Clinton sakar Pútín um að hafa stýrt tölvuárásum til að hefna sín á henni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 21:21 Hillary Clinton. vísir/getty Hillary Clinton, sem var forsetaframbjóðandi Demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum í ár, sakar Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, um að hafa persónulega stýrt tölvuárásum sem beindust gegn landsnefnd Demókrata og John Podesta, kosningastjóra Clinton. Hakkarar komust yfir mikið magn af tölvupóstum sem Wikileaks afhjúpuðu og var ítarlega fjallað efni þeirra og innihald í aðdraganda kosninganna. Bæði Bandaríska leyniþjónustan, CIA, og Bandaríska alríkislögreglan, FBI, telja að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Donald Trump sigur. Clinton hitti stuðningsmenn sína í gær og á þeim fundi sagði hún að árásirnar ættu rætur að rekja til þess að Pútín vildi hefna sín á henni fyrir orð sem hún lét falla árið 2011 um að úrslitum rússnesku forsetakosninganna hefði verið hagrætt. „Pútín kenndi mér opinberlega um reiði rússnesku þjóðarinnar sem braust út í kjölfar þessara kosninga og það eru bein tengsl á milli þess sem hann sagði þá og þess sem hann gerði í þessum kosningum nú,“ sagði Clinton. Podesta og aðrir sem komu að kosningabaráttu Clinton hafa gagnrýnt fjölmiðla fyrir að gera lítið úr þætti Rússa í bandarísku forsetakosningunum. „Fjölmiðlar eru rétt svo núna að koma fram með staðreyndirnar sem við reyndum að benda þeim á síðustu mánuði kosningabaráttunnar,“ sagði Clinton á fundinum í gær og bætti við: „Þetta er ekki bara árás á mig og mína kosningabaráttu, þó að það hafi vissulega verið olía á eldinn. Þetta er árás á landið okkar. Þetta snýst um lýðræðið okkar og öryggi okkar sem þjóðar.“ Donald Trump Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hillary Clinton, sem var forsetaframbjóðandi Demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum í ár, sakar Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, um að hafa persónulega stýrt tölvuárásum sem beindust gegn landsnefnd Demókrata og John Podesta, kosningastjóra Clinton. Hakkarar komust yfir mikið magn af tölvupóstum sem Wikileaks afhjúpuðu og var ítarlega fjallað efni þeirra og innihald í aðdraganda kosninganna. Bæði Bandaríska leyniþjónustan, CIA, og Bandaríska alríkislögreglan, FBI, telja að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Donald Trump sigur. Clinton hitti stuðningsmenn sína í gær og á þeim fundi sagði hún að árásirnar ættu rætur að rekja til þess að Pútín vildi hefna sín á henni fyrir orð sem hún lét falla árið 2011 um að úrslitum rússnesku forsetakosninganna hefði verið hagrætt. „Pútín kenndi mér opinberlega um reiði rússnesku þjóðarinnar sem braust út í kjölfar þessara kosninga og það eru bein tengsl á milli þess sem hann sagði þá og þess sem hann gerði í þessum kosningum nú,“ sagði Clinton. Podesta og aðrir sem komu að kosningabaráttu Clinton hafa gagnrýnt fjölmiðla fyrir að gera lítið úr þætti Rússa í bandarísku forsetakosningunum. „Fjölmiðlar eru rétt svo núna að koma fram með staðreyndirnar sem við reyndum að benda þeim á síðustu mánuði kosningabaráttunnar,“ sagði Clinton á fundinum í gær og bætti við: „Þetta er ekki bara árás á mig og mína kosningabaráttu, þó að það hafi vissulega verið olía á eldinn. Þetta er árás á landið okkar. Þetta snýst um lýðræðið okkar og öryggi okkar sem þjóðar.“
Donald Trump Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45