Körfubolti

San Antonio heldur sínu striki | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kawhi Leonard skoraði 26 stig fyrir San Antonio gegn Boston.
Kawhi Leonard skoraði 26 stig fyrir San Antonio gegn Boston. vísir/getty
Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

San Antonio Spurs bar sigurorð af Boston Celtics á heimavelli, 108-101.

Kawhi Leonard skoraði 26 stig fyrir San Antonio sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Tony Parker sýndi einnig gamalkunna takta; skoraði 16 stig og gaf sjö stoðsendingar.

Avery Bradley skoraði 25 stig og tók 10 fráköst fyrir Boston sem hefur tapað þremur leikjum í röð.

Houston Rockets vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið lagði Sacramento Kings að velli, 132-98.

James Harden var með þrefalda tvennu í liði Houston; skoraði 15 stig, tók 11 fráköst og gaf 14 stoðsendingar.

Los Angeles Clippers sótti sigur til Orlando. Lokatölur 108-113.

Austin Rivers skoraði 25 stig í liði Clippers sem hefur unnið þrjá leiki í röð. Rivers hitti úr sjö af 10 þriggja stiga skotum sínum. Blake Griffin bætti 23 stigum við og DeAndre Jordan skoraði 22 stig og tók 12 fráköst.

Úrslitin í nótt:

San Antonio 108-101 Boston

Houston 132-98 Sacramento

Orlando 108-113 LA Clippers

Philadelphia 114-123 Toronto

Washington 109-106 Charlotte

Miami 95-89 Indiana

Brooklyn 107-97 LA Lakers

Memphis 93-85 Cleveland

Dallas 85-95 Detroit

Utah 109-89 Oklahoma

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×