Netflix býður upp á niðurhal Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Hægt er að hlaða niður House of Cards. Nordicphotos/AFP Streymisveitan Netflix býður nú notendum sínum upp á að hlaða niður völdum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í snjallsíma sína og spjaldtölvur. Einungis verður hægt að nýta möguleikann á fyrrnefndum tækjum en ekki í borð- eða fartölvum þar sem möguleikann er eingöngu að finna í snjallforriti Netflix. Þá nær möguleikinn ekki til alls efnissafns Netflix heldur einungis valins hluta. Möguleikinn mun gera notendum kleift að hlaða niður þáttum og horfa á þá seinna. Það gæti til að mynda komið að gagni þegar notandinn heldur í langt flug eða bílferð án nettengingar. Með þessari ákvörðun er Netflix að verða við kröfu sem gerð hefur verið til fjölda ára. Fyrirtækið hefur alltaf neitað því að gefa notendum þennan möguleika á þeim grundvelli að farsímanet myndi duga notendum til að streyma efni. Hins vegar er ákvörðun Amazon Prime, keppinautar Netflix, um að leyfa niðurhal sögð hafa haft úrslitaáhrif. Umsvif Amazon Prime hafa aukist vegna möguleikans að því er Cnet greinir frá og það hafi skotið Netflix skelk í bringu. Á meðal sjónvarpsþátta sem hægt er að hlaða niður eru ýmsir þættir sem Netflix hefur sjálft kostað framleiðslu á, til að mynda Orange Is the New Black, House of Cards og Stranger Things. Niðurhal annars efnis, það er að segja sjónvarpsþátta og kvikmynda sem Netflix hefur borgað fyrir að fá að birta, er mjög takmarkað. Þó segir í tilkynningu frá Netflix að opnað verði fyrir niðurhal meira efnis á næstunni. Birtist í Fréttablaðinu Netflix Tækni Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Streymisveitan Netflix býður nú notendum sínum upp á að hlaða niður völdum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í snjallsíma sína og spjaldtölvur. Einungis verður hægt að nýta möguleikann á fyrrnefndum tækjum en ekki í borð- eða fartölvum þar sem möguleikann er eingöngu að finna í snjallforriti Netflix. Þá nær möguleikinn ekki til alls efnissafns Netflix heldur einungis valins hluta. Möguleikinn mun gera notendum kleift að hlaða niður þáttum og horfa á þá seinna. Það gæti til að mynda komið að gagni þegar notandinn heldur í langt flug eða bílferð án nettengingar. Með þessari ákvörðun er Netflix að verða við kröfu sem gerð hefur verið til fjölda ára. Fyrirtækið hefur alltaf neitað því að gefa notendum þennan möguleika á þeim grundvelli að farsímanet myndi duga notendum til að streyma efni. Hins vegar er ákvörðun Amazon Prime, keppinautar Netflix, um að leyfa niðurhal sögð hafa haft úrslitaáhrif. Umsvif Amazon Prime hafa aukist vegna möguleikans að því er Cnet greinir frá og það hafi skotið Netflix skelk í bringu. Á meðal sjónvarpsþátta sem hægt er að hlaða niður eru ýmsir þættir sem Netflix hefur sjálft kostað framleiðslu á, til að mynda Orange Is the New Black, House of Cards og Stranger Things. Niðurhal annars efnis, það er að segja sjónvarpsþátta og kvikmynda sem Netflix hefur borgað fyrir að fá að birta, er mjög takmarkað. Þó segir í tilkynningu frá Netflix að opnað verði fyrir niðurhal meira efnis á næstunni.
Birtist í Fréttablaðinu Netflix Tækni Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira