Viðskipti erlent

GoPro ræðst í niðurskurð

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Karma, dróni frá GoPro, á flugi.
Karma, dróni frá GoPro, á flugi. Vísir/AFP
GoPro hyggst reka fimmtán prósent starfsmanna sinna og loka afþreyingardeild fyrirtækisins. Fyrirtækið, sem skilar ekki hagnaði, mun þannig skera niður um 200 störf. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu sem GoPro sendi frá sér í gær.

Afþreyingardeild GoPro hefur leitast við að markaðssetja íþróttamyndbönd, tekin á myndavélar fyrirtækisins. Það hefur ekki gengið sem skyldi og mun fyrirtækið því beina sjónum sínum eingöngu að framleiðslu myndavéla og myndavéladróna.

„Eftirspurn eftir vörum GoPro er mikil og við höfum nú breytt áherslum okkar til að einbeita okkur að kjarna fyrirtækis okkar,“ segir forstjórinn Nicholas Woodman í fréttatilkynningunni. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×