Lára fagnar allri umræðu um náttúruna: „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2016 15:45 Lára Ómarsdóttir hefur kynnt þekkt og minna þekkt náttúruundur fyrir landsmönnum á sjónvarpsskjánum undanfarin ár. Lára Ómarsdóttir, frétta- og sjónvarpskona á RÚV, fagnar allri umræðu er snýr að náttúru Íslands. Hún segir eðlilegt að Íslendingar fái að sjá náttúruperlur landsins enda sé það markmiðið með Ferðastiklum að sýna fallega staði á landinu. Forkólfar í ferðamennsku á Íslandi hafa lýst yfir áhyggjum sínum með umfjöllun Láru í Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. Til umfjöllunar voru Rauðufossafjöll en félagar í Ferðafélagi Íslands og fleiri hafa verið þeirrar skoðunar að þegjandi samkomulag gilti um að skrifa hvorki um svæðið né birta myndir af því opinberlega.Seldar gönguferðir á þennan stað „Ég heyri af þessum stað frá manni sem fór þangað í skipulagða gönguferð. Fólk sem hafði farið þarna í göngu sem þetta stórkostlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún hafi farið í að kynna sér staðinn og lesið sér til. „Það er búið að skrifa um hann í bókum. Það eru seldar ferðir þarna í þessa gönguleið. Þetta er gönguleið sem er skilgreind sem slík af sveitarfélaginu. Fjöllin heita Rauðufossafjöll, eru merkt á kortum þannig að mér fannst þetta bara áhugaverður staður, fallegur staður sem ætti heima í sjónvarpi allra landsmanna. Bara frábær náttúruperla.“ Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og er nú talið í milljónum. Fólk hefur áhyggjur af átroðningi á fallegum stöðum, ekki að ástæðulausu. Þá virðast Íslendingar sömuleiðis í auknum mæli halda í göngur og skoða landið sitt.Einn fallegur staður af mörgum „Ég treysti því að íslendingar fari vel með landið sitt hvar sem þeir koma,“ segir Lára sem hefur farið víða enda komið inn í þriðju þáttaröð Ferðastikla. „Ég er búin að sýna fólki heima í stofu staði sem það á kannski annars ekki kost á að fara á. Fallega staði á landinu sem kannski ekkert allir þekkja. Þetta er bara einn slíkur staður sem mig langaði til að kynna fyrir landi og þjóð.“ Viðbrögðin hafi aldrei verið svipuð og nú en hún fagnar allri umræðu. „Ég fæ gríðarlega mörg símtöl, tölvuóst og það er alltaf bara ánægja og þakklæti með að ég sé að sýna fólki landið sem við búum á.Það eru þau viðbrögð sem ég hef fengið við þáttunum hingað til.“Ekki fyrsti fallegi óþekkti staðurinn Umræðan á veggjum landsþekktra leiðsögumanna hefur verið mikil í dag og sömuleiðis í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sitt sýnist hverjum þótt flestir hafi sömu hagsmuna að gæta, náttúru landsins. „Mér finnst þessi umræða algjörlega eiga rétt á sér. Ég fagna henni og allri umræðu um náttúru og landið í heild. Ég er að reyna að sýna fólki staði á landinu sem eru fallegir og eru þess virði að skoða einhvern tímann. Nú ef fólk kemst ekki, þá veit fólk allavega af því að þeir séu til.“ Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem minna þekktir en afar fallegir staðir hafa birst í þáttunum. „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Sjá meira
Lára Ómarsdóttir, frétta- og sjónvarpskona á RÚV, fagnar allri umræðu er snýr að náttúru Íslands. Hún segir eðlilegt að Íslendingar fái að sjá náttúruperlur landsins enda sé það markmiðið með Ferðastiklum að sýna fallega staði á landinu. Forkólfar í ferðamennsku á Íslandi hafa lýst yfir áhyggjum sínum með umfjöllun Láru í Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. Til umfjöllunar voru Rauðufossafjöll en félagar í Ferðafélagi Íslands og fleiri hafa verið þeirrar skoðunar að þegjandi samkomulag gilti um að skrifa hvorki um svæðið né birta myndir af því opinberlega.Seldar gönguferðir á þennan stað „Ég heyri af þessum stað frá manni sem fór þangað í skipulagða gönguferð. Fólk sem hafði farið þarna í göngu sem þetta stórkostlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún hafi farið í að kynna sér staðinn og lesið sér til. „Það er búið að skrifa um hann í bókum. Það eru seldar ferðir þarna í þessa gönguleið. Þetta er gönguleið sem er skilgreind sem slík af sveitarfélaginu. Fjöllin heita Rauðufossafjöll, eru merkt á kortum þannig að mér fannst þetta bara áhugaverður staður, fallegur staður sem ætti heima í sjónvarpi allra landsmanna. Bara frábær náttúruperla.“ Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og er nú talið í milljónum. Fólk hefur áhyggjur af átroðningi á fallegum stöðum, ekki að ástæðulausu. Þá virðast Íslendingar sömuleiðis í auknum mæli halda í göngur og skoða landið sitt.Einn fallegur staður af mörgum „Ég treysti því að íslendingar fari vel með landið sitt hvar sem þeir koma,“ segir Lára sem hefur farið víða enda komið inn í þriðju þáttaröð Ferðastikla. „Ég er búin að sýna fólki heima í stofu staði sem það á kannski annars ekki kost á að fara á. Fallega staði á landinu sem kannski ekkert allir þekkja. Þetta er bara einn slíkur staður sem mig langaði til að kynna fyrir landi og þjóð.“ Viðbrögðin hafi aldrei verið svipuð og nú en hún fagnar allri umræðu. „Ég fæ gríðarlega mörg símtöl, tölvuóst og það er alltaf bara ánægja og þakklæti með að ég sé að sýna fólki landið sem við búum á.Það eru þau viðbrögð sem ég hef fengið við þáttunum hingað til.“Ekki fyrsti fallegi óþekkti staðurinn Umræðan á veggjum landsþekktra leiðsögumanna hefur verið mikil í dag og sömuleiðis í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sitt sýnist hverjum þótt flestir hafi sömu hagsmuna að gæta, náttúru landsins. „Mér finnst þessi umræða algjörlega eiga rétt á sér. Ég fagna henni og allri umræðu um náttúru og landið í heild. Ég er að reyna að sýna fólki staði á landinu sem eru fallegir og eru þess virði að skoða einhvern tímann. Nú ef fólk kemst ekki, þá veit fólk allavega af því að þeir séu til.“ Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem minna þekktir en afar fallegir staðir hafa birst í þáttunum. „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Sjá meira
Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15