Heldur jólin í herstöð í Afganistan Sólveig Gísladóttir skrifar 16. desember 2016 10:00 Mynd/GVA Una Sighvatsdóttir, fréttakona á Stöð, 2 hefur söðlað um og gegnir nú stöðu upplýsingafulltrúa NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Una hélt utan fyrir tæpri viku og mun dvelja í herstöð í borginni í ár hið minnsta. Jólin verða því með töluvert öðruvísi sniði en hún er vön. „Ég er mikið jólabarn og fannst erfið tilhugsun að vera fjarri fjölskyldunni um jólin. En ég ætla út með laufabrauð og svo bað ég fólk sem vildi gefa mér jólagjafir að gefa mér bækur. Kannski verður bara dálítið kósí að lesa bók úr íslenska jólabókaflóðinu, borða laufabrauð og hlusta á jólakveðjurnar á RÚV í símanum mínum,“ segir Una glaðlega. Tveir dagar eru í brottför þegar við hittumst á heimili hennar í Þingholtunum. Hún segist ekki vera byrjuð að pakka. „Ég er týpískur blaðamaður, geri ekkert nema lokafresturinn sé að renna út,“ segir hún hlæjandi meðan hún lagar tesopa.Á ferð um Íran.Útþráin ættgeng Ég viðurkenni fyrir Unu að ég hafi njósnað um hana á Facebook og séð þar afar fallega færslu um ömmu hennar sem vann sem síldarkokkur, farmaður og loks kokkur á frystitogurum. Hún hafi ráðið sig á millilandaskip því hana langaði svo að komast til útlanda. Getur verið að útþráin sé ættgeng? „Kannski gengur þessi þörf fyrir að skoða sig um í heiminum í ættir,“ svarar hún hugsi en Una hefur sjálf ferðast víða bæði í tengslum við vinnu, nám og á eigin vegum. Þá hefur hún leynt og ljóst unnið að því að búa svo um hnúta, bæði í námi, leik og starfi, að vera undir það búin að starfa um allan heim og segir starfið í Afganistan því rökrétt framhald. „Ég tók BA-próf í ensku eftir menntaskóla og tók hluta námsins í Bandaríkjunum. Ég vildi hafa hundrað prósent vald á ensku til að geta unnið í útlöndum,“ segir Una. Eftir útskrift fór hún í þriggja mánaða bakpokaferðalag um Asíu en þegar heim var komið hóf hún störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Hafði hún alltaf blaðamannadrauma? „Ég hélt ekki en svo fann ég um daginn dagbókarfærslu frá því ég var tólf ára þar sem ég sagðist ætla að verða blaðamaður, svo kannski blundaði þetta meira í mér en ég hélt,“ segir hún og brosir. Á Mogganum var hún í sjö ár sem var mun lengur en ætlunin var. „Hugmyndin var að vera þar í tvö ár og fara svo í nám í útlöndum. Svo kom bankahrun og þá skekktust allar fjárhagsáætlanir auk þess sem mjög áhugavert var að vera blaðamaður,“ lýsir hún. Eftir árin sjö ákvað hún þó að tími væri til kominn að breyta til. „Ég fór til Barcelona í eitt ár og tók meistarapróf í stjórnmálaheimspeki.“Að störfum í Tyrklandi eftir valdaránstilraunina.Fékk dýrmæt tækifæri á Stöð 2 Eftir að Una kom heim úr námi fékk hún starf sem sjónvarpsfréttakona á Stöð 2. „Ég var á frekar erfiðum stað í lífinu og glímdi við mikla depurð og sjálfsefa. Það var því alveg rosalega gott að takast á við eitthvað nýtt, ég þurfti á því að halda. Þetta er mjög „extrovert“ starf og það var mikil þerapía fyrir mig að þurfa að hitta fólk og vera á ferðinni.“ Una segist einnig hafa þurft að komast yfir vissa fordóma fyrir sjónvarpi. „Á Mogganum var ég lengi vel fastákveðin í því að það væri ekkert fyrir mig að vera í sjónvarpi og því kom það mér á óvart hversu skemmtilegur og áhugaverður miðillinn er.