Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Þorgeir Helgason skrifar 15. desember 2016 07:00 Sjómenn lögðu niður störf klukkan átta í gærkvöldi og héldu til hafnar. Vísir/Vilhelm „Maður áttar sig illa á hvaða forsendur liggja að baki því að sjómenn eru enn ósáttir. Þess vegna verður erfitt fyrir samninganefndir að setjast aftur niður og átta sig á stöðunni til þess að hægt sé að bæta úr henni,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna brast á klukkan átta í gærkvöldi í kjölfarið á því að Sjómannasamband Íslands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu sem lauk í gær. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands hafnaði samningnum. „Við áttum von á því að þetta yrði fellt en það kom á óvart hve afgerandi niðurstaðan var. Það er ágætt veganesti fyrir okkur þegar viðræðurnar hefjast á ný,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann telur að ekki muni nást að semja fyrir jól og því muni verkfallið standa fram á næsta ár.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félags í sjávarútvegi.Heiðrún segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér mikið á óvart. „Næsta skref er að ríkissáttasemjari boðar aðila á sinn fund en ég tel ólíklegt að það takist að semja fyrir jól. Þeir hafa fellt samninga í tvígang og við teljum að með síðasta samningnum hafi verið komið að miklu leyti til móts við kröfur sjómanna,“ segir Heiðrún. Jónas segir að laun sjómanna hafi lækkað um 30 prósent á einu ári vegna styrkingar krónunnar. „Ósættið felst, að því er ég best heyri, í stöðu efnahagsmála. Á meðan sjómenn eru á hlutaskiptum verður það auðvitað aldrei læknað með kjarasamningum,“ segir Heiðrún. „Staðan er sú að sjómenn vilja ekki þennan samning og þá þýðir það bara að við verðum að setja pressu á útgerðina. Það gerum við ekkert öðruvísi en með verkfalli. Við höfum verið beðnir af nokkrum aðilum að fresta aðgerðum en það er ekki í boði. Þá værum við ekki samkvæmir sjálfum okkur,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. „Verkfall sjómanna verður til þess að öll vinnsla leggst af á landinu og tjónið verður verulegt. Að því er má áætla munu um sjö þúsund manns leggja niður störf. Allt þetta fólk er þá launalaust um lengri eða skemmri tíma,“ segir Heiðrún. Sé tekið mið af útflutningsverðmætum fiskafurða og að verkfallið vari í um 2 mánuði áætlar Heiðrún að tapið gæti numið 40 milljörðum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
„Maður áttar sig illa á hvaða forsendur liggja að baki því að sjómenn eru enn ósáttir. Þess vegna verður erfitt fyrir samninganefndir að setjast aftur niður og átta sig á stöðunni til þess að hægt sé að bæta úr henni,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna brast á klukkan átta í gærkvöldi í kjölfarið á því að Sjómannasamband Íslands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu sem lauk í gær. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands hafnaði samningnum. „Við áttum von á því að þetta yrði fellt en það kom á óvart hve afgerandi niðurstaðan var. Það er ágætt veganesti fyrir okkur þegar viðræðurnar hefjast á ný,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann telur að ekki muni nást að semja fyrir jól og því muni verkfallið standa fram á næsta ár.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félags í sjávarútvegi.Heiðrún segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér mikið á óvart. „Næsta skref er að ríkissáttasemjari boðar aðila á sinn fund en ég tel ólíklegt að það takist að semja fyrir jól. Þeir hafa fellt samninga í tvígang og við teljum að með síðasta samningnum hafi verið komið að miklu leyti til móts við kröfur sjómanna,“ segir Heiðrún. Jónas segir að laun sjómanna hafi lækkað um 30 prósent á einu ári vegna styrkingar krónunnar. „Ósættið felst, að því er ég best heyri, í stöðu efnahagsmála. Á meðan sjómenn eru á hlutaskiptum verður það auðvitað aldrei læknað með kjarasamningum,“ segir Heiðrún. „Staðan er sú að sjómenn vilja ekki þennan samning og þá þýðir það bara að við verðum að setja pressu á útgerðina. Það gerum við ekkert öðruvísi en með verkfalli. Við höfum verið beðnir af nokkrum aðilum að fresta aðgerðum en það er ekki í boði. Þá værum við ekki samkvæmir sjálfum okkur,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. „Verkfall sjómanna verður til þess að öll vinnsla leggst af á landinu og tjónið verður verulegt. Að því er má áætla munu um sjö þúsund manns leggja niður störf. Allt þetta fólk er þá launalaust um lengri eða skemmri tíma,“ segir Heiðrún. Sé tekið mið af útflutningsverðmætum fiskafurða og að verkfallið vari í um 2 mánuði áætlar Heiðrún að tapið gæti numið 40 milljörðum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira