjarasamninga er því nauðsynleg en óvissu gætir nú á vinnumarkaði meðal annars vegna þess að ekki hefur enn orðið að jöfnun lífeyrisréttinda á milli almenna og opinbera markaðarins,“ sagði fjármálaráðherra. Bjarni sagðist vona að Alþingi auðnaðist að ljúka því verkefni á yfirstandandi þingi og þá helst í þessum mánuði. „Það er mikið undir. Ekki bara fyrir vinnumarkaðinn og áframhaldandi frið á vinnumarkaði, heldur er ljóst að ríki og sveitarfélög munu um áramótin þurfa að hækka iðgjöld verulega ef ekki verður brugðist við. Á undanförnum dögum og vikum hefur haldið áfram samtal við heildarsamtökin vegna þess samkomulags sem undirritað var á sínum tíma og stendur enn. Enginn hefur sagt sig frá því. En samtalið snýst meðal annars um það hvernig við getum aðlagað mögulegt frumvarp sem kæmi þá fram á þessu þingi að þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið frá því málið var lagt hér fram á síðasta þingi fyrir kosningar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. Ýmis þenslumerki séu í þjóðfélaginu og ekki megi við því að friður verði úti á vinnumarkaði vegna lífeyrismálanna. Fráfarandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði og hugðist greiða tugi milljarða inn á uppsafnaðar skuldbindingar ríkissjóðs vegna lífeyris opinberra starfsmanna. Frumvarpið var lagt til hliðar þegar nokkur félög opinberra starfsmanna felldu samkomulag um breytingar á lífeyrismálunum. Breytingarnar tengjast einnig heildarsamkomulagi á vinnumarkaði og því eru kjarasamningar sem koma til endurskoðunar í upphafi næsta árs í óvissu. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra sagði þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar á Alþingi í gær að ágætis jafnvægi væri nú í efnahagsmálum en blikur væru á lofti.Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra.vísir/gva„Efnahagsleg endurreisn Íslands eftir fall bankakerfisins haustið 2008 er vel á veg komin og eru hagspár fyrir næstu ár afar hagfelldar. Hagvöxtur hefur verið byggður á traustum grunni undanfarin ár og það er ágætis jafnvægi í þjóðarbúskapnum um þessar mundir. Verðbólga er lítil, kaupmáttur vex, atvinnustig er hátt og atvinnuleysi með því minnsta sem við höfum séð,“ sagði Bjarni. Ágætis vöxtur væri í fjárfestingu atvinnuvega samhliða aukningu í einkaneyslu og heimili og fyrirtæki hafi nýtt hagstæðar aðstæður til að draga úr skuldsetningu. „En það er ekki hægt að horfa framhjá því að það eru vaxandi líkur á því að þensla kunni að ógna jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setur viðvarandi þrýsting á krónuna. Laun hafa hækkað verulega umfram framleiðnivöxt og gera má ráð fyrir að framleiðsluspennan nái hámarki í byrjun næsta árs. Breytt umgjörð kjarasamninga er því nauðsynleg en óvissu gætir nú á vinnumarkaði meðal annars vegna þess að ekki hefur enn orðið að jöfnun lífeyrisréttinda á milli almenna og opinbera markaðarins,“ sagði fjármálaráðherra. Bjarni sagðist vona að Alþingi auðnaðist að ljúka því verkefni á yfirstandandi þingi og þá helst í þessum mánuði. „Það er mikið undir. Ekki bara fyrir vinnumarkaðinn og áframhaldandi frið á vinnumarkaði, heldur er ljóst að ríki og sveitarfélög munu um áramótin þurfa að hækka iðgjöld verulega ef ekki verður brugðist við. Á undanförnum dögum og vikum hefur haldið áfram samtal við heildarsamtökin vegna þess samkomulags sem undirritað var á sínum tíma og stendur enn. Enginn hefur sagt sig frá því. En samtalið snýst meðal annars um það hvernig við getum aðlagað mögulegt frumvarp sem kæmi þá fram á þessu þingi að þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið frá því málið var lagt hér fram á síðasta þingi fyrir kosningar,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira