Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2016 21:04 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra sagði að ef ekki væri vilji til þess að mynda meirihlutastjórn kæmi minnihlutastjórn til greina. Ef vilji væri hins vegar til þess að mynda meirihlutastjórn væri það vel hægt. Þetta kom fram í leiðtogaumræðum í Kastljósi í kvöld þar sem forsvarsmenn flokkanna ræddu þá stjórnarkreppu sem nú ríkir í landinu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna sagði ekkert vera að því að hugsa um minnihlutastjórn, það myndi vera mjög styrkjandi fyrir Alþingi sem hefði verið mótað af meirihlutaræðu undanfarin ár. Í leiðtogaumræðum á Stöð 2 í kvöld sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hins vegar að ef mynduð væri minnihlutastjórn hlyti það að þýða að nýjar kosningar yrðu undirbúnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur áður sagt að minnihlutastjórn sé lakari kostur en meirihlutastjórn en tekur þó fram að það fari eftir því hver myndi styðja slíka stjórn. Ákveðið hættuspil væri fyrir ríkisstjórn að leggja út í slíka för.Vilja ekki gefast upp á að mynda meirihlutastjórnJóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar tók fram í Kastljósi að kosningar væru ekki kostur í stöðunni að svo stöddu. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í umræðum á Stöð 2 að hún væri mjög bjartsýn á að flokkunum myndi takast að mynda meirihlutastjórn. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagðist ekki vilja gefast upp á að reyna að mynda meirihlutastjórn, mikilvægt væri að flokkarnir útilokuðu nú minna í stöðunni en áður. Gömlu munstrin væru ekki lengur í boði. Birgitta Jónsdóttir, forsvarsmaður Pírata sagðist sammála Óttari, flokkarnir ættu að halda áfram að tala saman eins og þeir hefðu verið að gera. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar tók í sama streng og sagðist vona að flokkarnir fimm, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn, Píratar og Vinstri-Græn myndu taka upp þráðinn eftir helgi og klára myndun ríkisstjórnar. Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. 13. desember 2016 20:00 Guðni gaf Bjarna, Katrínu og Birgittu bók eftir sjálfan sig Fengu Völundarhús valdsins, bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. 13. desember 2016 20:28 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra sagði að ef ekki væri vilji til þess að mynda meirihlutastjórn kæmi minnihlutastjórn til greina. Ef vilji væri hins vegar til þess að mynda meirihlutastjórn væri það vel hægt. Þetta kom fram í leiðtogaumræðum í Kastljósi í kvöld þar sem forsvarsmenn flokkanna ræddu þá stjórnarkreppu sem nú ríkir í landinu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna sagði ekkert vera að því að hugsa um minnihlutastjórn, það myndi vera mjög styrkjandi fyrir Alþingi sem hefði verið mótað af meirihlutaræðu undanfarin ár. Í leiðtogaumræðum á Stöð 2 í kvöld sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hins vegar að ef mynduð væri minnihlutastjórn hlyti það að þýða að nýjar kosningar yrðu undirbúnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur áður sagt að minnihlutastjórn sé lakari kostur en meirihlutastjórn en tekur þó fram að það fari eftir því hver myndi styðja slíka stjórn. Ákveðið hættuspil væri fyrir ríkisstjórn að leggja út í slíka för.Vilja ekki gefast upp á að mynda meirihlutastjórnJóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar tók fram í Kastljósi að kosningar væru ekki kostur í stöðunni að svo stöddu. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í umræðum á Stöð 2 að hún væri mjög bjartsýn á að flokkunum myndi takast að mynda meirihlutastjórn. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagðist ekki vilja gefast upp á að reyna að mynda meirihlutastjórn, mikilvægt væri að flokkarnir útilokuðu nú minna í stöðunni en áður. Gömlu munstrin væru ekki lengur í boði. Birgitta Jónsdóttir, forsvarsmaður Pírata sagðist sammála Óttari, flokkarnir ættu að halda áfram að tala saman eins og þeir hefðu verið að gera. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar tók í sama streng og sagðist vona að flokkarnir fimm, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn, Píratar og Vinstri-Græn myndu taka upp þráðinn eftir helgi og klára myndun ríkisstjórnar.
Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. 13. desember 2016 20:00 Guðni gaf Bjarna, Katrínu og Birgittu bók eftir sjálfan sig Fengu Völundarhús valdsins, bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. 13. desember 2016 20:28 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. 13. desember 2016 20:00
Guðni gaf Bjarna, Katrínu og Birgittu bók eftir sjálfan sig Fengu Völundarhús valdsins, bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. 13. desember 2016 20:28