Körfubolti

Wade og félagar höfðu betur gegn meisturunum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lopez og Wade reyna að stöðva James í nótt.
Lopez og Wade reyna að stöðva James í nótt. Vísir/Getty
Chicago Bulls vann nauman sex stiga sigur á Cleveland Cavaliers 111-105 í NBA-deildinni í nótt.

Var þetta fyrsti leikur Dwyane Wade í treyju Chicago Bulls gegn fyrrum liðsfélaga sínum, LeBron James í Cavaliers-treyjunni.

Jafnræði var með liðunum framan af en heimamenn í Bulls voru mun sterkari inn í teignum í leiknum og nýttu sér það vel.

Kom það ekki að sök að liðið hitti aðeins úr þremur skotum af átján fyrir aftan þriggja stiga línuna.

Wade var með 24 stig í leiknum en Jimmy Butler var stigahæstur í liði Bulls með 26 stig. Í liði Cleveland var LeBron stigahæstur með 27 stig en meðreiðasveinar hans náðu sér ekki á strik.

Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs unnu bæði 16. leik sinn í vetur í nótt og komust upp að hlið Golden State Warriors með sigra en Golden State hefur þó leikið færri leiki.

Þá kom það ekki að sök að Hoston Rockets hafi farið í tvöfalda framlengingu kvöldið áður, liðinu tókst að vinna annan leikinn í röð með átján stiga sigri á Denver 128-110.

Úrslit gærkvöldsins:

Philadelphia 76ers 88-105 Orlando Magic

Boston Celtics 97-92 Sacramento Kings

Toronto Raptors 113-80 Los Angeles Lakers

New York Knicks 118-114 Minnesota Timberwolves

Chicago Bulls 111-105 Cleveland Cavaliers

New Orleans Pelicans 96-114 Los Angeles Clippers

Atlanta Hawks 85-121 Detroit Pistons

San Antonio Spurs 107-105 Washington Wizards

Denver Nuggets 110-128 Houston Rockets

Bestu tilþrif kvöldsins: Kawhi klárar leikinn fyrir Spurs: LeBron setur skot yfir Wade: Ginobili með huggulega flautukörfu: Nýliðinn Kris Dunn með frábæra stoðsendingu:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×