Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2016 18:33 Eggi var kastað í hús Kristins Gylfa, framkvæmdastjóra Brúneggja í seinustu viku eftir umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið. Þetta kom fram í viðtali við Kristinn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Í viðtalinu var Kristinn meðal annars spurður hvernig honum og hans fólki hefði liðið undir umfjöllun fjölmiðla frá því í seinustu viku. „Okkur hefur ekki liðið vel, okkar fólk hefur tekið þetta mjög nærri sér, það er verið að kalla okkur eigendur Brúneggja dýraníðinga þegar við höfum verið í landbúnaðarrekstri í 35 ár og það vita allir sem þekkja okkur að við höfum alla tíð farið vel með okkar dýr“ svaraði Kristinn. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Kristinn sagði að þeir bræður hefðu ekki alltaf getað verið í húsunum við nægilegt eftirlit og að sumt hefði mátt betur fara. Sér þætti það mjög miður. Áður hefði samstarf við fólk um sölu á vörunni alltaf verið gott. „Þessi uppákoma hefur stórskaðað okkar ímynd og ég vona bara að við fáum tækifæri til þess að sanna okkur á ný. Hvort fyrirtækið verði undir höndum nýrra aðila eða hvort það líður undir lok verður bara að koma í ljós“ sagði Kristinn. Sjá einnig: Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Loks var Kristinn spurður hvort hann og hans fólk hefði orðið fyrir aðkasti eftir umfjöllun fjölmiðla. „Já, eggi var hent í húsið þar sem ég og fjölskyldan mín búum eitt kvöldið í síðustu viku. Krökkunum leið ekki vel með það.“ sagði Kristinn. Hann sagði jafnframt að hann teldi fólk gríðarlega dómhart. Kristinn tók þó fram að fyrirtæki hans vilji eiga samtal og biðlaði til fólks um að horfa á málið í heild sinni. Þetta gæti verið hvatning til sín og annarra um að vanda betur til verka í matvælaframleiðslu á Íslandi. Kristinn var ekki viss hvort að umrætt egg hefði verið brúnegg. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Eggi var kastað í hús Kristins Gylfa, framkvæmdastjóra Brúneggja í seinustu viku eftir umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið. Þetta kom fram í viðtali við Kristinn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Í viðtalinu var Kristinn meðal annars spurður hvernig honum og hans fólki hefði liðið undir umfjöllun fjölmiðla frá því í seinustu viku. „Okkur hefur ekki liðið vel, okkar fólk hefur tekið þetta mjög nærri sér, það er verið að kalla okkur eigendur Brúneggja dýraníðinga þegar við höfum verið í landbúnaðarrekstri í 35 ár og það vita allir sem þekkja okkur að við höfum alla tíð farið vel með okkar dýr“ svaraði Kristinn. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Kristinn sagði að þeir bræður hefðu ekki alltaf getað verið í húsunum við nægilegt eftirlit og að sumt hefði mátt betur fara. Sér þætti það mjög miður. Áður hefði samstarf við fólk um sölu á vörunni alltaf verið gott. „Þessi uppákoma hefur stórskaðað okkar ímynd og ég vona bara að við fáum tækifæri til þess að sanna okkur á ný. Hvort fyrirtækið verði undir höndum nýrra aðila eða hvort það líður undir lok verður bara að koma í ljós“ sagði Kristinn. Sjá einnig: Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Loks var Kristinn spurður hvort hann og hans fólk hefði orðið fyrir aðkasti eftir umfjöllun fjölmiðla. „Já, eggi var hent í húsið þar sem ég og fjölskyldan mín búum eitt kvöldið í síðustu viku. Krökkunum leið ekki vel með það.“ sagði Kristinn. Hann sagði jafnframt að hann teldi fólk gríðarlega dómhart. Kristinn tók þó fram að fyrirtæki hans vilji eiga samtal og biðlaði til fólks um að horfa á málið í heild sinni. Þetta gæti verið hvatning til sín og annarra um að vanda betur til verka í matvælaframleiðslu á Íslandi. Kristinn var ekki viss hvort að umrætt egg hefði verið brúnegg.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09