Volkswagen Atlas líka fyrir Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2016 15:01 Volkswagen ákvað að smíða nýja Atlas jeppann fyrir Bandaríkjamarkað og Kína, en nú kemur sterklega til greina að bjóða hann einnig í völdum Evrópulöndum. Reyndar hafði Volkswagen ákveðið að bjóða þennan 7 sæta jeppa í Rússlandi. Atlas er stór og langur jeppi sem Volkswagen hafði skilgreint sem of stóran bíl, ekki síst fyrir bílskúra í Evrópu og að hann ætti ekki mikið erindi til flestra Evrópulanda. Svo virðist þó sem mikill þrýstingur hafi myndast hjá Volkswagen að bjóða hann í nokkrum Evrópulöndum og líklegt þykir nú að svo gæti orðið. Jeppinn stóri verður framleiddur í Bandaríkjunum, þ.e.a.s. í verksmiðju Volkswagen í Chattanooga og þar er svo mikil framleiðslugeta að hægðarleikur á að vera að framleiða meira af honum en upphaflega stóð til. Atlas fer í sölu í Bandaríkjunum næsta vor og verður þar í boði með 238 og 280 hestafla dísilvélum, en í Evrópu yrði hann aðallega í boði með 2,0 lítra TDI dísilvélinni, 190 hestöfl. Með minni vélinni í Bandaríkjunum fæst bíllinn aðeins framhjóladrifinn, en verður í boði fjórhjóladrifinn með stærri vélinni, sem er 3,6 lítra og tengd við 8 gíra sjálfskiptingu. Verð Atlas hefur ekki verið gefið upp en hann á að verða umtalsvert ódýrari en Volkswagen Touareg sem kostar 49.495 dollara vestanhafs. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent
Volkswagen ákvað að smíða nýja Atlas jeppann fyrir Bandaríkjamarkað og Kína, en nú kemur sterklega til greina að bjóða hann einnig í völdum Evrópulöndum. Reyndar hafði Volkswagen ákveðið að bjóða þennan 7 sæta jeppa í Rússlandi. Atlas er stór og langur jeppi sem Volkswagen hafði skilgreint sem of stóran bíl, ekki síst fyrir bílskúra í Evrópu og að hann ætti ekki mikið erindi til flestra Evrópulanda. Svo virðist þó sem mikill þrýstingur hafi myndast hjá Volkswagen að bjóða hann í nokkrum Evrópulöndum og líklegt þykir nú að svo gæti orðið. Jeppinn stóri verður framleiddur í Bandaríkjunum, þ.e.a.s. í verksmiðju Volkswagen í Chattanooga og þar er svo mikil framleiðslugeta að hægðarleikur á að vera að framleiða meira af honum en upphaflega stóð til. Atlas fer í sölu í Bandaríkjunum næsta vor og verður þar í boði með 238 og 280 hestafla dísilvélum, en í Evrópu yrði hann aðallega í boði með 2,0 lítra TDI dísilvélinni, 190 hestöfl. Með minni vélinni í Bandaríkjunum fæst bíllinn aðeins framhjóladrifinn, en verður í boði fjórhjóladrifinn með stærri vélinni, sem er 3,6 lítra og tengd við 8 gíra sjálfskiptingu. Verð Atlas hefur ekki verið gefið upp en hann á að verða umtalsvert ódýrari en Volkswagen Touareg sem kostar 49.495 dollara vestanhafs.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent