Félögin í efstu deild vilja ítarlegt uppgjör á EM-peningunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2016 16:15 Íslendingar unnu frækinn 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í sumar. Leikurinn var stórskemmtilegur og hádramatískur. Vísir/Vilhelm Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, hafa óskað eftir því við Knattspyrnusamband Íslands að fá ítarlegt uppgjör á tekjum og útgjöldum vegna Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi í sumar. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir í samtali við Vísi að óskað hafi verið eftir uppgjörinu og forsvarsmenn KSÍ spurðir út í það hvers vegna það hafi ekki verið birt. Þau svör hafi fengist að unnið væri í því að gera upp Evrópumótið í desember. Hefðu strákarnir okkar farið alla leið á EM hefðu tekjurnar orðið tæplega 3,6 milljarður íslenskra króna miðað við gengi evrunnar í sumar.Vísir 1,9 milljarður króna inn Fyrir liggur að KSÍ fékk um 1,9 milljarð króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna árangurs íslenska karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni EM. KSÍ fékk 1,1 milljarð króna fyrir að komast á EM og við bættust um 830 milljónir vegna árangursins í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ í fyrra kom fram að 300 milljónir króna af EM-peningunum myndu fara til aðildarfélaganna. Í ágúst var svo tilkynnt að upphæðin yrði 453 milljónir vegna aukinna tekna vegna góðs árangurs liðsins í Frakklandi. Eftir standa því um 1450 milljónir króna. Ljóst er að hluti þeirrar upphæðar fer til leikmanna og þjálfara í bónusgreiðslur auk kostnaðar við dvöl og ferðalög landsliðshópsins í Frakklandi í aðdraganda EM og vikurnar á meðan mótinu stóð. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bónusgreiðslur mega vera í einum pakka „Þetta þarf að vera miklu sundurliðaðra en tekjur og gjöld,“ segir Borghildur aðspurð um hvernig uppgjör ÍTF vilji sjá frá KSÍ. „Greiðslur til þjálfara og leikmanna mega vera í einni tölu þó svo allir viti hvað þeir hafa verið að fá,“ segir Borghildur en mikilvægt sé að sundurliðun á öðrum kostnaði sé skýr. „Það hefur gengið fjöllunum hærra að hinum og þessum hafi verið boðið út. Við bendum á að því gagnsærra sem uppgjörið er því minni verður tortryggnin,“ segir Borghildur. Hún á von á uppgjörinu á allra næstu dögum. „Það eina sem okkar var sagt, þegar við gengum á eftir því, var að uppgjörið yrði tilbúið í desember,“ segir Borghildur. Hún hefði vonast eftir því að uppgjörið yrði lagt fyrir stjórnarfund sem fram fór um mánaðarmótin nóvember/desember. Fundargerðin vegna þess stjórnarfundar hafi hins vegar ekki verið birt á heimasíðu KSÍ enn sem komið er. EM 2016 í Frakklandi KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, hafa óskað eftir því við Knattspyrnusamband Íslands að fá ítarlegt uppgjör á tekjum og útgjöldum vegna Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi í sumar. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir í samtali við Vísi að óskað hafi verið eftir uppgjörinu og forsvarsmenn KSÍ spurðir út í það hvers vegna það hafi ekki verið birt. Þau svör hafi fengist að unnið væri í því að gera upp Evrópumótið í desember. Hefðu strákarnir okkar farið alla leið á EM hefðu tekjurnar orðið tæplega 3,6 milljarður íslenskra króna miðað við gengi evrunnar í sumar.Vísir 1,9 milljarður króna inn Fyrir liggur að KSÍ fékk um 1,9 milljarð króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna árangurs íslenska karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni EM. KSÍ fékk 1,1 milljarð króna fyrir að komast á EM og við bættust um 830 milljónir vegna árangursins í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ í fyrra kom fram að 300 milljónir króna af EM-peningunum myndu fara til aðildarfélaganna. Í ágúst var svo tilkynnt að upphæðin yrði 453 milljónir vegna aukinna tekna vegna góðs árangurs liðsins í Frakklandi. Eftir standa því um 1450 milljónir króna. Ljóst er að hluti þeirrar upphæðar fer til leikmanna og þjálfara í bónusgreiðslur auk kostnaðar við dvöl og ferðalög landsliðshópsins í Frakklandi í aðdraganda EM og vikurnar á meðan mótinu stóð. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bónusgreiðslur mega vera í einum pakka „Þetta þarf að vera miklu sundurliðaðra en tekjur og gjöld,“ segir Borghildur aðspurð um hvernig uppgjör ÍTF vilji sjá frá KSÍ. „Greiðslur til þjálfara og leikmanna mega vera í einni tölu þó svo allir viti hvað þeir hafa verið að fá,“ segir Borghildur en mikilvægt sé að sundurliðun á öðrum kostnaði sé skýr. „Það hefur gengið fjöllunum hærra að hinum og þessum hafi verið boðið út. Við bendum á að því gagnsærra sem uppgjörið er því minni verður tortryggnin,“ segir Borghildur. Hún á von á uppgjörinu á allra næstu dögum. „Það eina sem okkar var sagt, þegar við gengum á eftir því, var að uppgjörið yrði tilbúið í desember,“ segir Borghildur. Hún hefði vonast eftir því að uppgjörið yrði lagt fyrir stjórnarfund sem fram fór um mánaðarmótin nóvember/desember. Fundargerðin vegna þess stjórnarfundar hafi hins vegar ekki verið birt á heimasíðu KSÍ enn sem komið er.
EM 2016 í Frakklandi KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira