Ris a l'amande með stífþeyttum eggjahvítum 12. desember 2016 15:00 Hekla með dóttur sinni Ástu sem heldur, eins og hinir í fjölskyldunni, mikið upp á grautinn góða. Mynd/Ernir Fjölskylda Heklu Arnardóttur fær ekki nóg af hinu árlega Ris à l’amande en það er borðað á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Uppskriftin er frá ömmu Heklu og er óvenjuleg en í henni eru eggjarauður og stífþeyttar eggjahvítur. „Ég hef oft fengið Ris à l’amande, bæði í Danmörku og hér heima en aldrei eins og þetta. Munurinn liggur í því að í grautinn eru notaðar eggjarauður þeyttar með sykri og stífþeyttar eggjahvítur. Þegar allt er sett saman í réttri röð verður grauturinn loftmikill og góður,“ lýsir Hekla en uppskriftin er gömul. „Amma mín, Helga Helgadóttir sem átti heima í Gróðrarstöðinni sem lengi var á Laufásveginum, gerði Ris à l’amande-ið alltaf svona og við höfum haldið okkur við þess aðferð. Möguleiki er að hún hafi fengið þessa uppskrift hjá systur sinni sem bjó í Kaupmannahöfn en það hefur ekki fengist staðfest,“ segir Hekla en bæði hún og systkini hennar hafa haldið sig við þessa aðferð enda grauturinn afar vinsæll hjá börnunum. „Ég er alin upp í stórum systkinahópi, og mamma gerði alltaf mikið af graut svo við gætum fengið afganginn á jóladag. Ég geri svo mikið af grautnum að við getum borðað hann bæði á jóladag og annan í jólum og samt er beðið um meira.“ Hekla byrjar á því að búa til mikið af góðum grjónagraut á Þorláksmessu. Hún segir gjarnan mega sjóða hann með vanillustöng, og jafnvel setja smá smjör útí í lokin. „Ég sýð fyrst grautinn í vatni en sumir hafa svo mikla þolinmæði að þeir sjóða hann eingöngu úr mjólk. Í grautinn nota ég 2,5 dl af grautarhrísgrjónum,“ segir Hekla en þegar grauturinn er tilbúinn er hann kældur og geymdur til næsta dags. „Á aðfangadag, þegar ég er komin heim úr aðfangadagsstússinu sem felur í sér heimsókn í kirkjugarðinn og söng í messu á Kleppi, set ég réttinn saman.“ Mynd/Ernir Innihaldsefni: 2-3 egg aðskilin 2 msk. sykur 3,5 dl rjómi 1 dl muldar möndlur (eða eftir smekk). „Eggin eru aðskilin. Fyrst stífþeyti ég eggjahvíturnar eins og hægt er og set til hliðar. Síðan þeyti ég rjómann mjög stífan. Svo þeyti ég saman eggjarauðurnar og sykurinn. Ef þetta er gert í þessari röð þarf ekki að þvo skálina á milli. Þetta er snilldar húsráð frá móður minni sem var með stórt heimili, 6 börn og alltaf fullt hús af fólki. Síðan hræri ég saman þeyttum eggjarauðunum og grjónagrautnum. Passa að grauturinn sé kekkjalaus. Svo blanda ég saman rjómanum og möndlunum. Að lokum eru þeyttar eggjahvíturnar settar út í en þá verður grauturinn svo loftmikil og góður,“ lýsir Hekla. Með réttinum hefur hún ávallt heimagert rifsberjahlaup. „Amma mín var alltaf með rifsberjasósu sem hún gerði með því að þykkja rifsberjasaft og bróðir minn gerir það. Danir nota kirsuberjasósu.“ Sá hluti grautsins sem reiknað er með að dugi fyrir alla gestina er settur í skál og mandlan ofan í. „Eins og venjan er fær sá sem gleypir möndluna pakka. Passa þarf að fela möndluna vel, nema ætlunin sé að svindla. Við systkinin grunuðum mömmu stundum um að reyna að koma möndlunni til þeirra sem aldrei höfðu fengið hana með því að skreyta skálina með rauðum rifsberjahlaupsdoppum. Undir einni doppunni vorum við viss um að hún hafi falið möndluna. Hún hefur þó aldrei viðurkennt þetta.“ Eftirréttir Jólamatur Risalamande Uppskriftir Mest lesið Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Ekta gamaldags jól Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 8. desember Jól Brotið blað um jól Jólin Þarf ekki að vera neitt ótrúlega flókið Jól Jólastyrkjum úthlutað Jól Trúum á allt sem gott er Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jólalag dagsins: Gleði og friðarjól með Pálma Gunnars Jól Logi: Þakklátur að geta haldið jólin Jólin