“ Una tekur nú hlé frá störfum á Stöð2 þar sem hún hefur unnið í rúmt ár og segist hafa lært mjög mikið. „Þá stendur upp úr fyrir mig persónulega að fá tækifæri til að fara á erlendan vettvang og flytja fréttir. Ég fór til Brussel eftir hryðjuverkin með átta klukkustunda fyrirvara, fór til Tyrklands eftir valdaránstilraunina og svo til Bandaríkjanna fyrir forsetakosningarnar. Þetta var mikil lífsreynsla og nákvæmlega á mínu áhugasviði,“ segir hún. Tyrklandsferðin er henni sérstaklega minnisstæð. „Sú ferð var mjög erfið. Aðstæður voru mjög sérstakar, mikil óvissa um hvað væri í lagi og hvað ekki og hversu langt stjórnvöld væru tilbúin að ganga, til dæmis gagnvart blaðamönnum. Erfitt var að komast um borgina vegna fjöldafunda og vegatálma og ofan á allt annað gekk tæknin öll á afturfótunum. Á endanum gekk þetta þó upp og ferðin var þess virði að fara hana.“Í Namibíu en þangað fór Una í 7 vikna tjaldferðalagium jafnmörg Afríkulönd veturinn 2014.Á lista friðargæslunnar Á sama tíma og Una sótti um á Stöð 2 skráði hún sig einnig á viðbragðslista íslensku friðargæslunnar hjá utanríkisráðuneytinu. „Ég hafði verið á skrá hjá þeim áður og fór á þeirra vegum í kosningaeftirlit í Bosníu árið 2010. Ég sóttist á þeim tíma einnig eftir því að komast á námskeið sem þjálfaði fréttamenn til að vera tilbúna að fara fyrir UNICEF í neyðaraðstæður. Á þeim tíma þótti ég þó of ung. Þessi vika í Bosníu staðfesti hjá mér að þetta væri eitthvað sem mig langaði að halda áfram með.“ Í september síðastliðnum var henni síðan boðið að sækja um starf upplýsingafulltrúa NATO í Afganistan. „Það var eitthvað sem ég hafði ekki séð fyrir mér og ég tók mér góðan tíma til að hugsa þetta. Samt vissi ég strax þegar ég fékk símtalið að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti neitað.“Fær herbergisfélaga Una segist í raun lítið geta sagt um starfið. „Ég er með mjög grófa starfslýsingu sem getur breyst bæði með aðstæðum og eftir því hvernig ég móta starfið. Í stórum dráttum er ég upplýsingafulltrúi sem framleiðir efni sem sýnir störf NATO í Afganistan til upplýsingar fyrir almenning í Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Una en hún tekur við starfinu af Birni Malmquist sem hefur gegnt því undanfarið. „Staðan er kostuð af íslenska ríkinu og það er þeirra framlag til NATO en mínir yfirmenn eru hjá NATO,“ lýsir hún en tekur fram að hún þurfi ekki að vera í forsvari fyrir neitt, aðrir sjái um það. Una mun búa og starfa á herstöð sem stjórnað er af Bandaríkjamönnum. „Líklega er yfirbragðið því fremur amerískt. Ég fæ herbergi og herbergisfélaga og það er kannski helst það sem ég kvíði fyrir,“ segir hún og hlær að tilhugsuninni um að þurfa að búa á nokkurs konar heimavist. Hún kvíðir þó einnig skertu ferðafrelsi en ekki er ætlast til að fólk fari úr herstöðinni nema ærin ástæða sé til og þá með tilheyrandi öryggisráðstöfunum. „Ég er því ekki að fara ein inn í Kabúl og mun líklega ekki komast í eins náin kynni við heimamenn og ég hefði viljað,“ segir Una sem stefnir á að gegna stöðunni í eitt ár. „Hvað svo verður mun framtíðin leiða í ljós.“Mynd/GVA Lífið Mest lesið Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Á jólunum er gleði og gaman Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólablóm með góðum ilmi Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól
Una Sighvatsdóttir, fréttakona á Stöð, 2 hefur söðlað um og gegnir nú stöðu upplýsingafulltrúa NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Una hélt utan fyrir tæpri viku og mun dvelja í herstöð í borginni í ár hið minnsta. Jólin verða því með töluvert öðruvísi sniði en hún er vön. „Ég er mikið jólabarn og fannst erfið tilhugsun að vera fjarri fjölskyldunni um jólin. En ég ætla út með laufabrauð og svo bað ég fólk sem vildi gefa mér jólagjafir að gefa mér bækur. Kannski verður bara dálítið kósí að lesa bók úr íslenska jólabókaflóðinu, borða laufabrauð og hlusta á jólakveðjurnar á RÚV í símanum mínum,“ segir Una glaðlega. Tveir dagar eru í brottför þegar við hittumst á heimili hennar í Þingholtunum. Hún segist ekki vera byrjuð að pakka. „Ég er týpískur blaðamaður, geri ekkert nema lokafresturinn sé að renna út,“ segir hún hlæjandi meðan hún lagar tesopa.Á ferð um Íran.Útþráin ættgeng Ég viðurkenni fyrir Unu að ég hafi njósnað um hana á Facebook og séð þar afar fallega færslu um ömmu hennar sem vann sem síldarkokkur, farmaður og loks kokkur á frystitogurum. Hún hafi ráðið sig á millilandaskip því hana langaði svo að komast til útlanda. Getur verið að útþráin sé ættgeng? „Kannski gengur þessi þörf fyrir að skoða sig um í heiminum í ættir,“ svarar hún hugsi en Una hefur sjálf ferðast víða bæði í tengslum við vinnu, nám og á eigin vegum. Þá hefur hún leynt og ljóst unnið að því að búa svo um hnúta, bæði í námi, leik og starfi, að vera undir það búin að starfa um allan heim og segir starfið í Afganistan því rökrétt framhald. „Ég tók BA-próf í ensku eftir menntaskóla og tók hluta námsins í Bandaríkjunum. Ég vildi hafa hundrað prósent vald á ensku til að geta unnið í útlöndum,“ segir Una. Eftir útskrift fór hún í þriggja mánaða bakpokaferðalag um Asíu en þegar heim var komið hóf hún störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Hafði hún alltaf blaðamannadrauma? „Ég hélt ekki en svo fann ég um daginn dagbókarfærslu frá því ég var tólf ára þar sem ég sagðist ætla að verða blaðamaður, svo kannski blundaði þetta meira í mér en ég hélt,“ segir hún og brosir. Á Mogganum var hún í sjö ár sem var mun lengur en ætlunin var. „Hugmyndin var að vera þar í tvö ár og fara svo í nám í útlöndum. Svo kom bankahrun og þá skekktust allar fjárhagsáætlanir auk þess sem mjög áhugavert var að vera blaðamaður,“ lýsir hún. Eftir árin sjö ákvað hún þó að tími væri til kominn að breyta til. „Ég fór til Barcelona í eitt ár og tók meistarapróf í stjórnmálaheimspeki.“Að störfum í Tyrklandi eftir valdaránstilraunina.Fékk dýrmæt tækifæri á Stöð 2 Eftir að Una kom heim úr námi fékk hún starf sem sjónvarpsfréttakona á Stöð 2. „Ég var á frekar erfiðum stað í lífinu og glímdi við mikla depurð og sjálfsefa. Það var því alveg rosalega gott að takast á við eitthvað nýtt, ég þurfti á því að halda. Þetta er mjög „extrovert“ starf og það var mikil þerapía fyrir mig að þurfa að hitta fólk og vera á ferðinni.“ Una segist einnig hafa þurft að komast yfir vissa fordóma fyrir sjónvarpi. „Á Mogganum var ég lengi vel fastákveðin í því að það væri ekkert fyrir mig að vera í sjónvarpi og því kom það mér á óvart hversu skemmtilegur og áhugaverður miðillinn er.