Landspítalinn fær fjóra milljarða á fjárlögum en þarf tólf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2016 16:59 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í dag. vísir/gva Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. Ekki verður þó annað ráðið af frumvarpinu en að hækkunin sé að mestu fólgin í verðlags-og launabótum. Miðað við orð Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöld er þetta verulega langt frá þeim tólf milljörðum sem spítalinn telur sig þurfa til að geta sinnt nauðsynlegri þjónustu. Í fréttinni var miðað við það að spítalinn fengi tvo milljarða til viðbótar á fjárlögum næsta árs auk verðlags-og launabóta. María sagði á sunnudagskvöld að það gengi ekki upp að spítalinn fengi minni fjármuni en hann í raun þurfi. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” sagði María. Þá sagði hún að spítalinn myndi leita til heilbrigðisráðherra varðandi það hvernig ætti að skera niður þjónustu á spítalanum. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” sagði María á sunnudagskvöld. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er þó í heildina gert ráð fyrir því að rekstrarframlög til heilbrigðismála aukist um samtals 7,3 milljarða. Þar af eru fjórir milljarðar til styrkingar á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilsugæslu og um 1,5 milljarður vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna frumvarpsins. Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. Ekki verður þó annað ráðið af frumvarpinu en að hækkunin sé að mestu fólgin í verðlags-og launabótum. Miðað við orð Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöld er þetta verulega langt frá þeim tólf milljörðum sem spítalinn telur sig þurfa til að geta sinnt nauðsynlegri þjónustu. Í fréttinni var miðað við það að spítalinn fengi tvo milljarða til viðbótar á fjárlögum næsta árs auk verðlags-og launabóta. María sagði á sunnudagskvöld að það gengi ekki upp að spítalinn fengi minni fjármuni en hann í raun þurfi. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” sagði María. Þá sagði hún að spítalinn myndi leita til heilbrigðisráðherra varðandi það hvernig ætti að skera niður þjónustu á spítalanum. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” sagði María á sunnudagskvöld. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er þó í heildina gert ráð fyrir því að rekstrarframlög til heilbrigðismála aukist um samtals 7,3 milljarða. Þar af eru fjórir milljarðar til styrkingar á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilsugæslu og um 1,5 milljarður vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna frumvarpsins.
Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16
Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50
Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15