Fjölskylda Heklu Arnardóttur fær ekki nóg af hinu árlega Ris à l’amande en það er borðað á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Uppskriftin er frá ömmu Heklu og er óvenjuleg en í henni eru eggjarauður og stífþeyttar eggjahvítur. „Ég hef oft fengið Ris à l’amande, bæði í Danmörku og hér heima en aldrei eins og þetta. Munurinn liggur í því að í grautinn eru notaðar eggjarauður þeyttar með sykri og stífþeyttar eggjahvítur. Þegar allt er sett saman í réttri röð verður grauturinn loftmikill og góður,“ lýsir Hekla en uppskriftin er gömul. „Amma mín, Helga Helgadóttir sem átti heima í Gróðrarstöðinni sem lengi var á Laufásveginum, gerði Ris à l’amande-ið alltaf svona og við höfum haldið okkur við þess aðferð. Möguleiki er að hún hafi fengið þessa uppskrift hjá systur sinni sem bjó í Kaupmannahöfn en það hefur ekki fengist staðfest,“ segir Hekla en bæði hún og systkini hennar hafa haldið sig við þessa aðferð enda grauturinn afar vinsæll hjá börnunum. „Ég er alin upp í stórum systkinahópi, og mamma gerði alltaf mikið af graut svo við gætum fengið afganginn á jóladag. Ég geri svo mikið af grautnum að við getum borðað hann bæði á jóladag og annan í jólum og samt er beðið um meira.“ Hekla byrjar á því að búa til mikið af góðum grjónagraut á Þorláksmessu. Hún segir gjarnan mega sjóða hann með vanillustöng, og jafnvel setja smá smjör útí í lokin. „Ég sýð fyrst grautinn í vatni en sumir hafa svo mikla þolinmæði að þeir sjóða hann eingöngu úr mjólk. Í grautinn nota ég 2,5 dl af grautarhrísgrjónum,“ segir Hekla en þegar grauturinn er tilbúinn er hann kældur og geymdur til næsta dags. „Á aðfangadag, þegar ég er komin heim úr aðfangadagsstússinu sem felur í sér heimsókn í kirkjugarðinn og söng í messu á Kleppi, set ég réttinn saman.“ Mynd/Ernir Innihaldsefni: 2-3 egg aðskilin 2 msk. sykur 3,5 dl rjómi 1 dl muldar möndlur (eða eftir smekk). „Eggin eru aðskilin. Fyrst stífþeyti ég eggjahvíturnar eins og hægt er og set til hliðar. Síðan þeyti ég rjómann mjög stífan. Svo þeyti ég saman eggjarauðurnar og sykurinn. Ef þetta er gert í þessari röð þarf ekki að þvo skálina á milli. Þetta er snilldar húsráð frá móður minni sem var með stórt heimili, 6 börn og alltaf fullt hús af fólki. Síðan hræri ég saman þeyttum eggjarauðunum og grjónagrautnum. Passa að grauturinn sé kekkjalaus. Svo blanda ég saman rjómanum og möndlunum. Að lokum eru þeyttar eggjahvíturnar settar út í en þá verður grauturinn svo loftmikil og góður,“ lýsir Hekla. Með réttinum hefur hún ávallt heimagert rifsberjahlaup. „Amma mín var alltaf með rifsberjasósu sem hún gerði með því að þykkja rifsberjasaft og bróðir minn gerir það. Danir nota kirsuberjasósu.“ Sá hluti grautsins sem reiknað er með að dugi fyrir alla gestina er settur í skál og mandlan ofan í. „Eins og venjan er fær sá sem gleypir möndluna pakka. Passa þarf að fela möndluna vel, nema ætlunin sé að svindla. Við systkinin grunuðum mömmu stundum um að reyna að koma möndlunni til þeirra sem aldrei höfðu fengið hana með því að skreyta skálina með rauðum rifsberjahlaupsdoppum. Undir einni doppunni vorum við viss um að hún hafi falið möndluna. Hún hefur þó aldrei viðurkennt þetta.“
Eftirréttir Jólamatur Risalamande Uppskriftir Mest lesið Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Ekta gamaldags jól Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 8. desember Jól Brotið blað um jól Jólin Þarf ekki að vera neitt ótrúlega flókið Jól Jólastyrkjum úthlutað Jól Trúum á allt sem gott er Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jólalag dagsins: Gleði og friðarjól með Pálma Gunnars Jól Logi: Þakklátur að geta haldið jólin Jólin