Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2016 10:44 PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti Vísir/Vilhelm Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. Norðurlöndin öll eru fyrir ofan Ísland í öllum flokkum auk þess sem að Ísland er undir OECD-meðaltali í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Frammistaða íslenskra nemenda versnar frá síðustu könnum sem náði til ársins 2012 og líkt og sjá má á gagnvirku korti hér er Ísland á niðurleið í öllum flokkum. Sé miðað við könnunina frá árinu 2006 hefur frammistöðu íslenskra nemenda hrakað. Íslenskir nemendur fá 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fá þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Að lokum fá íslenskir nemendur 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Helstu niðurstöður má sjá neðst í fréttinni. Staðan aldrei verri Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug. Læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá því að það var fyrst metið árið 2003. Þetta er mikil breyting á stöðu íslenskra nemenda og hefur hún aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA og er hún áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hefur þróunin batnað en í Finnlandi versnar staðan mikið ár frá ári. Finnar er þó enn með mun betri útkomu en aðrar þjóðir. Singapúr er efst í öllum flokkum en Finnar og Danir eru efst Norðurlanda í stærðfræðilæsi, Finnar leiða einnig í lesskilningi og vísindalæsi. Sjá má niðurstöður PISA-könnunarinnar hér auk þess sem að skoða má töflur yfir frammistöðu ríkja á vef The Guardian. PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Takmarkaðar framfarir í PISA könnunum undanfarinn áratug Ísland er meðal þeirra landa þar sem hlutfall þeirra sem standa sig verst í PISA könnunum OECD hefur hækkað á síðasta áratug. OECD telur þetta geta haft slæm félagsleg og efnahagsleg áhrif. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. Norðurlöndin öll eru fyrir ofan Ísland í öllum flokkum auk þess sem að Ísland er undir OECD-meðaltali í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Frammistaða íslenskra nemenda versnar frá síðustu könnum sem náði til ársins 2012 og líkt og sjá má á gagnvirku korti hér er Ísland á niðurleið í öllum flokkum. Sé miðað við könnunina frá árinu 2006 hefur frammistöðu íslenskra nemenda hrakað. Íslenskir nemendur fá 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fá þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Að lokum fá íslenskir nemendur 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Helstu niðurstöður má sjá neðst í fréttinni. Staðan aldrei verri Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug. Læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá því að það var fyrst metið árið 2003. Þetta er mikil breyting á stöðu íslenskra nemenda og hefur hún aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA og er hún áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hefur þróunin batnað en í Finnlandi versnar staðan mikið ár frá ári. Finnar er þó enn með mun betri útkomu en aðrar þjóðir. Singapúr er efst í öllum flokkum en Finnar og Danir eru efst Norðurlanda í stærðfræðilæsi, Finnar leiða einnig í lesskilningi og vísindalæsi. Sjá má niðurstöður PISA-könnunarinnar hér auk þess sem að skoða má töflur yfir frammistöðu ríkja á vef The Guardian.
PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Takmarkaðar framfarir í PISA könnunum undanfarinn áratug Ísland er meðal þeirra landa þar sem hlutfall þeirra sem standa sig verst í PISA könnunum OECD hefur hækkað á síðasta áratug. OECD telur þetta geta haft slæm félagsleg og efnahagsleg áhrif. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Takmarkaðar framfarir í PISA könnunum undanfarinn áratug Ísland er meðal þeirra landa þar sem hlutfall þeirra sem standa sig verst í PISA könnunum OECD hefur hækkað á síðasta áratug. OECD telur þetta geta haft slæm félagsleg og efnahagsleg áhrif. 18. febrúar 2016 07:00