Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. desember 2016 18:30 Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. Könnunin var gerð árið 2015 og er þetta í sjötta sinn sem íslenskir nemendur taka þátt í henni. Um er að ræða alþjóðlega langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í læsi, lesskilningi, náttúrufræði og stærðfræði. Niðurstöðurnar sem birtar voru í dag sýna að íslensk börn eru undir meðaltali OECD-landanna í öllum flokkum. Kunnáttu barnanna hrakar frá síðustu könnun. Þau koma verr út úr henni en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að læsi á náttúrufræði. „PISA er ekki einhlítur mælikvarði fyrir menntakerfið. PISA mælir ekki sköpunarhæfileika. Það mælir ekki það hvort krakkarnir okkar eru duglegir eða ekki. Það mælir ekki félagsgreindina og svo framvegis. En það mælir ákveðna kjarnaþætti sem að skipta máli í náminu og það að okkur skuli vera að fara svona aftur, það er alvarlegt mál og það er auðvitað, já, ákveðinn áfellisdómur yfir menntakerfinu okkar. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því. En fyrst og fremst er þetta þá hvatning til okkar og áskorun um að gera betur. Við erum nú þegar búin að grípa til aðgerða hvað varðar læsið og komin þar af stað. Við munum sjá á næstu árum afraksturinn af því og sama þurfum við að gera í öðrum greinum, “ segir Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra. Þá koma börn á landsbyggðinni verr út úr könnuninni en á höfuðborgarsvæðinu. Illugi segist ekki hafa svör á reiðum höndum um það af hverju íslensk börn koma svo illa út úr könnuninni. Um marga hluti geti verið að ræða. Til að mynda samfélagsbreytingar, líkt og minni tíma barna til að læra, stuðning við kennara, fjármagn til skólanna og fleira. Þetta þurfi að rannsaka og bregðast við. „Allir Íslendingar eiga svo mikið undir því að menntakerfið okkar sé gott og við getum ekki ætlast til þess að lífskjör hér á Íslandi verði sambærileg við það sem gerist annars staðar ef menntakerfið okkar er ekki sambærilegt við það sem annars staðar er,“ segir Illugi. PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Sjá meira
Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. Könnunin var gerð árið 2015 og er þetta í sjötta sinn sem íslenskir nemendur taka þátt í henni. Um er að ræða alþjóðlega langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í læsi, lesskilningi, náttúrufræði og stærðfræði. Niðurstöðurnar sem birtar voru í dag sýna að íslensk börn eru undir meðaltali OECD-landanna í öllum flokkum. Kunnáttu barnanna hrakar frá síðustu könnun. Þau koma verr út úr henni en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að læsi á náttúrufræði. „PISA er ekki einhlítur mælikvarði fyrir menntakerfið. PISA mælir ekki sköpunarhæfileika. Það mælir ekki það hvort krakkarnir okkar eru duglegir eða ekki. Það mælir ekki félagsgreindina og svo framvegis. En það mælir ákveðna kjarnaþætti sem að skipta máli í náminu og það að okkur skuli vera að fara svona aftur, það er alvarlegt mál og það er auðvitað, já, ákveðinn áfellisdómur yfir menntakerfinu okkar. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því. En fyrst og fremst er þetta þá hvatning til okkar og áskorun um að gera betur. Við erum nú þegar búin að grípa til aðgerða hvað varðar læsið og komin þar af stað. Við munum sjá á næstu árum afraksturinn af því og sama þurfum við að gera í öðrum greinum, “ segir Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra. Þá koma börn á landsbyggðinni verr út úr könnuninni en á höfuðborgarsvæðinu. Illugi segist ekki hafa svör á reiðum höndum um það af hverju íslensk börn koma svo illa út úr könnuninni. Um marga hluti geti verið að ræða. Til að mynda samfélagsbreytingar, líkt og minni tíma barna til að læra, stuðning við kennara, fjármagn til skólanna og fleira. Þetta þurfi að rannsaka og bregðast við. „Allir Íslendingar eiga svo mikið undir því að menntakerfið okkar sé gott og við getum ekki ætlast til þess að lífskjör hér á Íslandi verði sambærileg við það sem gerist annars staðar ef menntakerfið okkar er ekki sambærilegt við það sem annars staðar er,“ segir Illugi.
PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Sjá meira