„Þetta eru mestu fornminjar á Íslandi“ Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2016 08:15 Til hvers hlóðu fyrstu kynslóðir Íslendinga þessa miklu garða? Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson. Feiknarleg mannvirki, sem komið er í ljós að eru ævaforn, hafa á undanförnum árum verið að uppgötvast víða á Norðurlandi. Þau birtast sem sérkennilegar rákir sem mótar fyrir í landslaginu og gætu við fyrstu sýn verið talin gömul hjólför eftir vélknúin ökutæki. „Þetta eru mestu fornminjar á Íslandi,” segir Árni Einarsson líffræðingur, í þættinum Landnemarnir á Stöð 2, en það var fyrir um aldarfjórðungi sem Árni í störfum sínum fyrir Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn fór að átta sig á því að slíkar rákir fundust víða í Þingeyjarsýslum. Þar er þegar búið að skrásetja um 600 kílómetra þannig að þetta var víðtækt kerfi. Samskonar fyrirbæri eru jafnframt að finnast í öðrum landshlutum. Þetta reynast vera leifar af upphlöðnum görðum og sýna aldursgreiningar að þeir elstu voru hlaðnir um miðja tíundu öld, eða um svipað leyti og Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Garðarnir virðast því vera einhver elstu merki um að samfélag sé búið að myndast á Íslandi. Árni segir að einn bóndi hafi ekki hlaðið slíkan garð heldur hafi jafnvel þrír bæir sameinast um hleðsluna hverju sinni.Lög Grágásar gerðu ráð fyrir að stór hlið væru höfð í þjóðbraut á görðunum sem menn gætu opnað og lokað á hestbaki.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson.Hleðsla garðanna lýsir því tímabili í Íslandssögunni þegar búið er að nema landið að mestu og landnámsmenn eru farnir að kynnast landinu og hvernig best sé að nýta það. Þeir girða lönd sín af og bindast samtökum um smalamennsku. Efna til héraðsþinga og stofna hreppa og Alþingi um lög og reglur. Jafnframt kynnast þeir nýrri ógn, jarðeldum og öðrum náttúruhamförum, sem fylgja þessu nýja landi. Landið reyndist svo harðbýlt, með eldgosum, drepsóttum og kuldaskeiðum, að einstaka húsdýrastofnar dóu út. Arfgerðir töpuðust úr mannfólkinu og eftir situr þjóð með breytt erfðamengi. Um þetta er fjallað í næsta þætti Landnemanna á mánudagskvöld klukkan 19.20, strax að loknum fréttum. Hér má sjá sýnishorn úr þættinum. Þeir sem misstu af síðasta þætti geta séð hann í dag en þættirnir eru endursýndir á Stöð 2 síðdegis á sunnudögum. Fornminjar Landnemarnir Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Steinkross var miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld, samkvæmt kenningum Einars Pálssonar. 28. nóvember 2016 22:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Feiknarleg mannvirki, sem komið er í ljós að eru ævaforn, hafa á undanförnum árum verið að uppgötvast víða á Norðurlandi. Þau birtast sem sérkennilegar rákir sem mótar fyrir í landslaginu og gætu við fyrstu sýn verið talin gömul hjólför eftir vélknúin ökutæki. „Þetta eru mestu fornminjar á Íslandi,” segir Árni Einarsson líffræðingur, í þættinum Landnemarnir á Stöð 2, en það var fyrir um aldarfjórðungi sem Árni í störfum sínum fyrir Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn fór að átta sig á því að slíkar rákir fundust víða í Þingeyjarsýslum. Þar er þegar búið að skrásetja um 600 kílómetra þannig að þetta var víðtækt kerfi. Samskonar fyrirbæri eru jafnframt að finnast í öðrum landshlutum. Þetta reynast vera leifar af upphlöðnum görðum og sýna aldursgreiningar að þeir elstu voru hlaðnir um miðja tíundu öld, eða um svipað leyti og Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Garðarnir virðast því vera einhver elstu merki um að samfélag sé búið að myndast á Íslandi. Árni segir að einn bóndi hafi ekki hlaðið slíkan garð heldur hafi jafnvel þrír bæir sameinast um hleðsluna hverju sinni.Lög Grágásar gerðu ráð fyrir að stór hlið væru höfð í þjóðbraut á görðunum sem menn gætu opnað og lokað á hestbaki.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson.Hleðsla garðanna lýsir því tímabili í Íslandssögunni þegar búið er að nema landið að mestu og landnámsmenn eru farnir að kynnast landinu og hvernig best sé að nýta það. Þeir girða lönd sín af og bindast samtökum um smalamennsku. Efna til héraðsþinga og stofna hreppa og Alþingi um lög og reglur. Jafnframt kynnast þeir nýrri ógn, jarðeldum og öðrum náttúruhamförum, sem fylgja þessu nýja landi. Landið reyndist svo harðbýlt, með eldgosum, drepsóttum og kuldaskeiðum, að einstaka húsdýrastofnar dóu út. Arfgerðir töpuðust úr mannfólkinu og eftir situr þjóð með breytt erfðamengi. Um þetta er fjallað í næsta þætti Landnemanna á mánudagskvöld klukkan 19.20, strax að loknum fréttum. Hér má sjá sýnishorn úr þættinum. Þeir sem misstu af síðasta þætti geta séð hann í dag en þættirnir eru endursýndir á Stöð 2 síðdegis á sunnudögum.
Fornminjar Landnemarnir Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Steinkross var miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld, samkvæmt kenningum Einars Pálssonar. 28. nóvember 2016 22:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45
Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Steinkross var miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld, samkvæmt kenningum Einars Pálssonar. 28. nóvember 2016 22:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00
Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30