Kórstjórinn Friðrik lofar hátíð um helgina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2016 09:45 Um átta tugir manna skipa Karlakór Reykjavíkur sem á 90 ára sögu að baki. Við erum með hefðbundin aðventu-og jólalög sem allir vilja heyra og svo nýtt efni í bland,“ segir Friðrik S. Kristinsson, kórstjóri Karlakórs Reykjavíkur, um árlega aðventutónleika í Hallgrímskirkju. Þeir eru á dagskrá á morgun og sunnudag, klukkan 17 og 20 báða dagana. Um áttatíu söngmenn mynda þennan magnaða kór. Friðrik segir þá samstiga og mæta vel á æfingar. „Þetta verður 23. árið sem við höldum aðventutónleika í Hallgrímskirkju,“ segir hann og bætir við stoltur: „Elmar Þór Gilbertsson er einsöngvari okkar í ár. Hann hóf söngnám hjá mér á sínum tíma í Söngskóla Sigurðar Demetz og er nú orðinn atvinnusöngvari um allan heim, enda frábær tenór.“ Spurður hvort hann hafi séð það fyrir þegar Elmar var á fyrstu stigum söngnámsins svarar Friðrik: „Ég sagði fljótlega við hann: „Þú átt eftir að verða söngvari og alveg örugglega leikari.“ Hann er nefnilega svo góður í hvoru tveggja. Svo erum við að vanda með trompetleikarana Ásgeir H. Steingrímsson og Eirík Örn Pálsson og Eggert Pálsson pákuleikara úr Sinfóníunni með okkur og Lenka Mátéová er á orgelinu. Friðrik er óþreytandi í kórstjórastarfinu, hann hefur sinnt því í 27 ár. Vísir/Anton BrinkStundum syngjum við líka án undirleiks, það er mjög skemmtilegt, sérstaklega í Hallgrímskirkju. Við erum farnir að kunna á hana, eftir 23 ár.“ En hvað ætlar Elmar að syngja? „Elmar kemur til með að syngja Ave-Maríu Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt sem allir þekkja. Svo syngur hann með okkur og tónleikagestum Guðs kristni í heimi, Nóttin var sú ágæt ein og Heims um ból. Það er mjög áhrifamikið þegar 80 karlar og kannski 600 manns standa í kirkjunni og syngja.“ Karlakór Reykjavíkur varð 90 ára í upphafi þessa árs. Hann var stofnaður 3. janúar 1926 af Sigurði Þórðarsyni tónskáldi. Þrír stjórnendur hafa borið hann uppi í 86 ár, einn þeirra er Friðrik sem hefur stjórnað hátt í þrjá áratugi. „Ég ætlaði bara að vera einn mánuð. Páll Pampichler, stjórnandi kórsins og líka Sinfóníunnar, bað mig að koma og raddþjálfa. En hann hætti fljótlega eftir að við kynntumst og sagði: „Þú tekur bara við,“ segir Friðrik og lofar mikilli hátíð um helgina. Greinin birtist fyrst 16. desember 2016 Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Við erum með hefðbundin aðventu-og jólalög sem allir vilja heyra og svo nýtt efni í bland,“ segir Friðrik S. Kristinsson, kórstjóri Karlakórs Reykjavíkur, um árlega aðventutónleika í Hallgrímskirkju. Þeir eru á dagskrá á morgun og sunnudag, klukkan 17 og 20 báða dagana. Um áttatíu söngmenn mynda þennan magnaða kór. Friðrik segir þá samstiga og mæta vel á æfingar. „Þetta verður 23. árið sem við höldum aðventutónleika í Hallgrímskirkju,“ segir hann og bætir við stoltur: „Elmar Þór Gilbertsson er einsöngvari okkar í ár. Hann hóf söngnám hjá mér á sínum tíma í Söngskóla Sigurðar Demetz og er nú orðinn atvinnusöngvari um allan heim, enda frábær tenór.“ Spurður hvort hann hafi séð það fyrir þegar Elmar var á fyrstu stigum söngnámsins svarar Friðrik: „Ég sagði fljótlega við hann: „Þú átt eftir að verða söngvari og alveg örugglega leikari.“ Hann er nefnilega svo góður í hvoru tveggja. Svo erum við að vanda með trompetleikarana Ásgeir H. Steingrímsson og Eirík Örn Pálsson og Eggert Pálsson pákuleikara úr Sinfóníunni með okkur og Lenka Mátéová er á orgelinu. Friðrik er óþreytandi í kórstjórastarfinu, hann hefur sinnt því í 27 ár. Vísir/Anton BrinkStundum syngjum við líka án undirleiks, það er mjög skemmtilegt, sérstaklega í Hallgrímskirkju. Við erum farnir að kunna á hana, eftir 23 ár.“ En hvað ætlar Elmar að syngja? „Elmar kemur til með að syngja Ave-Maríu Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt sem allir þekkja. Svo syngur hann með okkur og tónleikagestum Guðs kristni í heimi, Nóttin var sú ágæt ein og Heims um ból. Það er mjög áhrifamikið þegar 80 karlar og kannski 600 manns standa í kirkjunni og syngja.“ Karlakór Reykjavíkur varð 90 ára í upphafi þessa árs. Hann var stofnaður 3. janúar 1926 af Sigurði Þórðarsyni tónskáldi. Þrír stjórnendur hafa borið hann uppi í 86 ár, einn þeirra er Friðrik sem hefur stjórnað hátt í þrjá áratugi. „Ég ætlaði bara að vera einn mánuð. Páll Pampichler, stjórnandi kórsins og líka Sinfóníunnar, bað mig að koma og raddþjálfa. En hann hætti fljótlega eftir að við kynntumst og sagði: „Þú tekur bara við,“ segir Friðrik og lofar mikilli hátíð um helgina. Greinin birtist fyrst 16. desember 2016
Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira