Lára fagnar allri umræðu um náttúruna: „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2016 15:45 Lára Ómarsdóttir hefur kynnt þekkt og minna þekkt náttúruundur fyrir landsmönnum á sjónvarpsskjánum undanfarin ár. Lára Ómarsdóttir, frétta- og sjónvarpskona á RÚV, fagnar allri umræðu er snýr að náttúru Íslands. Hún segir eðlilegt að Íslendingar fái að sjá náttúruperlur landsins enda sé það markmiðið með Ferðastiklum að sýna fallega staði á landinu. Forkólfar í ferðamennsku á Íslandi hafa lýst yfir áhyggjum sínum með umfjöllun Láru í Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. Til umfjöllunar voru Rauðufossafjöll en félagar í Ferðafélagi Íslands og fleiri hafa verið þeirrar skoðunar að þegjandi samkomulag gilti um að skrifa hvorki um svæðið né birta myndir af því opinberlega.Seldar gönguferðir á þennan stað „Ég heyri af þessum stað frá manni sem fór þangað í skipulagða gönguferð. Fólk sem hafði farið þarna í göngu sem þetta stórkostlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún hafi farið í að kynna sér staðinn og lesið sér til. „Það er búið að skrifa um hann í bókum. Það eru seldar ferðir þarna í þessa gönguleið. Þetta er gönguleið sem er skilgreind sem slík af sveitarfélaginu. Fjöllin heita Rauðufossafjöll, eru merkt á kortum þannig að mér fannst þetta bara áhugaverður staður, fallegur staður sem ætti heima í sjónvarpi allra landsmanna. Bara frábær náttúruperla.“ Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og er nú talið í milljónum. Fólk hefur áhyggjur af átroðningi á fallegum stöðum, ekki að ástæðulausu. Þá virðast Íslendingar sömuleiðis í auknum mæli halda í göngur og skoða landið sitt.Einn fallegur staður af mörgum „Ég treysti því að íslendingar fari vel með landið sitt hvar sem þeir koma,“ segir Lára sem hefur farið víða enda komið inn í þriðju þáttaröð Ferðastikla. „Ég er búin að sýna fólki heima í stofu staði sem það á kannski annars ekki kost á að fara á. Fallega staði á landinu sem kannski ekkert allir þekkja. Þetta er bara einn slíkur staður sem mig langaði til að kynna fyrir landi og þjóð.“ Viðbrögðin hafi aldrei verið svipuð og nú en hún fagnar allri umræðu. „Ég fæ gríðarlega mörg símtöl, tölvuóst og það er alltaf bara ánægja og þakklæti með að ég sé að sýna fólki landið sem við búum á.Það eru þau viðbrögð sem ég hef fengið við þáttunum hingað til.“Ekki fyrsti fallegi óþekkti staðurinn Umræðan á veggjum landsþekktra leiðsögumanna hefur verið mikil í dag og sömuleiðis í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sitt sýnist hverjum þótt flestir hafi sömu hagsmuna að gæta, náttúru landsins. „Mér finnst þessi umræða algjörlega eiga rétt á sér. Ég fagna henni og allri umræðu um náttúru og landið í heild. Ég er að reyna að sýna fólki staði á landinu sem eru fallegir og eru þess virði að skoða einhvern tímann. Nú ef fólk kemst ekki, þá veit fólk allavega af því að þeir séu til.“ Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem minna þekktir en afar fallegir staðir hafa birst í þáttunum. „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Lára Ómarsdóttir, frétta- og sjónvarpskona á RÚV, fagnar allri umræðu er snýr að náttúru Íslands. Hún segir eðlilegt að Íslendingar fái að sjá náttúruperlur landsins enda sé það markmiðið með Ferðastiklum að sýna fallega staði á landinu. Forkólfar í ferðamennsku á Íslandi hafa lýst yfir áhyggjum sínum með umfjöllun Láru í Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. Til umfjöllunar voru Rauðufossafjöll en félagar í Ferðafélagi Íslands og fleiri hafa verið þeirrar skoðunar að þegjandi samkomulag gilti um að skrifa hvorki um svæðið né birta myndir af því opinberlega.Seldar gönguferðir á þennan stað „Ég heyri af þessum stað frá manni sem fór þangað í skipulagða gönguferð. Fólk sem hafði farið þarna í göngu sem þetta stórkostlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún hafi farið í að kynna sér staðinn og lesið sér til. „Það er búið að skrifa um hann í bókum. Það eru seldar ferðir þarna í þessa gönguleið. Þetta er gönguleið sem er skilgreind sem slík af sveitarfélaginu. Fjöllin heita Rauðufossafjöll, eru merkt á kortum þannig að mér fannst þetta bara áhugaverður staður, fallegur staður sem ætti heima í sjónvarpi allra landsmanna. Bara frábær náttúruperla.“ Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og er nú talið í milljónum. Fólk hefur áhyggjur af átroðningi á fallegum stöðum, ekki að ástæðulausu. Þá virðast Íslendingar sömuleiðis í auknum mæli halda í göngur og skoða landið sitt.Einn fallegur staður af mörgum „Ég treysti því að íslendingar fari vel með landið sitt hvar sem þeir koma,“ segir Lára sem hefur farið víða enda komið inn í þriðju þáttaröð Ferðastikla. „Ég er búin að sýna fólki heima í stofu staði sem það á kannski annars ekki kost á að fara á. Fallega staði á landinu sem kannski ekkert allir þekkja. Þetta er bara einn slíkur staður sem mig langaði til að kynna fyrir landi og þjóð.“ Viðbrögðin hafi aldrei verið svipuð og nú en hún fagnar allri umræðu. „Ég fæ gríðarlega mörg símtöl, tölvuóst og það er alltaf bara ánægja og þakklæti með að ég sé að sýna fólki landið sem við búum á.Það eru þau viðbrögð sem ég hef fengið við þáttunum hingað til.“Ekki fyrsti fallegi óþekkti staðurinn Umræðan á veggjum landsþekktra leiðsögumanna hefur verið mikil í dag og sömuleiðis í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sitt sýnist hverjum þótt flestir hafi sömu hagsmuna að gæta, náttúru landsins. „Mér finnst þessi umræða algjörlega eiga rétt á sér. Ég fagna henni og allri umræðu um náttúru og landið í heild. Ég er að reyna að sýna fólki staði á landinu sem eru fallegir og eru þess virði að skoða einhvern tímann. Nú ef fólk kemst ekki, þá veit fólk allavega af því að þeir séu til.“ Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem minna þekktir en afar fallegir staðir hafa birst í þáttunum. „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15