“ Una tekur nú hlé frá störfum á Stöð2 þar sem hún hefur unnið í rúmt ár og segist hafa lært mjög mikið. „Þá stendur upp úr fyrir mig persónulega að fá tækifæri til að fara á erlendan vettvang og flytja fréttir. Ég fór til Brussel eftir hryðjuverkin með átta klukkustunda fyrirvara, fór til Tyrklands eftir valdaránstilraunina og svo til Bandaríkjanna fyrir forsetakosningarnar. Þetta var mikil lífsreynsla og nákvæmlega á mínu áhugasviði,“ segir hún. Tyrklandsferðin er henni sérstaklega minnisstæð. „Sú ferð var mjög erfið. Aðstæður voru mjög sérstakar, mikil óvissa um hvað væri í lagi og hvað ekki og hversu langt stjórnvöld væru tilbúin að ganga, til dæmis gagnvart blaðamönnum. Erfitt var að komast um borgina vegna fjöldafunda og vegatálma og ofan á allt annað gekk tæknin öll á afturfótunum. Á endanum gekk þetta þó upp og ferðin var þess virði að fara hana.“Í Namibíu en þangað fór Una í 7 vikna tjaldferðalagium jafnmörg Afríkulönd veturinn 2014.Á lista friðargæslunnar Á sama tíma og Una sótti um á Stöð 2 skráði hún sig einnig á viðbragðslista íslensku friðargæslunnar hjá utanríkisráðuneytinu. „Ég hafði verið á skrá hjá þeim áður og fór á þeirra vegum í kosningaeftirlit í Bosníu árið 2010. Ég sóttist á þeim tíma einnig eftir því að komast á námskeið sem þjálfaði fréttamenn til að vera tilbúna að fara fyrir UNICEF í neyðaraðstæður. Á þeim tíma þótti ég þó of ung. Þessi vika í Bosníu staðfesti hjá mér að þetta væri eitthvað sem mig langaði að halda áfram með.“ Í september síðastliðnum var henni síðan boðið að sækja um starf upplýsingafulltrúa NATO í Afganistan. „Það var eitthvað sem ég hafði ekki séð fyrir mér og ég tók mér góðan tíma til að hugsa þetta. Samt vissi ég strax þegar ég fékk símtalið að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti neitað.“Fær herbergisfélaga Una segist í raun lítið geta sagt um starfið. „Ég er með mjög grófa starfslýsingu sem getur breyst bæði með aðstæðum og eftir því hvernig ég móta starfið. Í stórum dráttum er ég upplýsingafulltrúi sem framleiðir efni sem sýnir störf NATO í Afganistan til upplýsingar fyrir almenning í Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Una en hún tekur við starfinu af Birni Malmquist sem hefur gegnt því undanfarið. „Staðan er kostuð af íslenska ríkinu og það er þeirra framlag til NATO en mínir yfirmenn eru hjá NATO,“ lýsir hún en tekur fram að hún þurfi ekki að vera í forsvari fyrir neitt, aðrir sjái um það. Una mun búa og starfa á herstöð sem stjórnað er af Bandaríkjamönnum. „Líklega er yfirbragðið því fremur amerískt. Ég fæ herbergi og herbergisfélaga og það er kannski helst það sem ég kvíði fyrir,“ segir hún og hlær að tilhugsuninni um að þurfa að búa á nokkurs konar heimavist. Hún kvíðir þó einnig skertu ferðafrelsi en ekki er ætlast til að fólk fari úr herstöðinni nema ærin ástæða sé til og þá með tilheyrandi öryggisráðstöfunum. „Ég er því ekki að fara ein inn í Kabúl og mun líklega ekki komast í eins náin kynni við heimamenn og ég hefði viljað,“ segir Una sem stefnir á að gegna stöðunni í eitt ár. „Hvað svo verður mun framtíðin leiða í ljós.“Mynd/GVA
Lífið Mest lesið Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Á jólunum er gleði og gaman Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólablóm með góðum ilmi Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól