Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2016 10:44 PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti Vísir/Vilhelm Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. Norðurlöndin öll eru fyrir ofan Ísland í öllum flokkum auk þess sem að Ísland er undir OECD-meðaltali í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Frammistaða íslenskra nemenda versnar frá síðustu könnum sem náði til ársins 2012 og líkt og sjá má á gagnvirku korti hér er Ísland á niðurleið í öllum flokkum. Sé miðað við könnunina frá árinu 2006 hefur frammistöðu íslenskra nemenda hrakað. Íslenskir nemendur fá 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fá þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Að lokum fá íslenskir nemendur 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Helstu niðurstöður má sjá neðst í fréttinni. Staðan aldrei verri Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug. Læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá því að það var fyrst metið árið 2003. Þetta er mikil breyting á stöðu íslenskra nemenda og hefur hún aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA og er hún áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hefur þróunin batnað en í Finnlandi versnar staðan mikið ár frá ári. Finnar er þó enn með mun betri útkomu en aðrar þjóðir. Singapúr er efst í öllum flokkum en Finnar og Danir eru efst Norðurlanda í stærðfræðilæsi, Finnar leiða einnig í lesskilningi og vísindalæsi. Sjá má niðurstöður PISA-könnunarinnar hér auk þess sem að skoða má töflur yfir frammistöðu ríkja á vef The Guardian. PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Takmarkaðar framfarir í PISA könnunum undanfarinn áratug Ísland er meðal þeirra landa þar sem hlutfall þeirra sem standa sig verst í PISA könnunum OECD hefur hækkað á síðasta áratug. OECD telur þetta geta haft slæm félagsleg og efnahagsleg áhrif. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira
Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. Norðurlöndin öll eru fyrir ofan Ísland í öllum flokkum auk þess sem að Ísland er undir OECD-meðaltali í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Frammistaða íslenskra nemenda versnar frá síðustu könnum sem náði til ársins 2012 og líkt og sjá má á gagnvirku korti hér er Ísland á niðurleið í öllum flokkum. Sé miðað við könnunina frá árinu 2006 hefur frammistöðu íslenskra nemenda hrakað. Íslenskir nemendur fá 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fá þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Að lokum fá íslenskir nemendur 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Helstu niðurstöður má sjá neðst í fréttinni. Staðan aldrei verri Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug. Læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá því að það var fyrst metið árið 2003. Þetta er mikil breyting á stöðu íslenskra nemenda og hefur hún aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA og er hún áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hefur þróunin batnað en í Finnlandi versnar staðan mikið ár frá ári. Finnar er þó enn með mun betri útkomu en aðrar þjóðir. Singapúr er efst í öllum flokkum en Finnar og Danir eru efst Norðurlanda í stærðfræðilæsi, Finnar leiða einnig í lesskilningi og vísindalæsi. Sjá má niðurstöður PISA-könnunarinnar hér auk þess sem að skoða má töflur yfir frammistöðu ríkja á vef The Guardian.
PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Takmarkaðar framfarir í PISA könnunum undanfarinn áratug Ísland er meðal þeirra landa þar sem hlutfall þeirra sem standa sig verst í PISA könnunum OECD hefur hækkað á síðasta áratug. OECD telur þetta geta haft slæm félagsleg og efnahagsleg áhrif. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira
Takmarkaðar framfarir í PISA könnunum undanfarinn áratug Ísland er meðal þeirra landa þar sem hlutfall þeirra sem standa sig verst í PISA könnunum OECD hefur hækkað á síðasta áratug. OECD telur þetta geta haft slæm félagsleg og efnahagsleg áhrif. 18. febrúar 2016 07:00