Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2016 16:53 Tveir voru sýknaðir í málinu. vísir/ Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Sýknudómur yfir tveimur ákærðu var staðfestur. Dómarnir eru skilorðsbundnir að mestu. Alls voru tólf ákærðir í málinu en þeir voru sakaðir um að hafa átt í verðsamkeppni til að koma í veg fyrir að Byko, Húsasmiðjan og Úlfurinn ættu í samkeppni. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem átti að vera til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Ellefu þessara manna voru sýknaðir í héraðsdómi í fyrra, en tólfti maðurinn, Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko, var dæmdur í eins mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti, þar af eru fimmtán þeirra skilorðsbundnir, sem þýðir þriggja mánaða fangelsisvist. Þá voru Stefán Árni Einarsson, sem var framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, og Júlíus Þór Sigurþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, dæmdir í skilorðsbundið níu mánaða fangelsi. Kenneth Breiðfjörð, sem var vörustjóri timbursölu Húsasmiðjunnar og Leifur Örn Gunnarsson, sem var verslunarstjóri timbursölu Byko, þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi sem og Stefán Ingi Valsson, fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs Byko. Þeir Guðmundur Loftsson, starfsmaður í þjónustuveri Húsasmiðjunnar, og Ragnar Már Amazeen, starfsmaður í timbursölu Húsasmiðjunnar, voru sakfelldir en refsingu þeirra er frestað og skilorðsbundin til tveggja ára. Samkvæmt dómnum er refsingu Guðmundar og Ragnars frestað í ljósi þess að þeir voru óbreyttir starfsmenn fyrirtækjanna tveggja og sagðir hafa verið að fylgja fyrirmælum yfirmanna þeirra. Í tilkynningu sem Byko sendi frá sér segir að niðurstaðan valdi bæði undrun og vonbrigðum. „Úrskurðurinn sem settur er fram á yfir 50 blaðsíðum virðist vera nýr dómur en ekki endurmat á dómi í héraði. Þessi niðurstaða gengur einnig þvert á anda þeirrar ákvörðunar Áfrýjunarnefndar samkeppnismála að lækka sektargreiðslur Samkeppniseftirlitsins gagnvart BYKO um 90%. Dómurinn er að mati BYKO óskiljanlegur og ekki er ósennilegt að hann verði til þess að auka enn frekar umræður í samfélaginu um vinnubrögð og niðurstöður í Hæstarétti á undanförnum misserum og árum,“ segir í tilkynningunni.Hér má lesa dóminn í heild. Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Símhlerunum beitt í meintu samráði Símhlerunum var beitt í tengslum við rannsókn á samkeppnisbrotum Byko og Húsasmiðjunnar en þannig tókst lögreglu að afla mikilvægra sönnunargagna um meint samkeppnisbrot. 31. mars 2011 19:15 Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00 Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Sýknudómur yfir tveimur ákærðu var staðfestur. Dómarnir eru skilorðsbundnir að mestu. Alls voru tólf ákærðir í málinu en þeir voru sakaðir um að hafa átt í verðsamkeppni til að koma í veg fyrir að Byko, Húsasmiðjan og Úlfurinn ættu í samkeppni. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem átti að vera til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Ellefu þessara manna voru sýknaðir í héraðsdómi í fyrra, en tólfti maðurinn, Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko, var dæmdur í eins mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti, þar af eru fimmtán þeirra skilorðsbundnir, sem þýðir þriggja mánaða fangelsisvist. Þá voru Stefán Árni Einarsson, sem var framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, og Júlíus Þór Sigurþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, dæmdir í skilorðsbundið níu mánaða fangelsi. Kenneth Breiðfjörð, sem var vörustjóri timbursölu Húsasmiðjunnar og Leifur Örn Gunnarsson, sem var verslunarstjóri timbursölu Byko, þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi sem og Stefán Ingi Valsson, fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs Byko. Þeir Guðmundur Loftsson, starfsmaður í þjónustuveri Húsasmiðjunnar, og Ragnar Már Amazeen, starfsmaður í timbursölu Húsasmiðjunnar, voru sakfelldir en refsingu þeirra er frestað og skilorðsbundin til tveggja ára. Samkvæmt dómnum er refsingu Guðmundar og Ragnars frestað í ljósi þess að þeir voru óbreyttir starfsmenn fyrirtækjanna tveggja og sagðir hafa verið að fylgja fyrirmælum yfirmanna þeirra. Í tilkynningu sem Byko sendi frá sér segir að niðurstaðan valdi bæði undrun og vonbrigðum. „Úrskurðurinn sem settur er fram á yfir 50 blaðsíðum virðist vera nýr dómur en ekki endurmat á dómi í héraði. Þessi niðurstaða gengur einnig þvert á anda þeirrar ákvörðunar Áfrýjunarnefndar samkeppnismála að lækka sektargreiðslur Samkeppniseftirlitsins gagnvart BYKO um 90%. Dómurinn er að mati BYKO óskiljanlegur og ekki er ósennilegt að hann verði til þess að auka enn frekar umræður í samfélaginu um vinnubrögð og niðurstöður í Hæstarétti á undanförnum misserum og árum,“ segir í tilkynningunni.Hér má lesa dóminn í heild.
Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Símhlerunum beitt í meintu samráði Símhlerunum var beitt í tengslum við rannsókn á samkeppnisbrotum Byko og Húsasmiðjunnar en þannig tókst lögreglu að afla mikilvægra sönnunargagna um meint samkeppnisbrot. 31. mars 2011 19:15 Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00 Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12
Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06
Símhlerunum beitt í meintu samráði Símhlerunum var beitt í tengslum við rannsókn á samkeppnisbrotum Byko og Húsasmiðjunnar en þannig tókst lögreglu að afla mikilvægra sönnunargagna um meint samkeppnisbrot. 31. mars 2011 19:15
Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00
Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50